Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Einmanna fólk eru allstaðar í kringum okkur.

Það sem mér finnst alvarlegast í þessari frétt er sú staðreynd að í 8 ár gat  eldri maður legið  látinn í sófa án þess að neinn fjölskyldumeðlimur hefði áhyggjur af honum.Kannski hefur hann ekki átt afkomendur,en jafnvel þó svo væri , þá eru alltaf til eitthvert skyldmenni.

Þetta sýnir manni hve nauðsynlegt er að vitja eldra fólksins af og til,hringja til að vita hvort allt sé í lagi.Sem betur fer hafa tilfelli líkt þessu verið fá hér á landi,enda mikið fámenni hér og við erum betur meðvituð um náungann,fámennið eru forréttindi hér á landi.

Þessum tveim samleigjendum eru vorkunn,að vera svona einir í heiminum,sama hvort þeir séu lífs eða liðnir,öllum er sama.Að vera algjörlega afskiptalaus í lífinu hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti.

 


mbl.is Lík meðleigjandans rotnandi í sófanum í átta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartir velja Obama og gyðingar Clinton ?

Ég set spurningarmerki við þessa fullyrðingu,ég hefði haldið að pólitík snérist um málefni, en svo viðrist ekki vera.Í dagblöðum hefur mátt lesa fyrirsagnir sem telja upp þá minnihluta hópa sem styðja Obama og Clinton.Svartir og ungir styðja Obama,gyðingar og spænskumælandi styðja Clinton.

 Af hverju er þetta,jú kannski vegna þess að staðan hjá demókrötum er dálítið sérstök.Þetta er í fyrsta sinn sem maður dökkur á hörund kemst þetta langt í forvali til forsetaefnis,og í fyrsta sinn sem kona gefur kost á sér til forsetakjörs.Ekki er hægt að neita því að staðan er mjög spennandi.

Eitthvað er verið að ýja að því að demókrata flokkurinn muni klofna vegna þess hve lítill munur er á frambjóðendum,ég hef enga trú á að svo verði,því ef Obama tapar þá á hann góða möguleika seinna,hann er mjög ungur og hann hefur gott forskot eftir þessa baráttu.Svo er enn möguleiki á varaforseta embættinu.

Hjá repúblikönum hefur maður lítið orðið var við frambjóðendur,McCain er jú mjög frambærilegur enda maður með mikla reynslu og hefur áður staðið í þessari baráttu.Spurningin er hvort Bandaríkjamenn séu ekki búnir að fá nóg i bili af repúblikönum,og vilji gagngerar breytingar ?

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gyðingar vilja heldur Clinton en Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan eykst..fyrsta kona í stól forseta í Bandaríkjunum..

Ekki er hægt að segja annað en að þetta er að verða spennandi.Ég hef heyrt því fleygt að hvort sem það verður Obama eða Clinton þá munu þau tefla því sterka tafli að bjóða annað hvort þeirra til varaforseta,það yrði virkilega sterkt spil.Ég hef einnig heyrt að John McCain hafi í huga sem varaforseta efni sitt, fyrrverandi kraftajötun,kvikmyndastjörnu og ríkisstjóra,ef svo er þá mun hann  að öllum líkindum vinna öruggann sigur. Demókratar eða Repúblikanar það kemur í ljós.

 


mbl.is Clinton og Obama hnífjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður næsti forseti Íslands.Kjósið hér !

Nú hafið þið tækifæri til að velja ykkur næsta forseta Íslands á blogginu mínu,ég hef sett upp skoðanakönnun með nöfnum  þekktra Íslendinga úr stjórnmálum og atvinnulífinu.Komið inn á bloggið og kjósið ég hvet ykkur og höfum gaman af.Wink Grin

Er stuðningur frá Kennedy fjölskyldu Obama til góðs !

Vopnahlé á milli frambjóðenda Demócrata Frú Clinton og Hr. Obama er af hinu góða og sýnir að þau eru menningarlegt fólk.En ég hef verið að velta fyrir mér hvort stuðningur við Barack Obama frá Kennedy fjölskyldunni sé honum til framdráttar.Við megum ekki gleyma því að tveir meðlimir fjölskyldunnar voru drepnir vegna sinna áherslumála í pólitík,og Kennedy fjölskyldan hefur í gegnum tíðina verið umdeild á ýmsan hátt.

Kennedy forseti var drepinn mjög snemma svo að verk hans fengu ekki að tala,Bobby bróðir hans var einnig drepinn áður en hann gat gefið kost á sér til forseta.Edward hefur verið þekktur fyrst og fremst sem kvennamaður,þó hann sé þingmaður.Aðrir meðlimir hafa fengið á sig dóma  og ýmsar ádeilur, svona mætti lengi telja upp.

Vitað er að Kennedy forseti var hlynntur blökkumönnum í Bandaríkjunum,og hvort hann hafi verið drepin vegna þess er ekki vitað.En spurningin er hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir til að hleypa hálfum blökkumanni í forsetastól? Eða verður Barack Obama látinn hverfa áður en að því kemur?


mbl.is Settu upp silkihanskana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband