Ég reyndi að fylgjast með sjónvarpi þegar nýr Borgarstjóri tók við völdum,ég verð nú að segja að við verðum að sýna smá stillingu.Hvort sem okkur líkar betur eða verr við býja borgarstjórn,þá eru svona ólæti eins og voru á pöllunum ekki til góðs,og Íslendingum ekki til sóma.
Stjórnmál kalla ekki allt ömmu sína og þetta sem hefur verið að gerast í borgarstjórn núna undanfarna mánuði sýnir það,en við kjósendur höfum lítið að segja þegar búið er að ákveða einhvern hlut við verðum bara að sætta okkur við og gera gott úr.
Það eina sem í raun hrífur þegar á reynir er einfaldlega að fara ekki að kjósa ef við erum ósátt við eitthvað, eða kjósa á skjön við það sem við og þið hafið gert áður.
Við kjósendur verðum oft að sætta okkur við ef okkar fólk kemst ekki að, og það gerist ekkert,alls ekkert,því segi ég eigum við ekki að halda ró okkar og gefa Ólafi F Magnússyni tækifæri.
![]() |
Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2008 | 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Mótmæla nýjum meirihluta í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2008 | 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allar framfarir í skólamálum eru af hinu góða og gæðaeftirlit og gæðamat flokkast í þann hóp.Þegar talað er um gæðaeftirlit,hvað er þá verið að hugsa um?
Á að athuga með kennarana hvort þeir séu nógu hæfir til að kenna börnunum okkar,á að athuga með húsnæðið hvort það sé nógu gott eða maturinn? Væntanlega þarf að athuga alla þessa þætti,einnig kennsluefni.
Þarf ekki að leggja aðeins meira fjármagn í skólana,og jafnvel minnka fjölda barna í bekk það mundi bæta gæði kennslunnar til muna.Þegar bekkur státar af 30-35 glaðværum börnum er ekki von á góðu,kennslan getur ekki verið sem skyldi,kennarinn getur einfaldlega ekki sinnt öllum,æskilegt væri að hafa um 20 börn í bekk það er hæfilegur fjöldi bæði fyrir kennara og börnin sjálf.
Það er auðséð að einkvað vantar af fjármagni þegar börnin okkar eru send heim í byrjun árs með bækur sem eru að detta í sundur vegna ofnotkunar ár eftir ár,ég hef séð að bækur sem sonur minn fær í skólanum eru sumar nær 10 ára gamlar og búnar að fara í gegnum margar hendur,allar útkrassaðar,þetta er ekki skemmtilegt að sjá,en ég tek það fram að viðkomandi skóli er einn af minni skólum bæjarins og einn af betri skólum bæjarins með innan við 400 nemendur.
Því stend ég við það sem ég skrifaði hér að ofan,minnka skólana,fækka í bekkjum og auka fjármagn það mundi örugglega hjálpa menntakerfinu.
![]() |
Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 20.1.2008 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er ekki af þeirri kynslóða að geta skilið þessa auglýsingu.Þegar ég sá auglýsinguna frá fyrirtækinu Nova ,þá hélt ég að þetta væri í raun skemmtistaður,og hugsaði jæja nú erum við að fá glæsilegan skemmtistað,ég beið og beið og aldrei kom neinn skemmtistaður,alltaf hékk auglýsingin utan á húsinu í Lágmúlanum,og hangir væntanlega enn.
Hvernig á maður að skilja að fjarskiptafyrirtæki auglýsi sig sem stærsta skemmtistað í heimi,hvað er svona skemmtilegt við fjarskipti,eru fjarskipti ekki bara nauðsynleg fyrir alla aðila,það hefði ég haldið.
![]() |
Nova kærir Símann til Samkeppniseftirlits |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2008 | 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég vil að vel sé tekið á móti útlendingum sem koma hingað í atvinnuleit og vilja setjast hér að,en ég hef alltaf sagt það og segi enn að þeir eiga að aðlagast okkur,ekki við þeim.Ef þeir þurfa að fara til læknis þá verða þeir að fara með einhvern sem talar okkar tungumál,og þeir eiga að hafa allar tryggingar í lagi.
Ástand aldraða hér á landi er ekki eins gott og við viljum vera að láta,því væri það óska staða mín að þessir peningar sem eiga að fara í stofnun sérstakrar deildar fyrir útlendinga verði látnir renna til öldrunarmála.
Vita yfirvöld yfirleitt hvað er best fyrir aldraða.Hefur einhvern tíman verið tekin úttekt á því hve sparnaðurinn er mikill á meðan öldruðum sjúklingi er hjúkrað af maka sínum á þeirra eigin heimili,nei ég held að yfirvöld hafi ekki hugmynd um það,en ég er viss um að það eru dágóðar upphæðir.
Það er sorglegt að vita til þess að ástandið í vistun fyrir sjúka eldri borgara sé í slíku ástandi að maki viðkomandi sjúklings missi sjálfur heilsuna vegna þess álags sem lagt er á hann.
Talað er um heimahjúkrun,það er gott og blessað svo langt sem það nær.Í sumum tilfellum hentar heimahjúkrun en ekki í öllum,ég geri ráð fyrir að hún henti sérstaklega ef sjúklingurinn er rúmliggjandi,en þeir eru það ekki allir,en þurfa á allri hjálp að halda samt.
Á hverjum lendir þessi hjálp sem ég nefndi,jú á makanum.Í tilfelli sem ég þekki þá þarf makinn að hjálpa á öllum sviðum,klæða,raka, lyfin,þvo,baða,mata,hjálpa með gang og jafnvel lyfta upp af gólfi þegar sjúklingurinn hefur fallið aftur fyrir sig beint á gólfið.Svo þegar talað er um vistun á heimili fyrir sjúklinginn þá eru allar dyr lokaðar,og margra ára bið, er þetta það sem við viljum bjóða okkar foreldrum ,ömmum og öfum og jafnvel ef ekkert verður gert í málunum þá bíður okkar ekkert betra.
Ég vona bara að okkar ágæti heilbrigðisráðherra taki mið af því sem er að gerast í þjóðfélaginu,og láti þessi mál hafa forgang,því gamla fólkið okkar á betra skilið.
![]() |
Sér heilsugæsla fyrir útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.1.2008 | 12:21 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
![]() |
Skyndifriðun beitt á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.1.2008 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bestu óskir um gleðileg jól,gott og farsæt komandi ár með þökk fyrir ánægjuleg samskipti í gegnum bloggið á árinu sem er að líða,með von um að þau verið enn fleiri á ári komanda og jafn ánægjuleg. Jólakveðjur María Anna Kristjánsdóttir
PS: ég verð einu ári eldri eftir 25.des.gaman gaman.en ég segi ekki hve gömul.
Vinir og fjölskylda | 24.12.2007 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hvernig geta þau gert sér og stúlkubarninu þetta,að ættleiða barn og ala það upp í sjö ár og skila því til baka vegna þess að það aðlagast ekki hollensku samfélagi og siðum,það er eitthvað að þessu fólki.
Ef fólk tekur ákvarðanir að ættleiða börn frá öðrum löndum þá verða það að gera vel upp sinn huga áður en þau taka þetta stóra skref og taka öllum þeim erfiðleikum sem því fylgir.Þau eiga einnig að njóta þeirrar ánægju að vera foreldrar,því það hefur verið megin tilgangur þeirra með ættleiðingunni.
Börn eru bara börn og sama hvar þau eru,þau samlagast því þjófélagi sem þau alast upp í,en ef þessi litla stúlka hefur ekki samlagast þá er það væntanlega foreldrunum að kenna,þau hafa ekki sjálf aðlagast þjóðfélaginu með barn sem lítur öðruvísi út en þau sjálf,ef þau ganga um með barn frá Asíu þá veit almenningur að þetta er barn sem hefur verið ættleitt,og kannski er það sem er að,þau hafa ekki haft nógu sterkar herðar til að bera þá ábyrgð að vera öðruvísi.
Ég vona bara að blessað fólkið sjái sig um og ákveði að vera foreldrar í raun þessarar litlu stúlku,ég vorkenni þeim fyrir að taka þessa ákvörðun því þau eiga eftir að lifa með hana alla æfi og það getur ekki verið létt.
![]() |
Reyna að lægja reiðiöldu vegna ættleiðingarmáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.12.2007 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
![]() |
Fyrsti sveinninn til byggða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2007 | 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lítið hefur farið fyrir bloggi hjá mér,hluti af ástæðunni er sú að ég hef verið erlendis,að skemmta mér,gaman gaman,var að koma heim í morgun eldsnemma.
Við litla fjölskyldan fórum til New York,við vorum þar í 4 nætur.Það var búð að segja okkur að gaman væri að heimsækja New York á þessum tíma og það reyndist svo sannarlega satt.New York búar gera borgina mjög jólalega í desember,enda flykkjast Bandaríkjamenn frá öðrum ríkjum þangað til að lifa þessa sérstöku stemmningu sem þar er.Það var gífurlegur mannfjöldi á götum borgarinnar að dáðst að jólaljósum og jólatrjám og öðrum skreytingum,svo mikill fjöldi að mér varð nóg um.
Við notuðum tímann vel,og notuðum þessa frábæru circle line bíla sem eru upp á tvær hæðir, við sátum á efri hæð undir berum himni,þar sátum við vel dúðuð,svo vel að varla sáust augun í okkur, enda nauðsynlegt þar sem það var mjög kalt í NY. Við gátum farið út úr bílnum á vissum stöðum og inn aftur þegar okkur hentaði.Farið var með okkur um alla borgina,og skoðuðum við það allra helsta Rocefeller center þar sem stórt og fallegt jólatré er og gaman að sjá unga sem gamla á skautum a.,Time square,Harlem,Greenwich village og fl.Við höfðum gaman af leiðsögumönnunum,þeir léku sín hlutverk vel,með mikilli innlifun,sem í raun þurfti ekki,við vildum aðeins heyra sögu hvers staðar fyrir sig,en svona eru Bandaríkjamenn.
Uppá Empire State Building fórum við,og fórum uppá áttugasta og aðra hæð,nógu hátt fyrir mig.Stórkostlegt útsýn þaðan.
Fyrir yngsta meðlim fjölskyldunnar fórum við að sjá stórkostlegt náttúrugripa safn, American Musemum of Natural History,þar eyddum við mörgu tímum enda safnið mjög stórt og glæsilegt,ég mæli með að þeir sem eru á þessum slóðum með börn þá er upplagt að sjá þetta safn.
New York er falleg borg með miklum og stórum byggingum ,en það sem stendur uppúr í þessari ferð er fólkið sjálft,allir sem við höfðum samskipti við voru einstaklega ljúfir og elskulegir,opnir og skemmtilegir og það segir mér meira um Bandarísku þjóðina en stórar byggingar.
Ferðalög | 11.12.2007 | 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
ragjo
-
gretaulfs
-
harhar33
-
kolbrunb
-
gurrihar
-
jp
-
ekg
-
toshiki
-
bjorkv
-
ingabesta
-
otti
-
leifurl
-
haukurn
-
reykas
-
nonniblogg
-
stebbifr
-
juliusvalsson
-
binni29
-
mosi
-
krissa9951
-
kristjanma
-
saethorhelgi
-
thordursteinngudmunds
-
malacai
-
annaragna
-
skinogskurir
-
blues
-
gattin
-
brandarar
-
elinora
-
lucas
-
kokkurinn
-
handtoskuserian
-
jonaa
-
ketilas08
-
ottarfelix
-
sir
-
pandora
-
vefritid