Í þágu hvers er sala á áfengi í matvöruverslunum ?

Ég held að það komi fáum á óvart að stórmarkaðir eru þegar komnir í startholurnar,þeir eru tilbúnir til að taka á móti bjór og léttvíni í verslanirnar.Það kæmi mér ekki á óvart þó að þessi eilífa umræða séu frá þeirra undirlagi,er það ekki fyrst og fremst í þeirra þágu að fá áfengið inn í verslanirnar.?

Ég horfði á Kastljós þar sem rætt var um þessi mál við Sigurð Kára og Þórlind,ég tók eftir því að Sigurður Kári brosti þegar Þórlindur sagði að löndin í suður Evrópu hefðu verulegar áhyggjur af áfengisneyslu landa sinna, og ætluðu jafnvel að breyta sölu fyrirkomulaginu,Sigurður Kári sýndi með þessu brosi að hann einfaldlega trúði Þórlindi ekki.En ég held að Sigurður Kári ætti að taka Þórlind alvarlega hvað þetta varðar.Ég sem almennur borgar get ég sagt ykkur að það sem Þórlindur sagði er hreinn sannleikur,því ég hef heyrt þessar umræður sjálf í sjónvarpsþætti frá einu suðrænu landi,þar sem áfengir drykkir eru seldir í stórmörkuðum.

Þýðir þetta ekki að við Íslendingar munum stíga spor afturábak ef við leyfum sölu áfengis í matvöruverslunum,á meðan lönd í suður Evrópu hugleiða að taka upp okkar sölukerfi.

Það er hægt að ræða stanslaust um þjónustu við okkur borgarana,en er þetta sú þjónusta sem við þurfum núna á þessari stundu,eru ekki mörg önnur mál sem þarf að leysa á undan.


mbl.is Í startholunum með Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Auðvitað hafa yfirvöld um alla Evrópu áhyggjur af áfengisneyslu og skaðsömum afleiðingum hennar. Ég man þó ekki eftir að hafa heyrt að til standi að takmarka aðgengi að áfengi þ.e. taka það úr stórmörkuðum. Meginatriðið í þessu máli er ekki hvaða hagsmunir verslanir hafa, heldur hvort að núverandi áfengisstefna er að virka. Hefur dregið úr skaðsemi áfengis, hefur dregið úr of mikilli drykkju (binge drinking)? Það er erfitt að sjá það á Íslandi og er þá ekki þörf á annarri nálgun? Þeir sem vilja drekka sig til stórskaða munu ná sér í áfengi hvort sem aðgengi er gott eða slæmt. Þetta mál snýst meira um aðgengi annarra.

Daði Einarsson, 18.10.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Ásta

Það er nú reyndar þannig í Dk að áfengisneysla er í gífurleg og að jafnaði eru vandamál vegna þess mikil. 

Þetta er orðin ansi þungur baggi á heilbrigðiskerfinu hjá frændum okkar Dönum, sem eru m.a.s. farnir að líta til Íslands með hvernig megi sporna við þessar þróun hjá þeim!

Því held ég að það þurfi einmitt að fara út í sölu á áfengi í stórmörkuðum að vel athugðu máli.

(og tel reyndar að íslendingar séu ekki tilbúnir í þá "ábyrgð" sem því fylgir)

Ásta , 18.10.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Daði,ég get ekki séð hverju það breyti,því þeir sem vilja kaupa áfengi fara hvort sem er í ríkið að versla.Það er það sama í suður Evrópu,áfengi verður ekki tekið úr matvöruverslunum,en áhyggjurnar eru samt til staðar.

Ásta Sóley,það þarf ekki suður Evrópu til,ef Danir eru farnir að líta til okkar,þá segir það okkur að kerfið okkar er ekki sem verst.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að færa áfengissöluna inn í stórmarkaðina er eingöngu í þágu eigenda þeirra, ekki fólksins í landinu. Eins og er er enginn vandi, fyrir þá sem aldur hafa til, að nálgast áfenga drykki í einhverjum þeirra fjölda vínbúða sem ríkið rekur vítt og breitt um landið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2007 kl. 12:08

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég er hjartanlega sammála þér vínbúðir eiga að vera eins og þær eru byggðar upp í dag. Fólk fer þegar því hentar opnunartími vínbúða hafa breyst til batnaðar og mjög góð þjónusta og starfsfólk mjög vinalegt við þjónustu störf.

Ég er hræddur um að ef þetta fari í verslanir þá muni þetta vínmál fara úr skorðum.

Þótt ég hafi þessa skoðun þá er ekkert um afturáhald í þessum málum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.10.2007 kl. 12:10

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jón Frímann,þú mátt kalla þetta afturhald,ég flokka mig ekki undir afturhald,af hverju á áfengismenning okkar að vera eins og hún er vegna þess að áfengi er selt í sérstökum verslunum? Er áfengisneysla Íslendinga ekki á valdi hvers og eins, það erum við sem ráðumvið manneskjurnar við stjórnum því hve mikið við drekkum hvar og hvenær.Sem sagt við eigum að breytast heilmikið með frjálsri vínsölu,ég held ekki.

Það er eins og Jóhann segir þjónustan í vínbúðunum er mjög góð.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 12:28

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eru þetta virkilega Sjálfstæðismenn sem tala svona,um boð og bönn!!!!auðvitað á þetta að vera til sölu í stórmörkuðum/en ekki hvað/hver er munurinn ,afturhald eins og Jón Frimann segir, og ekkert annað/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2007 kl. 15:18

8 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Játa hér og nú að það er gert í mína þágu.

Tryggvi L. Skjaldarson, 18.10.2007 kl. 17:28

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Halli minn,ég verð þá bara að vera afturhald,en ég vil alls ekki leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.Hvað munar ykkur um að fara í ríkið,við getum hvort sem er ekki keypt allt sem okkur vantar í matvöruverslunum,við verðum alltaf að fara annað.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 21:08

10 Smámynd: Grímur Kjartansson

það eru 111 mismunandi sölueiningar af bjór til sölu í Heiðrúnu og Kringlunni
Þega verður búið að samþykkja þetta þá verður einungs Bónusbjór aðgengilegur því ÁTVR verður að loka vegna samkeppnislaga.

Grímur Kjartansson, 18.10.2007 kl. 21:11

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er nú ekki viss um að almenningur kærir sig um að kaupa bara Bónusbjór,þegar hægt er að fá 111 mism.tegundir núa hjá ÁTVR.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 21:21

12 Smámynd: lipurtá

Sigurður Kári er kannski ekki upplýstur um það hversu alvarleg vandamál áfengisneysla skapar. Þess vegna getur hann hlegið í þessu samhengi. Hann veit ekki hve mörg ungmenni deyja vegna áfengisneylsu. Hve mörg bílslys má rekja til þess að fólk er að keyra undir áhrifum. Hve margar fjölskyldur eru í molum vegna alkóhólisma. Þessi áfengissölumál eru alvarlegri en svo að hægt sé að afgreiða þau með léttúð og hroka. Auðvitað vilja peningamennirnir græða á áfengissölu í verslunum sínum, það er ekkert skrýtið. Þeir vilja græða á öllu. Peningagróðinn er settur ofar öllu!  En þetta snýst um heilbrigði, heilsufar og hamingju. Ekki áfengi í matvöruverslanir!

lipurtá, 18.10.2007 kl. 21:45

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg hlæ ekki af áfengisvandamáli,tek það mjög alvarlega!!!þekki margan sem á við Það á búa/og finn mikið til með þvi fólki/en þá er það bara áfengisbann sem gyldir,það var reynt en það klikkaði/það er leifilegt að drekka þetta 20 ára og eldri/hvað er til ráða/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2007 kl. 22:03

14 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Lipurtá er með sterk rök,takk fyrir það.Áfengi hefur farið illa með margar fjölskyldur.

Halli hér áðan ætlaði ég að segja að ég er kannski afturhald en ég er fyrst og fremst ÍHALD.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:24

15 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir það Þrymur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.10.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband