Færsluflokkur: Ferðalög

Tveir sólahringar án svefns

Ég var ein af þessum farþegum sem lentu í 23 klt seinkun frá Alicante, ég og mín fjölskylda vorum í nær tvo sólahringa án svefns,það skýrir það ástand sem við lentum í og við fengum ekki hótel. Ég verð þó að segja að mikið var ég fegin þegar ég sá að vélin sem flutti okkur heim var flott einkaflugvél fótboltafélags Sevilla,ég er dálítið hrædd um að Iceland Express þurfi að athuga betur vélarnar sem þeir bjóða uppá, þessar bilanir sem koma upp öðru hvoru gerir félagið ekki mjög traustverðugt.
mbl.is Búið að borga fyrir flugvélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verum viðbúin að taka við fleiri ferðamönnum þegar líður á tímann .

Þeir sem eru forvitnir um land og þjóð munu koma til Íslands. Það er eðlileg fækkun ferðamanna á þessum tíma sem allt er að gerast,en við megum ekki gleyma því að við erum búin að fá mikla umfjöllun um nær allan heim.Sjálfsagt hugsa sumir að öll sú umfjöllun sem við höfum fengið sé á neikvæðu nótunum,ég ég held ekki.

Ég hef fylgst mikið með fréttum um gosið á TVE sem er ríkissjónvarpið á Spáni,þeir hafa rætt um gosið í marga daga og voru með sérstakan fréttamann hér á landi, ég get fullvissað þjóðina um að frá þessari fréttastöð komu ekki neikvæðar fréttir,þar var land og þjóð sýnt í eðlilegum tilgangi bæði var sýnt frá gosinu og frá eðilegu lífi í Reykjavík og viðtal við íslendinga.

Í einni fréttinni var sagt frá því að Íslendingar yrðu að búa sig undi 50% fleiri ferðamenn en áður hefur verið, svo ef þetta er álit helsta ferðamannalands í heimi þá eigum við að vera bjartsýn,því það hefur alltaf sýnt sig að við Íslendingar eflumst við harðindi.


Ekki bara unga fólkið,hinir eldri líka !

Það er örugglega ekki nein ein skýringa á drykkju hegðum Breta á sólarströndum,og ekki hef ég neina skýringu á henni.En eitt get ég þó sagt að það eru ekki bara ungdómur Breta sem drekkur,það eru líka þeir eldri.Ég hef tekið eftir því þegar ég hef farið í stórmarkað á Spáni að Bretar versla nær eingöngu vín,allar tegundir, kerran þeirra er yfirfull af áfengum  drykkjarföngum,það  sést varla matarbiti.

Það virðist vera einhver óeirð og óánægja hjá vissum þjófélagshópum í Bretlandi,því stór hluti þeirra sem kaupa sér húsnæði á sólarströndum og eyða ellidögum þar eru Bretar,einnig er drjúgur hópur Breta sem setjast að á sólarströnd og opna bar til að hafa lifibrauð,þar flykkjast aðrir Bretar og skapa einskonar Litla Bretland,þeir borða breskan mat,tala ensku og læra lítið sem ekkert í tungumálið viðkomandi lands,né þekkja menningu og siði landsins,það sem ég hef heyrst þegar ég hef spurst fyrir um þetta "fyrirbæri" þá eru þeir svo leiðið á veðrinu heimafyrir,alltaf rigning,en er það nóg ástæða?


mbl.is Bresk ungmenni sukka á sólarströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi með föðurinn ?

Hverslags foreldrar geta gefið kornunga dóttir sína til manns á sextugsaldri.Margir segja jú þetta er leyft í múhameðstrú,og ef svo er þá þurfa múhameðstrúarmenn að athuga trúa sína,eða var faðirinn svo örvæntingafullur að hann einfaldlega seldi dóttir sína fyrir nokkra riyal,ef svo er þá er það sorglegt,svo ekki sé annað sagt.
mbl.is Beiðni um að átta ára stúlka fái skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt ad blogga med erlendu letri !!!

Ég á alltaf erfitt með að blogga thegar ég er ekki með tölvuna mína með íslensku letri.Ég nota púkann til að leiðrétta,en thad gengur ekki alltaf,thegar ég skrifa t.d. th,ae,thá leiðréttist ordid ekki. Thetta gerir thad að verkum að bloggið verður stafsetningalega séð stórskrítið.Ég veit ekki hvort ég sé að fara framá eitthvað óraunhaeft,en gott vaeri ef haegt vaeri að leiðrétta fleiri orð,thid sem eruð sérfraedingar í tölvum,búið til forrit til að leiðrétta frá erlendu letri,yfir á lesanlegri íslensku.

Slæmt mál fyrir Barcelóna.

Satt er það að rignt hefur mjög lítið á Spáni þetta árið,svo ástandið er mjög slæmt á mörgum stöðum.Þetta kennir manni að við lifum við forréttindi hér á Íslandi,eitthvað sem okkur finnst vera sjálfsagt mál.Hvenær dettur okkur í hug að við þurfum að spara vatnið,láta ekki renna endalaust ég er hrædd um að sú hugsun sé sjaldgæf hér á landi.Börnin á Spáni eru alin upp við það að láta vatnið ekki renna stöðugt þegar þau þvo sér eða bursta í sér tennurnar,og þegar við dveljumst á hóteli þar í landi þá er beiðni frá stjórnendum að spara vatnið.

Ég man eftir því þegar við vorum að vinna sem farastjórar í Benidorm,í kringum 1976-1979 þá var ástandið mjög slæmt,það var einfaldlega rennandi hreinsaður sjór í krönunum,og ég man eftir vatnsbílunum sem komu á hverjum degi á hótelin,það var hræðilegt ástandi,eftir að ég hætti að vinna í Benidorm þá kom ég þar ekki í 20 ár,ég var búin að fá mig kokfulla af vandræðum. Farþegarnir veiktust í hrönnum ég held að læknarnir hafi aldrei lent í öðru eins ástandi.Á eftir sturtu þá kom maður hvítari en eftir heilan vetur á íslandi,það var svo mikið salt í vatninu,ekkert skrítið hreinsaður sjór.

Ég hef lært að hugsa sem Spánverji hvað varðar vatnið,ég reyni að spara það,og núna er aðalferðamanna tíminn byrjaður,ég bara vona að við íslendingar spörum vatnið fyrir Spánverja á meðan við erum gestir í þeirra landi,og muna að kaupa vatn í brúsum fyrir kaffið.

 


mbl.is Drykkjarvatn til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef ekkert bloggað í 14 daga.

Lítið hefur farið fyrir bloggi hjá mér,hluti af ástæðunni er sú að ég hef verið erlendis,að skemmta mér,gaman gaman,var að koma heim í morgun eldsnemma.

Við litla fjölskyldan fórum til New York,við vorum þar í 4 nætur.Það var búð að segja okkur að gaman væri að heimsækja New York á þessum tíma og það reyndist svo sannarlega satt.New York búar gera borgina mjög jólalega í desember,enda flykkjast Bandaríkjamenn frá öðrum ríkjum þangað til að lifa þessa sérstöku stemmningu sem þar er.Það var gífurlegur mannfjöldi á götum borgarinnar að dáðst að jólaljósum og jólatrjám og öðrum skreytingum,svo mikill fjöldi að mér varð nóg um.

Við notuðum tímann vel,og notuðum þessa frábæru circle line bíla sem eru upp á tvær hæðir, við sátum á efri hæð undir berum himni,þar sátum við vel dúðuð,svo vel að varla sáust augun í okkur, enda nauðsynlegt þar sem það var mjög kalt í NY. Við gátum farið út úr bílnum á vissum stöðum og inn aftur þegar okkur hentaði.Farið var með okkur um alla borgina,og skoðuðum við það allra helsta Rocefeller center þar sem stórt og fallegt jólatré er og gaman að sjá unga sem gamla á skautum a.,Time square,Harlem,Greenwich village og fl.Við höfðum gaman af leiðsögumönnunum,þeir léku sín hlutverk vel,með mikilli innlifun,sem í raun þurfti ekki,við vildum aðeins heyra sögu hvers staðar fyrir sig,en svona eru Bandaríkjamenn.

Uppá Empire State Building fórum við,og fórum uppá áttugasta og aðra hæð,nógu hátt fyrir mig.Stórkostlegt útsýn þaðan.

Fyrir yngsta meðlim fjölskyldunnar fórum við að sjá stórkostlegt náttúrugripa safn, American Musemum of Natural History,þar eyddum við mörgu tímum enda safnið mjög stórt og glæsilegt,ég mæli með að þeir sem eru á þessum slóðum með börn þá er upplagt að sjá þetta safn.

New York er falleg borg með miklum og stórum byggingum ,en það sem stendur uppúr í þessari ferð er fólkið sjálft,allir sem við höfðum samskipti við voru einstaklega ljúfir og elskulegir,opnir og skemmtilegir og það segir mér meira um Bandarísku þjóðina en stórar byggingar.JoyfulWink

 

 


Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband