Þetta er ekkert smá hópur sem ánetjast eiturlyfjum,og því miður virðist alltaf vera fleiri og fleiri sem falla fyrir þessu.
Oft spyr ég sjálfa mig,hvað gerir það að verkum að ungir gamlir, eldgamlir,konur og karlar ánetjast þessum viðbjóði.Hvernig stendur á því að þetta fólk vill lifa í heimi óraunveruleikans.Er lífið svona slæmt hjá sumum að ekki sé möguleiki fyrir þá að horfa réttum augum á hið raunverulega líf,sem oft á tíðum er síður en svo skemmtilegt?
Á líf alltaf að vera skemmtilegt,þurfum við ekki að ganga í gegnum allskonar raunir til að geta lifað lífinu? Er það ekki einmitt aðalskemmtunin, að geta tekist á þær raunir sem á herðar okkar er lagt,og sigrast á þeim,það tekst ekki alltaf en mjög oft,og þegar sigurinn er unninn þá ætti okkur að líða vel í heimi raunveruleikans.Það er þetta sem okkur er ætlað,ekki að flýja á vit eiturlyfja, sem gerir ekkert annað en að skapa óraunverulegan heim og óhamingju hjá viðkomandi einstaklingi og þeim sem stendur honum næst.
4,5 milljónir Evrópumanna notuðu kókaín á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Athugasemdir
Nú viltu greinilega vel og það er virðingarvert. En þú sýnir hinsvegar líka fram á afskaplega dæmigerðan misskilning af hálfu þeirra sem ekki þekkja vímuefni og hvað þau gera.
Í fyrsta lagi er ekkert mjög "óraunverulegt" við flest vímuefni (þó nokkur, eins og LSD, áfengi og önnur mjög hörð vímuefni). Ímyndaðu þér þetta svona: ef þú drekkur fullt af kaffi og verður alveg spól, er það eitthvað minna "raunverulegt" en ef þú ert róleg og jafnvel löt? Svarið er nei. Áhrif á heilann þýða ekki að það sé neitt óraunverulegra en hvað annað, vegna þess að án nokkurra vímuefna erum við hönnuð til þess að túlka heiminn sem við búum í, mestmegnis með tilfinningum sem ákvarða hvernig við bregðumst við, en túlka ekki eiginlegan raunveruleikann neitt.
Annað sem þú virðist misskilja, er að fólk ÞURFI að nota fíkniefni þegar það notar þau. Maður ÞARF ekkert að nota bíl, horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist, stunda kynlíf eða hreyfa sig það mikið. Það er auðveldlega HÆGT að komast af án alls þessa og meira að segja bara vera fjári hamingjusamur í leiðinni. Aðsókn í vímuefni er, hefur alltaf verið, og mun alltaf vera spurning um forvitni mannsins og hans innbyggðu tilhneigingu til að velta sér upp úr innstu spurningum mannshugans. Það mun verða vímuefnaneysla jafn lengi og það munu verða til trúarbrögð og heimspeki. Það mun aldrei breytast, enda er það bara skeð á 20. öldinni að öll vímuefni þykja sjálfkrafa svaka hræðileg, en sannleikurinn er sá að það var aldrei sú tíð að menn notuðu ekki áfengi í geðveikislegum mæli, kannabisefni, ofskynjunarsveppi og ópíum. Ekkert þessara efna eru ný, neysla þeirra er alls ekki ný af nálinni og það er engin leið í heitasta helvíti að dæma um það hvort hún sé meiri núna heldur en nokkru sinni fyrr.
Allversti misskilningurinn af þinni hálfu hinsvegar kemur í ljós af þessu, "Á líf alltaf að vera skemmtilegt,þurfum við ekki að ganga í gegnum allskonar raunir til að geta lifað lífinu?"
Svarið er jú, það er eðlilegt að lífið sé ekki dans á rósum nema þyrndum sé. En svo er til fólk sem bara er aldrei hamingjusamt og sér enga ástæðu til þess að rembast áfram við að reyna að lifa hamingjusömu lífi, miðað við að geta lifað hamingjusömu lífi tímabundið með vímuefnum. Þegar maður hefur enga von og ekkert til að lifa fyrir, þá verður það beinlínis gáfulegt að nota vímuefni. Gallinn er að langtímaneysla hefur ennþá skelfilegri afleiðingar, en til skemmri tíma, sé maður nógu óhamingjusamur, þá er alveg sama hversu gott ÞÚ hefur það, lífið mun áfram verða tær hryllingur fyrir sumum. Þú myndir gera það sama, allir myndu gera það sama.
Hverju af þessu svosem þú ert sammála, þá skal það standa, að þetta er ekki svona einfalt.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:05
Eyturlif eru meira þjóðfelags-, fjölskyldu-, andlegt málefni heldur en glæpsamleg. Endilega tékkið á mínu svari við þessa grein á malacai.blog.is
Kær kveðja Alli.
Alfreð Símonarson, 22.11.2007 kl. 16:35
Helgi Hrafn, þakka þér fyrir athugasemdina sem er mjög áhugaverð.Ég þessi ekkert til vímuefna sem betur fer,og ég vona að ég muni aldrei ÞURFA að ánetjast þeim,ég held að ég misskilji ekki þegar ég segi að þurfa,því þegar einhver ánetjast einhverju þá er það gert af þörf.
Þakka þér fyrir Helgi Hrafn að blanda þér í umræðuna,og það af þekkingu.
Sæll Alfreð vissulega eru eiturlyf ekki endilega glæpsamleg það kemur svo margt annað inn í málið.
María Anna P Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.