Svartir velja Obama og gyðingar Clinton ?

Ég set spurningarmerki við þessa fullyrðingu,ég hefði haldið að pólitík snérist um málefni, en svo viðrist ekki vera.Í dagblöðum hefur mátt lesa fyrirsagnir sem telja upp þá minnihluta hópa sem styðja Obama og Clinton.Svartir og ungir styðja Obama,gyðingar og spænskumælandi styðja Clinton.

 Af hverju er þetta,jú kannski vegna þess að staðan hjá demókrötum er dálítið sérstök.Þetta er í fyrsta sinn sem maður dökkur á hörund kemst þetta langt í forvali til forsetaefnis,og í fyrsta sinn sem kona gefur kost á sér til forsetakjörs.Ekki er hægt að neita því að staðan er mjög spennandi.

Eitthvað er verið að ýja að því að demókrata flokkurinn muni klofna vegna þess hve lítill munur er á frambjóðendum,ég hef enga trú á að svo verði,því ef Obama tapar þá á hann góða möguleika seinna,hann er mjög ungur og hann hefur gott forskot eftir þessa baráttu.Svo er enn möguleiki á varaforseta embættinu.

Hjá repúblikönum hefur maður lítið orðið var við frambjóðendur,McCain er jú mjög frambærilegur enda maður með mikla reynslu og hefur áður staðið í þessari baráttu.Spurningin er hvort Bandaríkjamenn séu ekki búnir að fá nóg i bili af repúblikönum,og vilji gagngerar breytingar ?

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gyðingar vilja heldur Clinton en Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Pólitíkin er allra tíka undarlegust í háttum og hegðun. Það sem telja má nokkuð víst í dag reynist vera fjarri öllum raunveruleika á morgun.

Ef nokkur skyldi upp eða ofan í pólitíkinni, þá gæti sá sami vænst þess að fá rúgbrauðsorðuna! 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er skritið að gyðíngar skuli styðja Clinton,engin hefur komist betur að semja millum Arapa og Gyðinga þarna í Isrel en maður hennar Bill,svona skylur maðu ekki alls ekki/en vona bara að Hillary Clinton vinni þetta og þau Obama saman i Mc Cain /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.2.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er allavega ekki fyrir alla að spá í pólitík,hún er margslungin.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.2.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband