Flott framlag Íra, og mjög gott framlag Íslendinga.

Þeir gera stór grín að keppninni en með þræl gott  popp lagi,minnir á gamla disco tímann.Írum hefur ekki gengið vel undanfarin ár,enda ekki furða því lögin hafa ekki verið góð,sem er sorglegt því Írar er þeir sem oftast hafa unnið keppnina.

Hvað varðar okkur Íslendinga, þá er ég kampa kát,því besta lagið vann,flottur flutningur,og flott lag.Mér fannst hó hó alltaf verða verra og verra eftir því sem ég heyrði það oftar,hvað varðar gúmhanskana þá hefði það verið í lagi ef lagið hefði verið með meiri melódíu.Ég skil ekki af hverju Davíð Þorsteinn sem söng og lék á píanó gleymist í umræðunni,hann var með mjög gott lag.

Ég vona að Íslendingar eyðileggi ekki framlag okkar með lélegu myndbandi eins og gert var í fyrra.Til hamingju Íslendingar með val okkar.This is my life !!!InLoveInLove

 


mbl.is Kalkúnn fulltrúi Íra á Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Til hamingju Íslendingar með að sitja enn og aftur fastir í forkeppninni, sem er svo sem ágætt, þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því hvar á að halda keppnina

Björn Kr. Bragason, 24.2.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Sammála þér María með íslenska lagið og flottir flytjendur. Lagið hans Davíðs var líka gott og var í raun erfitt að gera upp á milli hans og vinningslagsins. Kveðja og hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Steinunn Þórisdóttir, 24.2.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér fannst lögin í keppninni mjög góð en sex þeirra báru af í gæðum og faglegri útsetningu,lagið sem vann er tær snilld frábærir flytjendur smekklegur texti og rúsínan í endanum Páll Óskar. Þetta lag fer svipað og Eitt lag enn gerði á sínum tíma.

Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Alltaf gaman að Júróvisíón. Ég er svo skrítin að mér er alveg sama hver vinnur, mér finnst bara gaman að hlusta á öll lögin og sjá hvað þau eru ólík. Það hafa mörg góð lög orðið til í gegnum tíðina, bara vegna þessarar keppni. Gaman að því

Bestu konudagskveðjur!

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.2.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Björn ég skil ekki af hverju þú ert svona sannfærður um að við munum sitja áfram föst forkeppninni,lagið er jú tíbíst júróvision lag en það er flott.

Ég er sannfærð um að við komumst upp úr forkeppninni og lendum í topp 10, Páll Óskar er alveg frábær.

Til hamingju með daginn konur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.2.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband