Bílum lagt.

Hjólað í vinnuna,þetta átak er af hinu góða til að fá fólk til að nota bílinn minna, en ég verð reyndar að segja eins og er ,  ég get ekki séð ráðherra eða þá sem eru að vinna t.d. í bönkum eða öðrum skrifstofum koma hjólandi í vinnuna.Sjáið þið fyrir ykkur  konur sem vinna í drögtum og á háum hælum og full málaðar í framan hjólandi,ég geri ráð fyrir að þær muni koma sveittar og illa til hafðar eftir hjólreiðtúrin og það sama á við karlmennina,því það er ekki á öllum vinnustöðum aðstaða til að skipta um fatnað. Átakið ætti kanski frekar að fara fram um helgi þegar fjölskyldan getur farið saman að hjóla
mbl.is Ráðherrar á reiðhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Sæl María,

Það er  allveg vitað að það henti ekki öllum að hjóla.  Það er ekki markmiðið að 100% og ekki einusinni  70%  allra ferða séu farnar öðruvisi en á bíl.   Markmiðið er að  sýna fram á  möguleikana,   og  svo  er vonast  til að   fleiri  og fleiri  sjái  það, bæði almenningur og ráðamenn að  reiðhjólið sé raunhæft samgöngutæki.  Og fyrir marga er raunhæft að ganga eða nota strætó til samgangna. 

Með bættri vitund og jafnræði milli samgöngumáta , þeas að það sé ekki svona mikið miðað við "allir"  fara um á bílum, geta aðstæður til hjólreiða batnað.  Og hver hjólreiðamaður sparar  samfélaginu  amk 300.000 krónur   á ári, að stórum hluta vegna útgjalda tengd heilsu og sjúkdóma.

( Sit í undirbúningsnefnd Hjólað í vinnuna )  

Morten Lange, 3.5.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband