Hækkið launin,þetta eru mannúðarstörf og eiga að vera vel borguð!

Ég er með tárin í augunum,því ég er ein þeirra aðstandanda sem er að reyna að koma sjúkum föður mínum fyrir á sjúkrastofnun,hann hefur verið greindur með Alzheimer í 8 ár og er háaldraður.

Móðir mín hefur hjúkrað honum og sparað fyrir ríkið stórar fjárhæðir.Þegar svo er komið að ekki er lengur hægt að leggja meira á aðstandendur,þá eru allar dyr lokaðar.Ég vil taka það fram að við erum þakklát fyrir 3 hvíldarinnlagnir sem hann hefur fengið.

Hvað er hægt að gera,það vill enginn starfa við þessi störf vegna þess að þau eru illa launuð,BORGUM meira þetta eru mannúðarstörf.Mér finnst skömm  að þessi þáttur skuli ekki vera skoðaður betur.Þeir sem hugsa um foreldra okkar og börnin okkar eiga að vera vel launuð,ég vona að þetta verði leiðrétt núna í þessari kjarabaráttu.


mbl.is Rými standa auð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það hefur enginn efni á að vinnna þessi störf

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þar segir þú satt,þess vegna fæst enginn í þessa vinnu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.1.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega; það hefur enginn efni á því að vinna þessi störf. En þetta er agalegt ástand og ætti auðvitað að hækka launin eins og skot.

María, ég vona svo sannarlega að pabbi þinn fái lausn sinna mála sem fyrst.

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þakka þér fyrir Ragnhildur,við vorum að koma honum fyrir  í dag, í 6 vikur á Grund,þar er mjög vel hugsað um gamla fólkið.

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.1.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er mjög sorglegt að þetta skuli þurfa að vera svona. Það munar 100.000 kr. á mánuði, hvort þú vinnur við umönnun eða á bensínstöð. (Dóttir mín vann við umönnun í vetur og vinur hennar vann á bensínstöð).

Gott að faðir þinn sé kominn á Grund, sérstaklega kannski fyrir móður þína, nú getur hún kannski hugsað aðeins um sjálfan sig- eða hvað?

 Sendi kveðju og gangi ykkur vel.

Sigrún Óskars, 28.1.2008 kl. 21:02

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu María,það þarf að hækka þessi laun mikið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.1.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála þér, þetta er til háborinnar skammar. Sláandi dæmið sem hún Sigrún kemur með, að það sé betur borgað fyrir að dæla bensíni en að hlú að sjúku og öldruðu fólki.

Gott að pabbi þinn fékk inni á Grund í bili. Bestu kveðjur til ykkar mæðgnanna. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.1.2008 kl. 06:19

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar,ég mun halda áfram að blogga um þessi mál því þetta er mér hjartansmál.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Meðan ég stýrði öldrunardeildum, leið mér afar ílla um mánaðarmótin þegar stelpurnar voru að taka við launaumslaginu sínu. Oft voru þær reiðar, og með tárin ´augunum, og það sem verra er að virðing annara fyrir þeirra störfum er sáralitil, því miður, mér finnst stundum að við öll þurfum að huga að því, þær sm vinna störfin gera það vegna þess að þær hafa gaman að umgangast fólk, og þykir vænt um skjólstæðinga sína.

Sólveig Hannesdóttir, 2.2.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband