Færsluflokkur: Dægurmál

Ekki hneykslast á Spánverjum !

Ég sé að aðrir bloggarar hneykslast á Spánverjum fyrir langan dóm það er þó búið að dæma í málinu og þeim verður komið fyrir lás og slá, og þessum mönnum verður ekki  sleppt neitt á næstunni.Þarna er um að ræða glæpamenn frá Marokkó en aldnir upp á Spáni,sem sagt Spánskir arabar.Skrítið því á milli ársins 711 til 1492 bjuggu munameðtrúar menn og kristnir í sátt og samlindi á Spáni þar til Ísabella og Ferdinand konungshjónin ráku múhameðstrúar menn í burtu ásamt gyðingum,þetta er kannski hefnd.

Það eru ekki allir sannfærðir um að þetta séu höfuðpaurarnir,PP Partido Popular hægri flokkurinn sem töpuðu kosningunum 2 dögum eftir tilræðið eru sannfærðir um að ETA aðskilnaðar hreyfing Baska standi að baki tilræðissinnis.

Ég sjálf álít að einhverir fleiri standi þar að baki,þeir hafa ekki unnið einir þessir menn,ég hallast einnig að ETA því þeir hafa sambönd og möguleika til að nálgast þetta sprengjuefni,en þetta er bara mitt álit sem skiptir ekki miklu máli.

 


mbl.is Hryðjuverkamenn í Madrid dæmdir í 40 þúsund ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þessum mönnum,geta þeir ekki látið þær í friði !

Ýmislegt þarf að gera til þess að konur fái frið fyrir kynferðisáreiti karla,þessi hugmynd að einangra þá frá konunum í lestum er ekki svo vitlaus.Við hér á Íslandi erum svo heppin að vera svona fá og vera ekki með lestar af neinu tagi.

,Ég get alveg ímyndað mér hvernig það er að ferðast í þessum neðanjarðar lestum í stórborgum,þær hljóta að vera vel pakkaðar af fólki sem stendur þétt upp við næsta mann og það er á mörkum að það sé hægt að hreyfa sig.Neðanjarðarlestir hljóta að vera góður leikvöllur fyrir þá sem iðka þá iðju að áreita kynferðislega,ég sé það fyrir mér,hendurnar leika væntanlega stórt hlutverk í þéttbýli neðanjarða lestanna, káf hér og káf þar.Aumingja mennirnir,að vera svona miklir ræflar nú fá þeir skömm í hattinn,það ætti  einfaldlega að láta þá  ferðast með öðrum karlmönnum í sér vögnum og eyrnamerkja þá. Skömm fyrir þá,þeir fá ekki að koma nálægt konunum í neðanjarðar lestum.


mbl.is Einungis fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versnandi heimur fer.

Því miður sá ég ekki fréttina  í sjónvarpinu um þetta mál í  gærkvöldi en mér skil að það hafi verið hræðilegt að sjá grátandi börnin hrædd og óvarin.Getur verið að fólk sé svona illt ?,það þykist vera að gera góðverk,eða jafnvel heldur sig vera að gera góðverk.Hvað er ætlar þetta fólk  að gera.

Mér hryllir við tilhugsuninni,börnin eru slitin frá foreldrum í nafni góðverka jafnvel til að selja til kynlífsþrælkunar.Við vitum að úti í hinum stóra heimi þá er alltaf vöntun á líffærum,maður hefur heyrt um fátækt fólk sem hafa selt líffæri úr sér sem það má missa eins og t.d. annað nýrað,þetta fólk er að reyna að bjarga sér og fær borgað fyrir nýrað.Hugsið ykkur að heimurinn skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að selja úr sér líffæri,og að til skuli vera aðrir sem notfæra sér erfiðleika annarra.

Ég spyr sjálfa  mig,er það þetta sem átti að gera við blessuð börnin  drepa þau og stela frá þeim líffærunum og selja þau svo hæstbjóðanda.Það eru margir í heiminum með steinhjarta,þeir hugsa hvað með nokkur svört börn frá Afríku,hver mun sakna þeirra,nokkrum börnum færra.Peningar geta gert mjög góða hluti en mjög oft illvirki, eins og þetta, í þessu tilfelli hafa það örugglega samlandar sem hafa fengið borgað fyrir að útvega  börnin.Hvernig væri að þeir sem eru með steinhjarta,myndu bræða hjarta sitt aðeins og hugsa,af hverju ekki að hjálpa þessu fólki til að búa við mannsæmandi líf,byggja upp skóla, mennta börnin til þess að þau verði framtíð landsins,er það ekki sem við viljum öll hér og annarstaðar,af hverju ekki líka í Afríkuríkjum.

 


mbl.is Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru McCann börnin ekki ein í íbúðinni ?

Portúgalska lögreglan segjast hafa nægar sannanir fyrir því að Madeleine McCann og tvíburarnir hafi ekki verið einu börnin í íbúðinni þetta örlagaríka kvöld,samkvæmt lögreglunni voru þau 7,og voru þetta börn þeirra sem borðuðu með McCann hjónunum.McCann hjónin og vinir þeirra hafa alltaf sagt að hver og einn hefði farið inn í sínar íbúðir til að líta eftir börnunum,en þeim kemur ekki alveg saman.Samkvæmt þessu voru þau öll saman í íbúð McCann hjónanna.

.Einn af vinunum Russell O´Brien hvarf frá borðinu um 25 mín.hann sagðist hafa afarið að athuga með sína eigin dóttir í íbúðinni þeirra,en barnið var veikt samkvæmt honum,barnið kastaði upp og segist hann hafa beðið móttökuna í Oceano Clubb um ný sængurlök,en þau kannast ekkert við slíka beiðni8hvernig eiga þau að muna það).Jane Tanner vonkona O´Brien segist hafa séð mann bera stúlkubarn út úr McCann  íbúðinni kl 21.15 þetta er dálítið grunsamlegt,hafði hún engar áhyggjur af þessu,vitandi af börnunum einum

.Önnur vitni segja að Jane Tanner hafi ekki verið í nágreninu á þessum tíma.Þetta mál lagast ekkert,verður sífellt öfugsnúnara og öfugsnúnara.Sjá slóð í Elmundo sem er á spænsku en klikkið á The Times sem er á ensku:

http://www.elmundo.es/elmundo/2007/10/09/internacional/1191954470.html


Hugleiðing um haustið..

icel160s

Ég vaknaði eldsnemma í morgun kl 05:00,til að fara með son minn á sundæfingu,morguninn var kyrrlátur,stjörnuskreyttur himininn með einni sem skein mjög skært.Það heyrðust engin hljóð,aðeins kyrrð morgunsins.Eftir að hafa ekið með hann niður í sundlaugar stóðst ég ekki freistinguna og ók smávegis um bæinn til að njóta mannekla hans á meðan aðrir voru sofandi.Haustið er í allri sinni dýrð,aðeins farið að kólna og laufin byrjuð að falla.Litir haustsins er með því fallegra sem ég sé,enda förum við hjónin reglulega eitthvað , til að njóta litaflóru haustsins,t.d. á Þingvöll.Fljótlega skiptir um skúrir,veturinn kemur í allri sinni dýrð,kuldinn hellist yfir okkur hann smýgur inn,þótt við klæðum okkur vel ekkert dugar,myrkrið kemur smátt og smátt og fellur misvel í fólk,samskipti verða erfiðari.Erfitt verður að komast á milli staða,það verður að skafa nær daglega af bílunum og fyrir þá sem velja hjólið þa´verður notkun þess nær ógjörlegt. Þegar desember nálgast ,byrjum við að sjá ljós út um allt,jú við viljum lýsa upp þann heim sem við lifum í þ.e.skammdegið,ljós í öllu gluggum,það birtir til.Eins og dagurinn er í dag þá er þess virði að njóta hans að fullu,því þeir verða kannski ekki margir svona fallegir.JoyfulKissing

 


Smá bros fyrir kvöldið...

batdog Ég er ofurhundur,hvað haldið þið.a_smile_foryouSætir bræður eða hvað? Það er alltaf gott að geta gert smá grín öðru hvoru,jafnvel þó það sé á kostnað dýrana.LoL Grin

Ný gögn um Madeleine málið,lesið bloggið sem ég skrifaði í morgun,þar kemur ýmislegt í ljós !!

Ég bloggaði um ný gögn sem hafa komið fram í Madeleine málinu,þar staðfest sé að hún hafi dottið niður stiga, lesið það sem ég bloggaði í morgun ef þið hafið áhuga og kíkið á slóðina.


mbl.is Myndir af Madeleine settar á innkaupakörfur í stórmörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt í máli Madeleine McCann,datt niður stiga !!!

Samkvæmt dagblöðum í Portúgal og er ný kenning komin fram í hvarfi Madeleine McCann,álitið er að hún hafi dottið niður stiga sem liggur frá íbúðinni að húsgarði á bakvið íbúðablokkina Praia da Luz,álitið er að hún hafi slegið höfðinu á flísarnar sem liggja á stiganum.Rannsóknar hundarnir fundu lykt af líki í stigaþrepunum.

Tveir nýir  grunaðir, annar þeirra er stúlka sem vinnur við hreingerningar í íbúðablokkinni,hún átti að hafa sent tölvupóst og sagt að barnið hafi verið rænt vegna hefnigirni,vegna þeirri vinnu sem hún vinur við, sem sagt öfund.

Fljótlega eftir hvarf Madeleine var lögreglan  látin vita af  manni sem sýndi undarlega hegðun við íbúðarblokkina Praia da Luz.  hann var að snuðra þeim megin sem íbúð MCcann fjölskyldunnar snéri þetta var um kl 18.00 kvöldið sem hjónin fóru út að borða með vinunum,og barnið hvarf.Lögreglan segir að einhver í vinahópnum viti meira en hann hefur sagt,og verðu væntanlega aftur yfirheyrður.Síðan hefur lögreglunni borist nýjar upplýsingar frá manneskju sem ekki hefur viljað blandað sér í málið fyrr en nú. Upplýsingarnar eru þær að það sást til karlmanns haga sér undarlega kvöldið sem Madeleine hvarf,það sem þótti grunsamlegt er að hann faldi sig á milli stigans og lyftunnar í Oceano Clubb þar sem fjölskyldan bjó kvöldið sem Madeleine hvarf.Um er að ræða Breskan karlmann hálf sköllóttan með gleraugu,sterklega byggðan og kringluleitt andlit.

Sjá slóð:

http://www.elmundo.es/elmundo/2007/10/01/internacional/1191227343.html


Leikur sem fór sigurför um bloggheiminn er orðinn leiðinlegur í augum margra !

Þessi spurningaleikur sem hefur birst á mörgum bloggsíður virðist vera að ná hámarki sínu,nokkrir bloggarar kvarta undan honum og finnast hann bera barnalegur.Ég hef ekki tekið þátt í leiknum einfaldlega vegna þess að ég hef verið of sein,þegar ég hef ætlað að taka þátt þá var búið að leysa dæmið.Mér hefur fundist þessi leikur í lagi,þegar bloggarar hafa ekkert að segja virðast allar hugmyndir útþurrkaðar er gott að geta gripið í svona leiki,þetta er bara saklaust grín og góð tengsl á milli fólks,en auðvita getur þetta gengið of langt.Það sem ég hef tekið eftir er það að í svona leikjum fær viðkomandi bloggari urmul af innlitum,sem er auðvitað gott fyrir bloggarann þá kemst hann ofar á vinsældarlistann,en þetta á einnig við þá sem mótmæla leiknum þeir komast auðveldlega á lista yfir heitar umræður með klækjum, þó svo að umræðurnar séu ekki mjög heitar.Bloggheimurinn er dálítið skrítinn heimur,það sem við bloggum er það sem á að skipta máli en það verður of aukaatriði hjá mörgum,það er eitthvað allt annað sem verður að aðalatriði.

Er þetta Madeleine McCann litla ???

Interpol rannsakar mynd sem tekin var í Marokkó af Spánverjum sem voru í sumarfríi þar.Nú er bara spurningin hvort þetta sé Madeleine litla,sjá slóð:http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/25/internacional/1190727800.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband