Við látum ekki ETA hræða okkur frá Costa Del Sol

Þetta er ekki eina sprengja sem sprungið hefur í sumar þær hafa verið þrjár,sú fyrsta  var sprengd fyrir einum mánuði síðan og er alveg við hliðina á Timon Sol sem margir Íslendingar þekkja og hafa gista þar  í gegnum árin.En óneitanlega er skrítið að vita til þess að ETA er að sprengja á því svæði sem ég eyði mínu sumarfríi og þekki út og inn.Nú var sprengt á bílastæði við smábátahöfnina við Benalmadena sem er ekki mjög langt frá þar sem íslendingarnir dvelja,en ganga þar um sér til skemmtunar að degi til jafnt sem að kvöldi til,en sem betur fer var þetta bara smá sprengja sem gerði ekki mikinn usla.

Aðskilnaðarsinnar ETA eru glæpamenn,og mjög lítill hluti af íbúum Baskahéraðs, stór hluti íbúa Baskahéraðs eru langþreyttir á glæpum ETA samtakana,og vilja frið sem fyrst.

Costa Del Sol er vinsælasti ferðamanna staður Spánar,og hingað til hefur þessi staður fengið frið fyrir ETA,en samt hefur heyrst í sjónvarpi um sprengju hér og þar t.d. í Malaga höfuðborg héraðsins.En það sem ETA vill er að eyðileggja sem mest og ef þeir geta eyðilagt ferðamanna strauminn á þetta svæði þá dansa þeir stríðsdans,en vonandi þurfa þeir að bíða lengi.

 


mbl.is Íslendingar óhræddir við ETA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband