En hvað um Bústaðarveg,hvað á að gera fyrir hann !

Bústaðarvegurinn er einn af stofnbrautunum sem tengja Breiðholt við miðbæinn,og þar af leiðandi er gífurleg umferð daginn út og daginn inn.Ég sjálf þarf að fara um Bústaðarveg þegar ég fer í vinnu sem ætti ekki að taka mig lengur en 5 mín,þar sem ég bý ekki langt frá vinnustað mínum,en ef ég gef mér ekki 20-25 mín til að komast þá kem ég hreinlega of seint slík er umferðin.

Ég geri mér grein fyrir að það er mikil umferð víðsvegar um borgina,en Bústaðarvegurinn er slæmur.Spurningin er hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að létta á umferðinni t.d.  breikka veginn smávegis,það gefur reyndar ekki mikil tækifæri en smá samt.

Umferðin hér í Reykjavík jafnast á við umferð í mörgum stærri borgum erlendis ástæðan er væntanlega sú að á hverju heimili eru tveir og jafnvel þrír bílar.Vegna þess að við höfum það gott Íslendingar almennt þá viljum við einnig þægindi hvað varðar ferðamáta.Veðrið bíður ekki uppá mikla göngutúra til eða frá vinnu eða hjólreiðar,því veljum við frekar bíl.

Allar framfarir hvað varðar umferð eru af hinu góða,og ég vona að nýr meirihluti taka til í þessum málum.


mbl.is Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband