Hvað er hægt að gera annað en að vera duglegur !!!

Íslendingar eru jú duglegir,flestir í tveim til þrem vinnum,hvað getum við gert annað.Stór hluti þjóðarinnar lifir ekki af þessum launum sem þeir fá,og hvað er hægt að gera í stöðunni, jú vinna stanslausa aukavinnu,vera minna heima hjá börnunum og koma þeim fyrir á dagheimilum og síðan hjá ættingjum og vinum,ég hef áður sagt í bloggi hjá mér að fjölskyldan hefur breyst að því leiti að foreldrar eru með börnunum á morgnana til að koma þeim á dagheimilið og síðan á kvöldin til að koma þeim í háttinn.Þjóðfélagið hefur mikið breyst að undaförnu,mikil stéttaskipting,margir sem hafa það gott en aðrir sem hafa það virkilega gott,það er svo kallað þotulið, síðan kemur hópur af fólki sem verður að vinna myrkranna á milli,allir vilja hafa það gott segir í einhverju laginu.Þetta er sennilega ein af ástæðum þess að við þykjum duglegust af öllum löndum Evrópu.Er þetta ekki bara blekking,að vera svona ofboðslega dugleg,er það ekki bara knýjandi þörf ?GetLost
mbl.is Íslendingar duglegastir Evrópuþjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Dugnaður hefur lengi verið talinn til æðstu dyggða hjá þessari þjóð, held ég, stundum á kostnað ýmislegs annars, svo sem góðrar heilsu og lífsgleði, og verðmæta eins og uppeldis yngstu kynslóðarinnar. Dugnaðurinn við að verða sér úti um veraldlega hluti mætti raðast skör lægra hjá okkur en þetta sem ég taldi upp, að mínu áliti. Lífshamingja mælist ekki í fermetrafjölda af steinsteypu,  eða stærðinni á jeppa eða flatskjá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.10.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég tek svo sannarlega undir þetta hjá ykkur báðum.Eins og þú segir Gréta Björg lífhamingja mælist ekki í fermetrum.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.10.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Jú, jú stelpur, aðalmálið í lífinu er sko risa flatskjár!! er það ekki? ....  híhí

Nei, ég er algjörlega sammála, það er heldur ekki nóg að vinna fyrir öllum fermetrunum, við þurfum að geta notið þess að búa í þeim. Og þá meina ég virkilega njóta þess. Lífið er svoooooo yndislegt þegar við munum eftir því að njóta þess sem það býður uppá. Við þurfum ekki alltaf meira eða stærra af öllu, bara smá eins og eitt lítið blóm eða fallegt haustlauf og maður getur ekki annað en glaðst yfir fegurðinni.

oh... eða horfa á brosandi andlit barnabarnsins.... mmm bara eintóm hamingja

En hvað er ég að tuða, ég vinn ekki handtak sjálf! Sit og sauma og tek myndir allan daginn og syng svo með litla englinum mínum sem varð eins árs fyrir viku síðan

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.10.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hamingja fellst í því að finna frið og gleði innra með sér sjálfur,utanaðkomandi hlutir eru nauðsynlegir en veita ekki hamingju.

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.10.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband