N um McCann málið...

Nú segjast foreldrarnir ætla að rjúfa þögnina og sega frá því hvernig erfðarefni úr Madeleine litu komst í bílaleigu bílinn.Þau verða í raun að fara að opna sig,portúgalska lögreglan kvartar yfir því að þau séu loðin í svörum og hafa ekki svarað 40 spurningum sem lagðar voru fyrir þau,nú hefur portúgalska lögreglan farið fram á að breska lögreglan spyrji hjónin út í þessar spurningar,sem þau væntanlega svara.Ég álít að það sé mjög auðvelt fyrir þau að segja hvað sem er í sambandi við erfðarefnin,að þau komi úr tvíburunum,ég veit ekkert um erfðarefni en ég hélt að hver manneskja ætti sín eigin erfðarefni,kannski er það vitleysa í mér.Ef þau eru fullkomlega saklaus af hverju þurfa þau að ráða til sín frægasta og væntanlega dýrasta lögfræðing Bretaveldis,þann sem varði fyrrverandi einræðisherra  Chile,og ekki hann neinn engill,hann var hreinn og beinn glæpamaður.Hjónin eru saklaus þar til sekt er sönnuð,en óneitanlega finnst mér þetta mál vera eins og allsherjar drullupollur,og þar hjálpa hjónin ekki til,því þau koma ekki alveg hreint fram,og á meðan svona er þá halda þau áfram með auglýsingaherferð til að leita að Madeleine litlu.Þó svo að ég trúi hjónunum ekki alveg,þá skiptir mitt álit engu,en ég vona svo sannarlega að barnið finnist á lífi og að hjónin séu saklaus.
mbl.is Foreldrar Madeleine sögð ætla að rjúfa þögnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Birgisson

Það eru nokkur atriði sem ég á erfitt með að fá til að passa við það að þau séu sek.

- Af hverju hafa þau lagt mikla vinnu í að halda rannsókninni og leitinni áfram ef þau eru hin seku sem verið væri að leita að. Nóg hefði verið að sýna rannsókn rétt nægilegan áhuga til að beina ekki grun að sér.

-  Hvernig tókst þeim að fela lík barnsins það nálægt að það þurfti að færa það og af hverju voru þau að færa það og taka þannig áhættu á að sjást ef fylgst er með þeim.

- Ef þau voru að flytja lík þá hefði verið mjög auðvelt að ganga þannig frá því með einföldum plastdúk svo ekki færu lífssýni í skottið. McCann.

Umræddum lögfræðing tókst að verja þræl sekann einræðisherran af því að hann er fær lögfræðingur. Ég get ekki tekið undir þá skoðun að þeir sem eru saklausir ásakaðir geti bara fengið sér lélega lögfræðinga eða enga. Annars hljóti þeir að vera sekir. Ef ég væri saklaus ásakaður fyrir viðbjóðslegan glæp myndi ég fá alla þá hjálp sem ég gæti til að hreynsa mannorð mitt. 

Georg Birgisson, 19.9.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú betra er að hafa góðan lögfræðing þegar svona mál eru fyrir hendi.Ég tek það fram að ég vildi óska þess að þessi grunsemd mín væri vitleysa,en ég get ekki séð af hverju á að ræna litlu barni frá íbúð sem er á 2 eða 3 hæð og síðan rogast með barnið niður stiga eða í lyftu,þetta eru ferðamanna íbúðir og nánast alltaf einhver á ferðinni.Það er mjög auðvelt að ræðna barni af ströndinni ef einhver er með svona  ljótar hugsanir.Ennfremur finnst mér skrítið hve mikla auglýsingu þetta mál hefur fengið, frá hendi foreldrana.það er fullt af börnum sem hafa horfið í heiminum og ekki hefur verið safnað fyrir þau,né hafa þau fengið þetta auglýsingafár sem þetta mál hefur fengið.Ég vil meina að allt þetta auglýsingafár sé til að villa fyrir.Ég vona að allt þetta sé vitlaust hjá mér,það er best fyrir alla aðila.

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.9.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt /Málið virðist dautt/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.9.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband