Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fjarstýrðir þingmenn.

Er það virkilega svo að þegar stjórnmálamaður sest á þing fyrir einhvern vissan flokk þá verði viðkomandi umbúalaust sviptur öllum eigin skoðunum og fjarstýrður af öðrum flokksmönnum.Ja  hérna ég verð nú að segja eins og er að það eru ekki skemmtilegt hlutskipti,að sitja á þingi á eigin skoðana,múlbundinn heildinni í flokknum.Í tilfelli Kristins virðist sem fjarstýringin hafi verið ónýt eða vantað rafhlöður.
mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu vilja Samfylkingarmenn kosingar sem fyrst.

Það þarf nú ekki mjög gáfaða manneskju til að skilja það,því Samfylking og Vinstri grænir koma mjög vel út úr öllum skoðanakönnunum,en Sjálfstæðismenn tapa, aldrei hefur fylgi flokksins mælst jafn lítið og nú.En ég lít svo á að kosningar séu ekki góður kostur þessa dagana,það verður að komast á  meira jafnvægi,allir eru í uppnámi. Núna er reyndar að komst á samkomulag í Ice-safe deilunni og við litla þjóðin gátum ekki gert neitt annað en að semja til að fá lánið,það má alltaf deila um hvort það hafi verið rétt en höfðum við einhverja aðra stöðu í málinu.
mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Færeyjar,takk Noregur og takk Pólland !

Ég hef aldrei orðið eins áþreifanlega vör við hvað við stöndum ein,alein,mitt á milli Ameríku og Evrópu,við tilheyrum engum.Í einmannaleika okkar er ekki hægt annað en að gleðjast þegar óumbeði hafa Færeyjar,Pólverjar og Norðmenn boðist til að lána okkur og eiga þeir mikla þökk skilið,á meðan aðrar þjóðir eru að skjóta okkur  sökkvandi skipið í kaf.Það hefur ekki hingað til þótt drengilegt að níðast á minnimáttar sem við erum svo sannarlega núna þessa stundina,og ef það er rétt sem maður les í blöðunum að Bretar og Hollendingar ásamt öðrum þjóðum eru að beita áhrifavaldi sínu til að koma í veg fyrir lán  til okkar frá Alþjóðagjaldaeyrissjóði,þá mega þessi lönd svo sannarlega skammast sín,þetta er lúalegt bragð.

Mikið hefur verið rætt um Evrópusambandið og evru,ég held að það sé ekki nein spurning að þetta er framtíð Íslands,því við getum ekki staðið svona alein mikið lengur án stuðnings frá vinarþjóðum.

Það er mikil reiði í þjóðfélaginu, sem er mjög skiljanlegt,við horfum frammá miklar hörmungar næstu árin,ég vona bara að stjórnvöld hugsi um þá sem eru að missa vinnu og jafnvel að missa heimilin sín það er nokkuð sem ekki má gerast,heimilin er griðastaður fólks og það þarf að koma í veg fyrir slíkt.Við megum ekki missa von,við eigum eftir að komast yfir þetta ástand á ný, við höfum alltaf gert það.

 

 


Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband