Virðingaleysi.

Þetta er sorgarsjón, að eitt af virðilegi eldri húsum Reykjavíkur,Hljómskálinn við Fríkirkjveg, skuli vera notaður  undir veggjakrot. Þetta er vandamál sem hefur aukist smátt og smátt undanfarin ár,og sama hvar ber við í Reykjavík og þar sem auður veggur er,þar er komið veggjakrot. Ég skil vel að þessir upprennandi listamenn þurfa að tjá tilfiningar sínar og láta í ljós hæfni sína, og ég neita því ekki að oft eru þetta hin glæsilegustu listaverk, EN þau eiga ekki að vera á húseignum einsog Hljómskálanum,Það þarf nauðsynlega að finna stað fyrir þessa listamenn, svo þeir geti fengið útrás á hugmyndum sínum. Lúðrasveit Reykjavíkur, ætti ekki að þurfa að eyða sínum peningum í að mála húsið aftur og aftur.


mbl.is „Höfum varla efni á að mála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þessi krotarar eru bara með skemmdarverk. Graffitilistamenn er allt annað og móðgun við þá að setja krotið undir sama hatt. Graffitti getur verið mjög flott og sómir sér vel á viðeigandi stöðum. Sjá http://www.banksy.co.uk/

Það þýðir ekkert að finna stað fyrir krassara til að leyfa þeim að krota af því sportið er spennan sem því fylgir að gera hluti sem ekki má.

Ég get ekki séð hugmyndir í þessu, þau sóða út hús og eigur fólks sem þarf að borga stórfé fyrir lagfæringar.

Ég held að það er fámennur hópur (mér grunar að þau séu ung að árum) vegna þess að mikið af krassið er eins og með sama handbragðinu. Sami smekklausi stíllinn er yfir þessu og hvert öðru ljótara. 

Nú þarf að taka á þessu af hörku. Reyna að standa fólk að verki og láta þá borga fyrir skaðann.

Heidi Strand, 4.4.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er ekki neinn sérfræðingur í þessu, og vil ekki móðga neinn,og það er satt. svona veggjakrot eiga ekki að leyfast á eigum fólks, þessvegna þarf að finna þeim stað þar sem þeir geta krotað eins og þeim sínist.

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.4.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt algjörlega sammála þessu þetta eru skemdaverk sem kom verður i veg fyrir/með ölli móti/Gleilega Páska /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 6.4.2007 kl. 16:45

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Alveg er ég sammál ykkur.  Ég er reyndar mjög ánægður með þá stefnu Reykjavikurborgar þar sem sagt er að það skuli vera búið að mála yfir veggjakort sem gert er á eignir borgarinnar, hvaða nöfnum sem það er kallað krot eða Graffiti innan 24 tíma.  En því miður virðist hreiniteymið ekki hafa undan.  En það er annað sé ég fæ ekki botn í það er einfaldlega sinnuleysi fyrirtækja og einstaklinga.  Hver vill hafa veggjakrot á eignum fyrirtækja nú eða íbúðahúsnæðisins sem maður starfar eða býr í.  Ekki ég, mér hefur fundist það sorglegt að sjá suma veggi vera með veggjakrot svo vikum, mánuðum eða jafnvel ári skiptir.  Þar vantar meira uppá metnaðinn og ættu þessir sömu aðilar vel að geta verið með sömu stefnu þe að mála yfir eða hreinsa innan 24 tíma frá því krotið er komið á.

Gleðilega páska öllsömul.

Óttarr Makuch, 8.4.2007 kl. 10:59

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þessi skemmdarverk eru alveg óþolandi, ég er á því að ná þurfi í þessa aðila og láta þá taka ábyrgð á skemmdinni með einhverjum hætti. Oft eru þetta sömu einstaklingarnir. Það dugar ekki bara að hreinsa og hreinsa þó  ég viti vel að við verðum að hreinsa þetta annars drappast allt niður og verður eins og í Harlem eða álíka.
Mesta fúttið hjá þessum skemmdarvörgum er einmitt að koma aftur þegar búið er að hreinsa og krota. Þeir sem þetta gera eru síður en svo í góðum málum. Með því að ná í skottið á þeim er einnig hægt að kanna möguleika á að hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra.

Kolbrún Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 11:21

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er líka sammála, ykkur Óttarr og Kolbrún best væri að þeir sem eru að krota hreinsi þetta burt sjálfir, það væri kanski leið til að þeir hættu þessu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.4.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband