Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bræður í raun,og ekki í fyrsta sinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjálp berst frá Færeyjum,þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur þá hafa þeir nær alltaf verið fyrstir til að rétta fram hjálparhönd,og eiga þeir svo sannarlega þakkir skilið. Ég vona að við getum endurgoldið greiðann,t.d. gætum við heimsótt Færeyjar meira,hjálpað þeim að byggja upp sinn ferðamannaiðnað,enda ekkert slor að heimsækja Færeyjar það er yndislegt land.

Eitt hef ég verið að velta fyrir mér,af hverju er ekki sama krónan á öllum Norðurlöndunum eitthvað sem gæti heitið Norræn króna ?  Væri það nokkuð vitlaus hugmynd ? alveg eins og evran er notuð víðast hvar í Evrópu,og mynda sterka heild.


mbl.is Mikill drengskapur Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudags-hugleiðing.

Þegar ég hugsa nokkra mánuði aftur í tímann,þá man ég ekki betur en að stór hópur stjórnmála manna hefðu sagt þegar REY málið stóð sem hæst,að áhættufjárfesting ætti  ekki heima hjá RÍKINU,en hvernig er komið fyrir okkur núna.Bankarnir okkar voru seldir á útsölu til einkaaðila,sem stundað hafa áhættufjárfestingar síðastliðin 6 ár,hver þarf að greiða fyrir sullið, jú ríkið ,við fólkið í landinu.

Ofurlaun eru ekki við hæfi á þessum tímum.

Það sem heyrst hefur í gegnum árin hjá stjórnendum almennra  fyrirtækja er, að launakostnaðurinn sé að svo hár að fyrirtækið geti ekki borgað hærri laun,þá er verið að vitna í almennan launamann sem er e.t.v. með 250-300 þúsund á mánuði.Þegar hugsað er til þess að Ísland er á barmi gjaldþrots vegna bleyjudrengja sem ganga um með snuð og óvitaskapinn uppmálaðan,þá er enn verið að greiða ofurlaun 1.9 m. Þið sem eigið að borga þessi laun finnst ykkur þetta vera boðlegt fyrir hinn almenna borgara að horfa uppá,ég bara spyr?
mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætla ég að fara að græða,ég ætla að búa til hauspoka fyrir Íslendinga.

Svo er nú komið fyrir Íslensku þjóðinni, að margur hver vill ganga meðfram veggjum og vera ósýnilegur ,og ekki síst erlendis.Það sem ég er að hugsa að gera er að setjast niður og búa til hauspoka fyrir Íslendinga.Þá getum við gengið um óáreytt með hauspokana góðu á höfðinu, hvort sem er hér á landi eða erlendis,þá sést ekki eins vel hvað maður skammast sín fyrir hvernig komið er fyrir landinu okkar góða.
mbl.is Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12 stig til Rússa í næstu Eurovision...

Nú verðum við að standa okkur með bræðrum okkar Rússum,12 stig til þeirra.Ég veit ekki með bræður og systur á Norðurlöndunum, hvar eru þau núna.
mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband