Kemur ekki á óvart !!

Góður nætursvefn er gulls ígildi.Það er sama hvort við tölum um börn eða fullorðna við þurfum öll að fá góðan nætursvefn.Ég er dálítið hrædd um að börn í dag fari seint að sofa,það þykir svo spennandi að geta vakað ,sum börn hanga í tölvunum langt frameftir jafnvel framyfir miðnætti og það á virkum degi.Hvernig er hægt að búast við reglufestu í lífi barns ef það sefur ekki vel og borðar ekki vel og rétt,þegar börn verða þreytt og stressuð,og það hefur örugglega áhrif á líkamsstarfsemina.Reglulegt matarræði,regluleg hreyfing og reglulegur svefn hlýtur að vera það sem er best fyrir börn og fullorðna.


mbl.is Tengsl milli svefnleysis barna og offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Þessi orð þín eru rétt það er með ólíkindum hvernig þessi þróun hefur orðið á undanförnum árum og sú tækni sem þessum börnum stendur til boða. Það sem er alvarlegasta í þessu máli er hvað börnin fara seint að hvíla sig eftir erfiði dagsins, þau þurfa að hvíla sig minnst 8 tíma til þess að geta notið sín.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.11.2007 kl. 12:54

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, við þurfum víst öll að sofa, til að geta svo vakað á daginn Undarlegt vandamál, en þau eru mörg undarleg þessi vandamál sko.

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jóhann,ég tel að þetta sé vandamál,börn fara alltof seint að sofa og fá  alls ekki næga hvíld,enda kvarta kennarar yfir þessu.

Já satt segir þú Ragnhildur,vandamálin eru mörg undarleg,en þetta með hvíldina er okkur öllum nauðsynleg.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér hefur alltaf fundist dálítið furðulegt hvað mörgum landa minna finnst sjálfsagt að vaka að staðaldri fram yfir miðnætti þó þeir eigi að mæta eldsnemma til vinnu daginn eftir. Það mætti stundum halda að það þyki sérstök dyggð að vinna mikið og sofa lítið, helst ekki nema 4-5 tíma á sólarhring. Engin furða hversu mikið stress er í gangi í þjóðfélaginu - en langverst er það þegar þetta er farið að ná til barnanna líka og sjálfsagt þykir að þau vaki fram á rauða nótt. Í mínu ungdæmi áttu börn að fara í háttinn klukkan átta (eða þar um bil), stundum finnst manni að það hafi nú hreinlega verið í fornöld svo mikið hafa siðir breyst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gréta Björg,við sem hugsum svona eins og þú og ég og fleiri þykjum gamaldags,því miður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 07:44

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Þessi umræða er mjög þörf og mætti taka hana alvarlega. Það er ekki holt fyrir unglinga að vaka eins og þeim hentar. Foreldrar þurfa að taka á þessu og hafa stjórn á sínu heimili. Varandi stressið það er viðloðandi í okkar þjóðfélagi að svo sé. Enn og aftur þörf umræða.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 8.11.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jóhann,ég hef alltaf sagt það að það þarf að koma á meiri reglufestu,bæði hjá unglingum og foreldrum ekki síður.Þetta er þörf umræða,en það eru fyrst og fremst foreldrarnir sem eiga að setja reglur og fara eftir þeim,en ,allir eru svo uppeknir í dag.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já og sumir foreldrar hérna(ég) .... hmmm ættu að vera sofnaðir ....

Góða nótt og kærar þakkir fyrir daginn María og Gréta

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 01:09

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já satt segir þú Ragnhildur,takk fyrir daginn þó ég hafi komið svona seint það var gaman að skoða þessa litlu búð í Hellisgerði.

María Anna P Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband