Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fólk eins og ég sem hugsar í þúsundköllum ekki í milljónum eins og útrásarvíkingarnir gerðu,höfum vitað að spilaborgin myndi hrynja og fylliríið taka enda,það var bara spurning um tíma.
Ef við hefðum verið með góða viðskiptafræðinga eða hagfræðinga í frammlínu bannkana væri staðan eflaust önnur í dag.En í staðin höfum við verið með unga framagosa með hangandi $ merki á nefinu á sér, og sem kunnu ekki fótum sínum forræði.
Allt þetta bruðl sem hefur viðgengist hjá vissum hóp landsmanna,á ekki við hér á Íslandi,við erum bara venjuleg þjóð nýstigin uppúr torfbæjum,vinnuþjóð sem hefur verið nokkuð sátt við lífernið hér á klakanum.
Það er kannski hallærislegt að vilja eiga gott og venjulegt líf,eiga sitt fallega og notalega heimili (hvort sem er í blokk eða einbýli), bíl og utanlandsferð öðru hvoru,það þykir kannski hallærislegt að vera ekki í gæðakapphlaupi, stærri íbúð stærra hús stærri bíl klæðast ekki fötum nema þau séu sérstök merki.Það þykir kannski hallærislegt að vera í vinnu sem ekki er hálauna starf.Það getur verið að allt þetta sé hallærislegt og það verður þá bara að vera svo.
Það sem mér finnst HALLÆRISLEGT er að þessir útrásavíkingar hverjir sem þeir nú eru, skuli ekki hafa verið klárari en svo að þeir komu heilli þjóð á hausinn,eru það kannski þeir sem eru með tómann hausinn,því ekki er hann tómur hjá okkur sem eigum að borga skuldirnar fyrir þá.
Fyrirtæki þrifust á blekkingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.12.2008 | 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ummæli Ingibjargar hafa ekki áhrif á landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.12.2008 | 19:47 (breytt 18.12.2008 kl. 06:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta nú ekki toppurinn,það eru fleiri en útrásar víkingarnir sem eru siðlausir,fangar á Litla Hrauni eyða tíma sínum í að finna út hvernig þeir geta svikið út peninga frá saklausum borgurum.Ég held að blessaðir mennirnir ættu að reyna að eyða tímanum í eitthvað betra,t.d. að byggja sjálfa sig upp,reyna að læra eitthvað og undirbúa sig þegar þeir koma út á götuna aftur.Þeir geta ekki verið svo vitlausir að ætla sér að lifa eins og kóngar í nokkra daga með peningum sem þeir ætluðu sér að svíkja út,því það er skammgóður vermir.
Auglýsti andlát samfanga síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.12.2008 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.11.2008 | 11:29 (breytt kl. 11:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vilja kosningar í upphafi nýs árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.11.2008 | 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef aldrei orðið eins áþreifanlega vör við hvað við stöndum ein,alein,mitt á milli Ameríku og Evrópu,við tilheyrum engum.Í einmannaleika okkar er ekki hægt annað en að gleðjast þegar óumbeði hafa Færeyjar,Pólverjar og Norðmenn boðist til að lána okkur og eiga þeir mikla þökk skilið,á meðan aðrar þjóðir eru að skjóta okkur sökkvandi skipið í kaf.Það hefur ekki hingað til þótt drengilegt að níðast á minnimáttar sem við erum svo sannarlega núna þessa stundina,og ef það er rétt sem maður les í blöðunum að Bretar og Hollendingar ásamt öðrum þjóðum eru að beita áhrifavaldi sínu til að koma í veg fyrir lán til okkar frá Alþjóðagjaldaeyrissjóði,þá mega þessi lönd svo sannarlega skammast sín,þetta er lúalegt bragð.
Mikið hefur verið rætt um Evrópusambandið og evru,ég held að það sé ekki nein spurning að þetta er framtíð Íslands,því við getum ekki staðið svona alein mikið lengur án stuðnings frá vinarþjóðum.
Það er mikil reiði í þjóðfélaginu, sem er mjög skiljanlegt,við horfum frammá miklar hörmungar næstu árin,ég vona bara að stjórnvöld hugsi um þá sem eru að missa vinnu og jafnvel að missa heimilin sín það er nokkuð sem ekki má gerast,heimilin er griðastaður fólks og það þarf að koma í veg fyrir slíkt.Við megum ekki missa von,við eigum eftir að komast yfir þetta ástand á ný, við höfum alltaf gert það.
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2008 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjálp berst frá Færeyjum,þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur þá hafa þeir nær alltaf verið fyrstir til að rétta fram hjálparhönd,og eiga þeir svo sannarlega þakkir skilið. Ég vona að við getum endurgoldið greiðann,t.d. gætum við heimsótt Færeyjar meira,hjálpað þeim að byggja upp sinn ferðamannaiðnað,enda ekkert slor að heimsækja Færeyjar það er yndislegt land.
Eitt hef ég verið að velta fyrir mér,af hverju er ekki sama krónan á öllum Norðurlöndunum eitthvað sem gæti heitið Norræn króna ? Væri það nokkuð vitlaus hugmynd ? alveg eins og evran er notuð víðast hvar í Evrópu,og mynda sterka heild.
Mikill drengskapur Færeyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.10.2008 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2008 | 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bankastjórarnir með of há laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2008 | 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tölvufíkn veldur brottfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.9.2008 | 14:05 (breytt kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid