Enska jólakakan er í ofninum að bakast.Smá hugleiðingar.

Ég vaknaði upp í morgun í bökunar stuði.Enska jólakakan er í ofninum,ég hef bakað sömu uppskrift í mörg ár,ég reyndar ætlaði að breyta til og var í allt gærkveldi að reyna að finna aðra uppskrift sem mér leyst vel á en allt kom fyrir ekki,ég notaði góðu gömlu uppskriftina með fullt af ávöxtum,hnetum og allskonar góðgæti.Það er svo skrítið,ég drekk aldrei áfengi vegna þess að ég held að það sé vont,en þegar desember nálgast þá verð ég alltaf að eiga mitt koníak,og sherry. Það eru einu skiptin sem ég fer á fyllirí,það er þegar ég fæ mér bita af jólakökunni minni og gæði mér á konfektinu sem ég bý til,þá spara ég ekki vínið því mér finnst það ómissandi.

Á meðan ég var að undirbúa jólakökuna fór ég að hugsa,hvað er að gerast það er svo stutt síðan ég bjó til þessa jólaköku,jú það er heilt ár síðan,vá hvað árið er fljótt að líða.Sagt er að eftir því sem maður eldist þá líður árið fljótar. Ég held að því betra sem árið hefur verið því fljótar líður það,og mitt ár,allavega til dagsins í dag hefur verið gott ár.WhistlingWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mmm, ensk jólakaka og heimagert konfekt - lúxusfæða!

Já, það er undarlegt hvað tíminn er farinn að líða hratt...

Það hefur líka ræst vel úr árinu hjá mér þó það hafi á vissan hátt byrjað erfiðlega, margt skemmtilegt hefur skeð og mér finnst ég standa styrkari fótum í tilverunni að mörgu leyti en fyrir ári síðan. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já það er það sem ég segi,þetta er undarlegt með tímann,hann líður og líður þýtur fram

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já ég er sammála með hraðann á tímanum, sem sýnir náttúrulega hversu afstæður tíminn er. En nú er yndislegasti tími ársins að byrja; Jólatíminn!! Oh hvað þú ert dugleg María byrjuð að baka! Ég er að byrja að hugsa jólaföndur og farin að skoða jólablöð og pæla í jólaljósum. Yndislegt!

Hafið það gott og góða helgi 

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2007 kl. 19:12

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk Ragnhildur satt segir þú indilegur tími er að byrja en það má ekki byrja of snemma jólakökuna þarf bara að baka snemma.,Ég er ekki neitt dugleg en ég er svoddan jólabarn í mér,enda á ég afmæli á jóladag.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 19:37

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Enska jólaköku þarf náttúrulega að baka snemma svo hún verði búin að sjúga í sig allt konjakið þegar hennar tími er kominn...

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já satt segir þú Gréta,enda þarf ég að vökva í hverri viku.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Mikið er gaman að vita til þess að þú getur bakað kökkur. Ég finn til með unga fólkinu sem er að þroskast og þarf að standa fyrir sínu. og kann ekki að taka á við þetta líf. Ekki ætla ég að gera lítið úr unga fólkinu.

Enn unga fólkið vantar meiri umhyggju og ást til að geta tekist á við áhugamál og ábyrgð í þessu hraða þjóðfélags mynstri sem á sér stað.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.11.2007 kl. 01:21

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já Jóhann,það versta er að ég hef svo gaman að baka og baka mikið fyrir jólin og á þetta svo langt fram á vor.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband