Ballið byrjað aftur,á að selja léttvín og bjór í verslunum ?

Þá er byrjað að þrefa eina ferðina enn um hvort selja eigi léttvín og bjór í matvöruverslunum,ég segi nei.Þessir nýju og ungu þingmenn virðast leggja ofuráherslu á þetta máefni,er ekki hægt að ræða eitthvað sem skiptir meira máli.Vín yfir höfuðið er vel sett þar sem það er í sérstökum verslunum,þar sem aðgát er höfð hver kaupir hinar guðlegu veigar.

Íslendingar hafa þann háttinn á að mæla okkur við hinar stóru þjóðir í einu og öllu,líka í þessu máli,ég held að við ættum þá einnig að athuga hvernig ástandið er í áfengismálum hjá þessum þjóðum sem við miðum okkur við.

 Ég þekki til Spánar þar sem áfengir drykkir eru í öllum verslunum og mjög auðvelt að nálgast,en er ástandið gott,nei það er það ekki.Spánverjar hafa stórar áhyggjur af ungviði sínum vegna drykkju,unglingarnir kaupa líters flöskur af sterkum bjór,léttu víni þeir eru ekki eins mikið í sterkur drykkjum þetta kaupa þeir í þegar að helgum kemur og eru þeir að skemmta sér alla nóttina eins og hér á íslandi

.Annað sem er mikið áhyggju efni á Spáni er akstur undir áhrifum áfengis,hvað unglinga varðar þá hefur það verið í tísku í mörg ár að aka á móti umferð á stórri hraðbraut,þar eru unglingarnir að spila rússneska rúllettu, ekki með byssu í þessu tilviki heldur akandi á bíl,það eru fleiri en1 eða tveir sem hafa látið lífið á þennan hátt.Spánverjar hafa gert sérstakt átak til að laga þessi mál hjá sér.

Ef við hugsum okkur hvernig eigi að standa að sölu áfengis í matvöruverslunum,þá hugsa ég að málið muni verða erfitt fyrir þá sem reka verslanirnar.Erfitt er í dag að ráða starfsfólk,og oft á tíðum eru krakkar 14-15 ára að afgreiða í stórmörkuðum,vegna þess að ekki fást aðrir í þessi störf,og er það þetta sem við viljum,að börn afgreiði okkur með áfengi,verður eitthvað léttara að fá starfsfólk í  verslanir eftir að áfengi verður selt þar?.Ég held að þingmennirnir okkar verði að koma sjáfum sér niður á jörðina,þeir þurfa að athuga hvað er að gerast fyrir utan veggja Alþingis,hjá hinum almenna borgara.Errm


mbl.is Þrefað um sölu á léttvíni og bjór á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að málið snúist í rauninni fyrst og fremst um það hver á að hafa réttinn til að selja áfengi, ríkið eða bara Bónus og Hagkaup? Ég er alveg á móti því að stóru verslunarkeðjurnar fá réttinn til að selja áfengi, þá er betra að ríkið hafi það á hendi.

Eins og er er hægt að kaupa áfengi út um allt, vínbúðir eru í öllum hverfum (og ágæt þjónusta) og ef maður keyrir suðurlandið þá eru vínbúðir mjög oft í sama húsi og bensínsölurnar!

Ég held að það verði aldrei selt áfengi í venjulegum búðum á Íslandi, það er of flókið þar sem ekki má selja unglingum það. Mér fannst ágæt lausn hjá skotum fyrir mörgum árum að þar eru áfengisbúðirnar í matvörubúðum, en eru samt "búð í búðinni", með sér kassa og afgreiðslu, svipað eins og er nú í Garðheimum, þar sem er innangengt í vínbúðina. Þetta er auðvitað svipað í stóru verslunarhúsunum hér, þar eru alls staðar vínbúðir. Þannig að, þetta snýst fyrst og fremst um réttinn til að selja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það gæti gengið eins og Skotar gerðu þetta búð í búð,en söluréttinn á ríkið að hafa.

María Anna P Kristjánsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Er þetta ekki bara alveg ágætt eins og það er?

Það er svo margt annað mikilvægara sem hægt væri að tala um á Alþingi, ég gæti alveg bent þeim á eitt og annað sko. Heldurðu að einhver myndi hlusta?

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:03

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vil hafa þetta eins og það er en það vilja víst ekki allir.

María Anna P Kristjánsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:33

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já Guðmundur,ég get ekki séð hverju það breyti að hafa vín í þeim verslunum sem það er í þegar,ef fólk vill kaupa vín þá á það ekki að skipta máli hvert það fer.Ég til dæmis fer bæinn á enda til að kaupa gott brauð.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband