Kosið erlendis.

Ég las grein í einu dagblaði að hægt væri að kjósa til alþingiskosninga á KLÖRU BAR sem allir eiga að þekkja á Kanaríeyjum. Að mörgu leyti finnst mér þetta gott mál en ekki að öllu leyti,hugmyndin á bak við þetta er góð .Þetta hjálpar þeim sem vilja kjósa og eru staddir erlendis,þ.e.a.s. þeir sem eru  í hópferðum og eru kanski 300-400 manns á staðnum,ef ekki væri hægt að kjósa hjá Klöru þá þyrftu þeir eftilvill að leita uppi konsúl sem er oft í öðrum bæjarhluta eða í annarri borg, svo þurfa þeir sem hafa kosið að senda sín atkvæði sjálfir með pósti. Ég þekki þetta sjálf að eigin raun, ég bjó í Montpellier í Frakklandi í 2 ár,seinna árið voru alþingiskosningar og þurfti ég að fara um 200 km til að geta kosið, sem ég gerði að sjálfsögðu ekki,þar töpuðust 2 atkvæði míns og mannsins míns.Ég er ekki beint hrifin af því að þeir sem vilja kjósa á Kanarí þurfi að kjósa á bar,aðrir möguleikar ættu að vera til staðar,í  raun er ég alveg hissa á utanríkisráðuneytinu að sjá ekki um að koma fyrir kosningaskrifstofum á þessum stöðum þar sem flestir íslendingar eru á sólarlandaströnd, það er ekki víst að Valgerður utanríkisráðherra geri sér grein fyrir því að á þessum tíma árs eru um 1200-1500 manns jafnvel meira, að spóka sig í sólinni. Ég er alveg viss um að það er hægt að koma þessu í framkvæmd með hjálp ferðaskrifstofana,og þá einum starfsmanni til að sjá um að kosningin fari löglega fram, og þetta ætti ekki að kosta mjög mikið því skrifstofan þarf aðeins að vera opin í 2-3 vikur. Ég legg til að þeir sem eiga að sjá um þessi mál taki þetta til athugunar, og þá núna strax fyrir þessar kosningar það er enn tími.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð pæling.  Held líka að langflestir sem myndu kjósa á Klöru bar myndu kjósa rétt eða sömu stjórn áfram þannig að til mikils er að vinna fyrir sitjandi ríkisstjórn að koma þessu á.  Þetta segi ég af því fólk sem hefur efni á því að fara út í góð frí hlýtur oftast að hafa það gott og vera sátt við tilveru sína í íslensku samfélagi.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Fólk sem ekki býr í útlöndum og er einungis á ferðalagi, ætti nú alveg að geta séð til þess að vera búin að kjósa heima  á frónni áður en það fer. Ekki  satt?

Ósk Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ósk. Sumir sérstaklega eldri borgarar eru það lengi erlendis 1-2 mánuði, og hafa þá ekki möguleika á að kjósa hér heima,er þá ekki í lagi sjá til þess að þeir geti kosið.

Svavar,það er spurning hvenær maður kýs rétt svo held ég að allir flokkar þurfi á sínum atkvæðum að halda, allavega er ekki annað að sjá á kosningabaráttunni sem er hafin þegar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.4.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband