Hin mannlega hönd óþörf...eða hvað?

Tölvurnar eru alltaf að taka meira og meira yfir ,hin mannlega hönd fer að verða óþörf.Flugfélögin eru ekki ein um að vilja spara mannskap,þetta byrjaði fyrir mörgum árum á bensínstöðvum þegar boðið var upp á sjálfsafgreiðslu,en á móti ódýrara bensíni.

Ef þú vilt kaupa flugmiða þá getur þú gert það í gegnum tölvuna,og fengið svo flugmiðann sendan heim í gegnum tölvuna og þú prentar seðilinn út.Viltu panta hótel út í heimi þá gerir þú það í gengnum tölvuna.Það er nánast hægt að nota tölvuna í hvaða viðskiptum sem er hér á landi og úti í heimi.Ekki er hægt að segja annað en að þetta er þægilegt.

Þeir sem bölva þessari þróun mega ekki gleyma því að með tilkomu tölvunnar breyttust vinnuhættir almennings,og þó svo að mörum finnist tölvan komi til með að taka vinnu frá fólkinu,þá mun það ekki vera alveg svo.

Ef við lítum á eina tölvu,þá þarf mann til að búa hana til,menn þurfa að selja hana og menn eru þarfir til að kenna á hana,og einnig til að vinna á hana,svo ég nefni ekki þeir sem þurfa að gera við hana.Með þessari upptalningu vil ég segja að við mennirnir erum ekki óþarfir vegna komu tölvunnar starfshættir og starfsvettvangur hafa breyst ,og fólkið með.

 


mbl.is Flugfélög bjóða upp á netinnritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Það er margt gott við tölvur. Það er t.d. hægt að stunda vinnu heima í gegn um tölvu og vera samt heima hjá ungum börnum. Svo er hægt að stunda fjarnám í tölvum og geta líka sinnt heimilinu eða stundað vinna til að kosta námið. Tölvur eru nauðsynlegar fyrir marga.

Steinunn Þórisdóttir, 11.3.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er alveg sammála,tölvur eru mjög nauðsynlegar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Og skrifast á við bloggvini

Gleðilega Páska til þín og þinna

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Gleðilega Páska María

Kveðja

Kristveig Björnsdóttir, 21.3.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gleðilega páska til ykkar allra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.3.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband