Grafalvarlegt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar 10%sjálfstæðismanna ætla að skila auðu á þetta að segja flokksforustunni að eitthvað er meira en lítið að hjá flokknum.Strax eftir kosningar ætti Sjálfstæðisflokkurinn að leggja áherslu á naflaskoðun,því ef það er ekki gert þá verður flokkurinn bara lítið afl í þjóðfélaginu.Ef ég ætti að ráða heilt þá mundi ég segja við forustuna,reynið að nálgast fólkið í landinu og setjið  ykkur í spor þeirra sem eru að missa atvinnu og missa heimili sín og jafnvel að flytjast úr landi,fjölskyldur eru að splundrast, það er ekki það sem við viljum er það?


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

staðreyndin er sú að hinn mikli minnihluti sem hefir sölsað undir sig völdin í FLokknum gefur ekki skít í fólkið í landinu .. bendi þér að lesa greinaskrif sverris Hermannsonar.. fylgi yfir 20 % er allt of mikið fylgi við stuttbuxnastráka hólmsteinskunnar!

http://sverrirhermanns.is/index.php/greinar/1999-2000/49-ismar-andskotans

FLokkurinn á að vera lítill FLokkur og helst ekkert afl því við höfum ekkert við hagsmunagæslu og lygi að gera í uppbyggingu samfélagsins.

Hinrik Þór Svavarsson, 22.4.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir athugasemd,ég sá Sverrir í Silfri Egils og hann var mjög góður,og mun lesa greinina.

Hvort Flokkurinn eigi að vera afl eða ekki,hann þarf allavega að fara í rækilega naflaskoðun.

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.4.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú erum við ekki alveg sammála María flokkunin hefur farið i naflaskoðum mikla,það á bara eftir að skila sér,Það eru svo margir eins og Sverrir sem niða niður flokkinn og margt er þar satt en ber að lækna og er verið að því/að eg best veit/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.4.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Halli.

Ég veit að Flokkurinn hefur verið í endurskoðun,og það tekur sinn tíma að það fari að sjást en þeir mega ekki sofna á verðinum.Útkoman í kosningunum segir okkur að það eru margir sjálfsæðismenn sem skiluðu auðu,þetta eru sjálfstæðismenn sem ekki vilja kjósa aðra flokka,nú þarf að vinna vel til þess að þetta fólk skili sér aftur,og þar er sífelld naflaskoðun nauðsynleg.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.4.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband