Tekið á málunum.

Ég vil óska lögreglunni til hamingju með þetta frábæra framtak, ekki veitir af. Fréttir af umferðaómenningu okkar hafa verið hrikalegar undanfarna daga, ökunýðingar teknir á 120-130 km hraða,og aðrir sem hafa verið teknir fyrir sama brot í umferðinni  aftur og aftur,hvað er að gerast,ekki veit ég það ,en allavega er þetta ekki gott og sama hvort ungir eða gamlir eiga í hlut.Hjá ungdómnum í dag þykir það hallærislegt að vera venjulegur, það að keyra á leyfilegum hraða, drekka ekki of mikið áfengi, taka ekki inn eiturlyf. Talsmátinn á helst að vera óskiljanlegur,það þykir eflaust hallærislegt að tala góða íslenska tungu, það á að bæta við enskum ljótum slettum í annað hvort orð (ég veit að þegar ég var yngri var þetta líka svona).Ekki veit ég hvað hægt er að gera,en kanski væri hægt að snúa blaðinu við,það sem þykir hallærislegt í dag verður hallærislegt á morgun og hið venjulega fær að njóta sín,það verður hallærislegt að keyra á of miklum hraða, hallærislegt að drekka sig útur fullann og hallærislegt að taka inn eiturlyf.Ég þykist vita að þetta á sem betur fer ekki við alla unglinga í dag, stór hluti þeirra eru góðir, dulegir og passa upp á sitt, en því miður er það alltaf svo að hinir setja svartann blett á hópinn.Það þarf að taka á umferðamálum og því fyrr því betraCrying Frown Shocking
mbl.is Umferðarátak lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eigum við ekki að horfa á björt hliðarnar lika þetta er ekki stór prósenta sem gerir svona,90% ökumanna virða umferðaregglur,en við verðum lika að skamma skussana sem  keyra ogf hægt þeir eru oft hættulegari/Löggan a´að segta þá lika!!!!/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.3.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú,jú Halli minn, satt segir þú, flestir keyra eins og þeir eiga að gera.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.3.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband