Bræður í raun,og ekki í fyrsta sinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjálp berst frá Færeyjum,þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur þá hafa þeir nær alltaf verið fyrstir til að rétta fram hjálparhönd,og eiga þeir svo sannarlega þakkir skilið. Ég vona að við getum endurgoldið greiðann,t.d. gætum við heimsótt Færeyjar meira,hjálpað þeim að byggja upp sinn ferðamannaiðnað,enda ekkert slor að heimsækja Færeyjar það er yndislegt land.

Eitt hef ég verið að velta fyrir mér,af hverju er ekki sama krónan á öllum Norðurlöndunum eitthvað sem gæti heitið Norræn króna ?  Væri það nokkuð vitlaus hugmynd ? alveg eins og evran er notuð víðast hvar í Evrópu,og mynda sterka heild.


mbl.is Mikill drengskapur Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Færeyingar alltaf til staðar fyrir Íslendinga þó þeir niðurlægi þá oft.Davíð Oddsson sagði það einu sinni í kreppu meðan hann var forsætisráðherra að ekki væri eins illa komið fyrir okkur og Færeyingum og yrði aldrei og sagt með mikilli niðurlægingar tóni eins og honum einum er lagið.Danir og Færeyingar eru okkar góðu vinaþjóðir.

Guðjón H Finnbogason, 29.10.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Svo sannarlega okkar vinaþjóð.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Frábært og rausnarlegt.

Bestu kveðjur

P.s. Bloggið mitt kom í færeysku sjónvarpsfréttunum!

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég tek algerlega undir með Guðjóni Finnbogasyni, og hef haft þá skoðun í mörg ár, og auðvitað eigum við að hafa norrænan gjaldmiðil, og það fyrir löngu, kveðjur Sólveig.

Sólveig Hannesdóttir, 5.11.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband