Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Bloggarar.

Ég las blogg hjá manni í dag, þar sem hann var að fárast yfir því hve vinsæll einn bloggari væri,þessi tiltekni bloggari var orðinn einn vinsælasti bloggari landsins.Þegar ég byrjaði að blogga þá vissi ég lítið um blogg,vissi bara að ég hef gaman af að rausa smávegis út í loftið um hitt og þetta, og þurfti að koma því frá mér.Ég vissi ekki þá að það virðist vera samkeppni á milli bloggara,hver fær mestu lesningu. Það er eflaust í lagi að hafa smá samkeppni,það þarf víst að vera samkeppni í öllu. Síðan las ég annað blogg, þar sem viðkomandi bloggari var að henda út bloggvinum vegna þess að þeir komu ekki nógu oft inn á síðuna,vissulega þýðir bloggvinur það að fara reglulega inn á síður bloggvina sinna en það þýðir kanski ekki það að bloggvinir eigi alltaf að skilja eftir athugasemd.Ég renni stundum yfir bloggvini í því bloggi sem ég er að lesa, og VÁ, það eru stundum 100-200bloggvinir maður gerði ekkert annað allann daginn en að lesa blogg hjá bloggvinum.Skammt er öfganna milli.

Bílum lagt.

Hjólað í vinnuna,þetta átak er af hinu góða til að fá fólk til að nota bílinn minna, en ég verð reyndar að segja eins og er ,  ég get ekki séð ráðherra eða þá sem eru að vinna t.d. í bönkum eða öðrum skrifstofum koma hjólandi í vinnuna.Sjáið þið fyrir ykkur  konur sem vinna í drögtum og á háum hælum og full málaðar í framan hjólandi,ég geri ráð fyrir að þær muni koma sveittar og illa til hafðar eftir hjólreiðtúrin og það sama á við karlmennina,því það er ekki á öllum vinnustöðum aðstaða til að skipta um fatnað. Átakið ætti kanski frekar að fara fram um helgi þegar fjölskyldan getur farið saman að hjóla
mbl.is Ráðherrar á reiðhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Soffía prinsessa af Spáni.

Soffía prinsessa fæddist fyrir nokkrum dögum á Spáni, þetta er annað barn Felipe og Leticia ,fyrir eiga þau eina dóttir, hann sjálfur er yngsta barn konungshjónana hann á tvær systur, og er hann ríkiserfinginn,embættið gengur í karllegg, nú er spurning, hvað verður gert á Spáni, verða lögunum breytt, ég reyndar held að það verði gert en ekki fyrr en Felipe verður orðinn konunugur eftir nokkur ár. Ástæðan er sú að heyrst hefur að elsta systir Felipe  Elena hefur gert tilkall til krúnunnar, og verður því mjög erfitt að breyta lögunum áður en hann tekur við konungstitlinum af föður sínum.


Eirikur rauði.

Ég held að það skipti ekki miklu máli hvað þessir netsíðu spekúlantar segja, ef þeir kunna ekki að meta okkar framlag þá er það þeirra mál, en ég er viss um að Eiríkur á eftir að gera sitt besta,hann er kröftugur söngvari og hefur góða framkomu,og lagið er flott, flottara reyndar á íslensku. Gangi þér vel  Eiríkur í HelsingiJoyful
mbl.is Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband