Óábyrg skrif um fasteignir á Spáni.

Ég rakst á smá klausu í Morgunblaðiðnu 18.apríl á blaðsíðu 16, en fasteignir á Spáni.Þar er spurt er sólarlandadraumurinn búinn?

Talað er um að nú bendi allt til þess að í fyllingu tímans mun spænsk stjórnvöld hrifsa til sín bótalaust eigur þeirra sem hafa keypt húseign á sólarströnd.Sá sem kemur með þessa frétt vill meina að spænsk stjórnvöld ætli að efna til laga sem segir að strendur Spánar sé öll í ríkiseign,og þeir sem þar hafa byggt megi nota húsin til æviloka,en ekki selja þau né láta þau renna til afkomenda.

Ég verð nú að segja að þessi skrif eru með eindæmum óábyrg.Á mínu heimili er fylgst með fréttum frá Spáni á hverjum degi jafnt í dagblöðum sem og sjónvarpi og fleiri en einni stöð,og ekki vantar á skilning tungumálsins,við höfum hvorki heyrt né séð frétt um þetta efni,enda segir það sig sjálft að þó svo að Spænsk stjórnvöld vilji hægja á byggingu við strendurnar þá koma þeir ekki til með að hrifsa til sín eignir fólks.

Ég veit líka að allir þeir sem kaupa fasteign á Spáni verða að þinglýsa eigninni,og með pappíra uppá þinglýsingu í höndunum þá getur enginn gert eignir upptækar nema þá að viðkomandi skuldi því meira í henni.

Ég legg til að áður en svona klausum er komið fyrir í blöðum þá sé búið að kanna sannleiks gildi þess.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er á sama máli

Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt sumar María mín

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Algerlega sammála þér hvað varðar óábyrg skrif, erum á leiðinni til Spanar, kveðjur. Sólveig

Sólveig Hannesdóttir, 24.4.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Vildi bara segja Gleðilegt Sumar .   Kveðja úr sólinni og hitanum hér. 

Kristveig Björnsdóttir, 25.4.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gleðilegt sumar til ykkar allra,og takk fyrir veturinn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.4.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband