Mið-austurlanda órói í Danmörku

Sárt þykir mér að vita að Danmörk sé orðið skotmark  innflytjenda hóps sem trúir á Múhameð.Ég er ekki að mæla með því þegar skopmyndin var birt á sínum tíma,það var óþarfi,alveg eins og það er óþarfi af þessum trúarhóp að hafa rétt á að drepa teiknarann.Það sem teiknarinn var réttdrepinn í huga múslima ákváðu dagblöð í Danmörku að birta myndina aftur í öllum blöðum landsins.Þetta eru öfgar á báða bóga.Það hefur enginn leyfi til að drepa annan mann,án dóms og laga í viðkomandi ríki,en á hinn bóginn höfum við heldur ekki leyfi til að gera gys að trúarbrögðum annarra manna,við ættum að reyna að virða skoðanir og trú annarra.

Hitt er annað mál,að þegar innflytjandi flytur frá sínu heimalandi,þá getum við sem tökum á móti innflytjendum gert þá sjálfsögðu kröfu að þeir reyni að aðlagast því landi sem þeir setjast að í,og ekki er nóg að læra málið,innflytjendur verða að virða og meta þá siði og reglur sem viðkomandi land setur þeim .Það er ekki hægt að setjast að í einu landi, og búa sér svo til lítið  eigið land,með eigin siði,reglur og tungumál,inni í því landi sem hefur tekið við þeim og gefið þeim rétt til búsetu og vinnu.Það skapar glundroða.Heimalandinu  ásamt siðum má samt aldrei gleyma,og hugsa með hlýhug því það er það land sem fæddi ykkur.

Ég fór fyrir einum 20 árum til Saudí Arabíu,það var mjög gaman að heimsækja landið og kynnst þeirra venjum og siðum,en ég þurfti að klæðast kufli svo að fæturnir á mér sæjust ekki og handleggir máttu ekki sjást.Ég sá í þarlendu blaði sem var gefið út á ensku viðtal við fræga kvikmyndaleikkonu,og það var búið að hylja andlit hennar,skrítið er það ekki?


mbl.is Áfram óróasamt í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég neita að mæla gegn því að skrípamyndir séu birtar í blöðum, jafnvel þó þær séu af löngu látnu fólki.

Nú ganga þeir í víðum kuflum í Músliminu, og ekki set ég mig á móti því, brenni hjá þeim fánann eða neitt slíkt.

Ef þeri mega ganga í kuflum, þá mega Danir teikna myndir. 

Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég segi að innflytjendur verða að aðlagast nýjum heimkynnum,ekki við þeim.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.2.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Samt ber að virða skoðanir annarra þjóða/Danir hlupu sig og það er ekki búið að jafna það strax ef nokkurtiman,þetta er stórt mál fjárhagslega fyrir þá/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.2.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er athyglisvert sem Vilhjálmur Danmerkurpóstur bendir á að það séu glæpasamtök sem flytja inn og selja eiturlyf sem róa undir óróa meðal ungmenna af annarri kynslóð í Danmörku, vegna hertra aðgerða lögreglu gegn þessu gengi. Síðan koma danskir blaðamenn með enn eina kærkomna afsökun fyrir skrílslátunum og óeirðunum. Mér finnst að við ættum að hugleiða þetta vel, ef við ætlum að reyna að fá rétta mynd af orsökum óeirðanna.

Vilhjálmur útskýrir þetta í athugasemd við sína eigin færslu(tengill). 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég las greinina sem Vilhjálmur skrifaði mjög athyglisvert,en ég er ekki sammála honum í því að við hér á Íslandi séum mötuð af íslenskum fjölmiðlum,ég held að stór hópur íslendinga horfi á fréttir erlendis frá  ásamt íslenskum fréttum ég er ein af þeim.

Það er ekki ósennilegt að eiturlyfja barónar kyndi undir óeirðirnar,og ég held að það sé mjög sennilegt en það væri ekki hægt að kynda undir óeirðir ef ekki væri veikur hlekkur fyrir.

Hvað varðar trúarbrögðin þá er það ekkert einsdæmi að óeirðir og jafnvel stríð séu háð í nafni trúarinnar,þó vitað sé að allt annað liggi að baki.

En hvað veldur þessum óeirðum,ég held að það sé samspil margra þátta.Vanlíða fólks kemur sterkt þarna inní,og ekki þarf innflytjendur til.Þegar fólki líður illa er það opið fyrir ýmsu sem ekki kæmi til greina við vellíðan.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já Halli,þetta mál er stórt fyrir Dani og mun kosta þá,múslímar úti í heimi eru þegar farnir að krefjast þess að danskar vörur verði ekki keyptar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:20

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Ég las greinina sem Vilhjálmur skrifaði mjög athyglisvert,en ég er ekki sammála honum í því að við hér á Íslandi séum mötuð af íslenskum fjölmiðlum,ég held að stór hópur íslendinga horfi á fréttir erlendis frá  ásamt íslenskum fréttum ég er ein af þeim."

Halló, María, - eigum við að þurfa að horfa á fréttir erlendis frá til að fá rétta mynd af hlutunum - á það ekki að vera skylda ríkisútvarps/sjónvarps (sem við öll þurfum meira að segja að borga áskrift til, meira og minna) að sjá til þess að við fáum hana, með alhliða fréttum og fréttaskýringum? Þó auðvitað geti örugglega aldrei neinn fjölmiðill verið algjörlega hlutlaus, þá ber ríkisfjölmiðli á Íslandi að standa undir nafni og vanda fréttaflutning eins og kostur er. Ég held við getum ekki endalaust kennt fjárskorti um, heldur verði fréttamenn einfaldlega að vanda sig betur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:41

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Já Halli,þetta mál er stórt fyrir Dani og mun kosta þá,múslímar úti í heimi eru þegar farnir að krefjast þess að danskar vörur verði ekki keyptar."

Ætli blaðamenn Jótlandspóstsins hafi spurt dönsku þjóðina að því hvort hún væri tilbúin að borga undangenginn og væntanlegan fórnarkostnað þess að halda til streitu tjáningarfrelsi þess þjóðernissinnaða og þröngsýna hóps sem virðist ráða ferðinni á ritstjórn þess dagblaðs?

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:45

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

María, að öðru leyti en þessu um fjölmiðlana er ég mjög sammála því sem þú segir. Auðvitað er þetta flókið samspil.

Ég orðaði það sem svo í athugasemd á mínu bloggi að mér virtist að unga fólkið sem stendur fyrir óeirðunum, sem eru mest afkomendur innflytjenda væru í klemmu á milli tveggja hugmyndaheima, þess vestræna sem þeir alast upp annars vegar og hins vegar þess hugmyndaheims sem foreldrum þeirra, öfum og ömmum þykir eðlilegur. Slíkt getur örugglega valdið öryggisleysi og togstreitu, þannig að þeir verði rótlausir og finni sig hvergi heima, sem síðan brýst út í árásargirni. Sem síðan óprúttnir aðilar, eins og glæpagengi frá þessum löndum, notfæra sér og kynda undir, þó svo það þurfi kannski alls ekki til, til þess að kveikja bálið.

Það er athyglisvert að lesa það sem fólk búsett í Danmörku bendir á, til dæmis Jón Arnar, og ekki hefur svo mikið verið rætt hér í fjölmiðlum, að þessar íkveikjur og óeirðir voru byrjaðar áður ern skopmyndirnar voru endurbirtar, þó þær hafi svo magnast eftir endurbirtinguna.

Það sem mér finnst óhuggnanlegt, fyrir mína parta og okkar Íslendinga, er að lesa öll þau fjandsamlegu komment í garð innflytjenda sem koma fram í umræðu um þetta mál. Kalla fólk skítugt arabhyski sem eigi að hypja sig heim o.s.frv., ég fæ hroll og fer ósjálfrátt í varnarstöðu fyrir þetta fólk sem um ræðir, þó ég sjái auðvitað að það er ekki hvítskúraðir englar, frekar en hver annar. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er rétt Gréta að við eigum að fá rétta mynd af því sem er að gerast í heiminum,en hver er kominn til með að segja okkur hvað er rétt í þessu máli eða hvað er rangt.Jafnvel þeir sem búa í landinu fá ekki rétta mynd,þetta er mjög flókið mál.Þeir sem standa i þessum óeirðum vita ekki sjálfir af hverju þeir er að þessu.Þetta er hrein og bein múgsefjun. 

Unga fólkið í klemmu í tveim hugarheimum,það er rétt, en af hverju er það?.Jú vegna þess að foreldrarnir vilja ekki breyta neinu,eins og ég sagði þeir vilja búa til LÍTIÐ EIGIÐ LAND Í ÞVÍ LANDI SEM ÞAU BÚA Í,og eru ekki tilbúin að sleppa gömlu siðunum.

Hvað varðar uppnefningu á innflytjendum.það er auðvitað þekkingar leysi og jaðrar við heimsku,og á ekki að eiga sér stað.

En eins og þú veist þá er málið mér slylt Gréta,og ég tala af reynslu þegar ég segi að ef innflytjandi ætlar sér í raun að setjast að í öðru landi þá VERÐA ÞEIR AÐ AÐLAGAST OKKUR,EKKI VIÐ ÞEIM annars gengur dæmið ekki upp og þeir verða alltaf utanveltu í þjóðfélaginu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.2.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband