Börnin okkar framtíð landsins,viljum við ekki státa af vel menntuðum börnum og þjóðfélagi ?

Sorglegt er að vita til þess að stjórnvöld hafa ekki stórar áhyggjur þó svo að þeirra eigin börn og barnabörn fái ekki það sem þau eiga skilið,þar er góða kennslu í skólunum,góða og umhyggjusama kennara.

Við borgum töluverða skatta í þessu þjóðfélagi,og það er skilda að börnin okkar gangi í skóla frá 6 ára aldri til 16 ára,en ef ekki fást vel lærðir kennarar og vel lært almennt starfsfólk,vegna þess að launin eru léleg þá spyr maður sig,í hvað fara skattpeningarnir ?

Kennarar eru ásamt foreldrunum meðuppalendur baranna okkar,þeir eru hátt upp í jafn langan tíma a dag með börnunum okkar,þeir þekkja börnin okkar vel vita um alla þeirra kenjar og siði,og oft á tíðum hafa það verið kennarar sem benda foreldrum á ef eitthvað misferli er í þroska barnsins.Að slík störf skuli ekki vera metin í launum og borin virðing fyrir er í raun til skammar.

Af hverju ættu önnur störf að vera betur launuð en kennarastarfið,og af hverju hefur virðing á þessu starfi farið niður á við.? er það vegna þess að kennarar eru í aðeins meira fríi á sumrin en við hin,það er léleg afsökun, sumum finnst kennarar ekki vinna neitt,líka léleg afsökun.Það fer alltaf fækkandi þeim kennurum sem vilja vinna við þetta hugsjónarstarf,og þegar þeir fáu sem eftir eru segja hingað og ekki lengra þá erum við komin í slæm mál.Ég er mest hissa á því að kennarar skuli ekki vera komnir í það sem er kallað ÚTRÁS.Það er í tísku í dag.Wink

 

 

 

 


mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt þetta er málið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kennslan er því miður mjög vanmetið starf og hefur verið í þó nokkur ár. Þó vitum við hvað góður kennari getur gert ómetanlega hluti. Vonandi að eitthvað verði gert í þessu eins og öðru, það er ýmislegt sem þarf að taka á í samfélaginu okkar. Mest áríðandi málin hafa algjörlega setið á hakanum

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:28

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er hræðilegt að hugsa til þess að þjóðfélagið skuli kosta miklum peningum til að mennta kennara, en að síðan sé látið eins og ekki séu til peningar til að borga þessu sama fólki þau laun sem til þarf til að keppa við einkamarkaðinn. Í raun og veru er þetta hagstjórnarleg firra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er sammála ykkur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband