Ég las í blaði fyrir nokkrum dögum grein um matareitrun og þjófnað á erlendir grund. Þar voru talin upp nokkur lönd þar sem mestur þjófnaður var og mesta matareitrunin er.Þau lönd sem mest hætta var á að fá sýkingu og matateitrun var á Spáni,Kanaríeyjum (sem er Spánn) Taílandi og Austur-Evrópu. Ég ætla ekki að tala um önnur lönd en Spán þar sem ég þekki best til.þegar gerðar eru svona kannanir þá verður að taka með í reikninginn þann fjölda ferðamanna sem heimsækir landið árlega og á Spáni þá er ferðamannafjöldinn um 58 miljónir á ári, og það segir sig sjálft að fólk fær í magann á Spáni vegna þess að þar eru flestir ferðamenn,annað væri óeðlilegt, ferðamenn fá ekki í magann í löndum þar sem ferðamenn eru óverulegir.Svo er annað mál af hverju fá ferðamenn sýkingu í maga,þar sem ég hef unnið sem leiðsögumaður á Spáni og Portúgal í um 20 ár, þá hef ég þurft að eiga við svona magakveisumál oftar en einu sinni,það sem ég hef ráðlagt mínum ferðamönnum í gegnum árin er það að :við erum að koma frá köldu landi þar sem við þurfum ekki að drekka nein gríðina ósköp,en þegar við komum í heitari lönd þá þurfum við meiri vökva, en við verðum að fara varlega fyrst til að byrja með, vegna þess að maginn er ekki vanur að sulla saman,:bjór,rauðvíni,kók,kaffi vatni jafnvel ís og klaka þar að auki út í drykkina, síðan liggjum við eins og skötur í sólinni líkaminn hitnar og við köstum okkur til sunds í ískalt vatnið og það er sama hvort við erum nýbúin að borða og drekka eða ekki,þá fyrst gefur maginn sig. Ég man mín fyrstu ár Spáni,þá fóru Spánverjar ekki í sund eða í sjóinn fyrr en 2-3 klukkutímum eftir að þeir voru búnir að borða þetta var gert til þess að maginn fengi frið til að melta matinn,og þetta ættu allir að hafa í huga.Síðan á auðvitað að velja matarstaðina,ekki fara inn á hvaða stað sem er sem er á ströndinni ,ég hafði það alltaf fyrir reglu að fara inn á salerni til að athuga hvort rennandi vatn væri til staðar á viðkomandi veitingarstað, þá fannst mér í lagi að borða þar.þetta var reyndar hér áður fyrr,það er allt svo breytt í dag.Varðandi þjófnað þá væri gest fyrir ferðamenn að vera ekki með of mikla peninga á sér og konurnar ekki að vera með of mikið af skartgripum.Þetta læt ég duga í bili en ég á eftir að segja ykkur frá einni skemmtilegri sögu sem kom fyrir einn góðborgara hér í bæ,saga er honum til hrós,en það verður seinna.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Athugasemdir
Þrymur minn,þú borðar bara ekki nóg af b-vítamíni áður en þú ferð í ferðina,þú ert með alltof sætt blóð.
Guðmundur,auðvitað bjargar rauðvínið mörgum.Ég man þegar ég fór að vinna í Portúgal í fyrsta sinn,þá lá við að ekki væru bankar á staðnum,hvað þa´heldur krítarkort.
María Anna P Kristjánsdóttir, 26.6.2007 kl. 21:13
Ég man þegar ég fór til Indlands fyrir 20 árum þá var okkur ráðlagt af vönum ferðamönnum að taka með eðalkonjak og drekka eitt staup á hverjum degi alla ferðina, þá fengjum við örugglega ekki í magann. Við keyptum samviskusamlega konjak í fríhöfninni og fyrsta kvöldið var tekin upp flaskan fyrir staupið góða. En eðalkonjakið þótti svo gott að flaskan kláraðist þarna fyrsta kvöldið og morguninn eftir voru allir með magapínu. Þetta sýnir að hófsemin er best allra dyggða.
Lárus Vilhjálmsson, 27.6.2007 kl. 11:05
Ég man eftir því þegar ég fór í skoðunarferð til Granada með eldriborgara,við lögðum af stað eldsnemma og áætluðum að haf fyrsta stoppið okkar um kl 09.00,þegar við komum að þeim stað þar sem við ætluðum að fá okkur kaffi,þá sáum við hvar eldi borgararnir höfðu raðað sér upp við barinn þetta voru um 50 manns,við fórum að athuga hvað þeir voru að panta sér og viti menn.allir sem einn voru komnir með bestu tegund af koníaki í hönd,við fórum að spyrjast fyrir hversvegna þær drykkju koníak svona snemma,jú hjúkrunarfræðingurinn sem var með í ferðinni hafði ráðlagt þeim að fá sér koníak strax á morgnana.Ég er búin að minnast þess atvikist oft,því ég hafði gaman af því.
María Anna P Kristjánsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.