Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Ég var að keyra Hringbrautina í gær og varð á vegi ökutækis sem ung stúlka ók,ég reyndi að koma mér í burtu frá þessum bíl hvers vegna ? jú,vegna þess að bíllinn var óökuhæfur og stúlkan ekki hæf til að sitja við stýrið.Ég vil útskýra þetta nánar,þetta var í hádeginu veðrið var ágætt,en stúlkukindin hafið ekki hreinsað sjóinn af bílnum,framrúðan hafði verið hreinsuð nóg til að sjá út, og glugginn við bílstjórasætið, en afturrúðan og aðrar hliðarrúður voru þakin snjó.
Ef þetta hefði verið í blindbil og illviðri hefði ég kannski skilið að bílinn væri þakinn snjó,en þetta sýndi að stúlkan hafði ekki nennt að hreinsa rúðurnar,bara það allra minnsta til að sjá út .Okkur ber skilda til að hreinsa vel rúður á bílum okkar,ljós og stefnuljós,þetta er ekki aðeins gert fyrir okkur,líka fyrir hina ökumennina.
Bílinn var ekki aðeins óökuhæfur vegna snjós,stúlkan var líka að tala í símann.Þegar maður sér svona atvik þá hugsar maður til lögreglunnar,þarna hefði átt að stöðva bílinn og sekta stúlkuna fyrir að tala í síma og aka á bíl þakinn sjó á öllum rúðum.
Lífstíll | 29.2.2008 | 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mér finnst ekki tímabært fyrir einn né neinn að gefa kost á sér í stól borgarstjóra,sama dag og yfirlýsingin var gerð um að allt væri opið í þessum efnum.Við skulum leyfa nokkrum mánuðum að líða og sjá hvað gerist,þau þrjú geta unnið skipulega að því að komast í stólinn án mikils hávaða.Eðlilegast væri að næsta manneskja við Vilhjálm tæki við þ.e. Hanna Birna,en svo gæti farið að Vilhjálmur efldi sína stöðu og vildi sjálfur taka við stólnum,hvað þá?
Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2008 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir gera stór grín að keppninni en með þræl gott popp lagi,minnir á gamla disco tímann.Írum hefur ekki gengið vel undanfarin ár,enda ekki furða því lögin hafa ekki verið góð,sem er sorglegt því Írar er þeir sem oftast hafa unnið keppnina.
Hvað varðar okkur Íslendinga, þá er ég kampa kát,því besta lagið vann,flottur flutningur,og flott lag.Mér fannst hó hó alltaf verða verra og verra eftir því sem ég heyrði það oftar,hvað varðar gúmhanskana þá hefði það verið í lagi ef lagið hefði verið með meiri melódíu.Ég skil ekki af hverju Davíð Þorsteinn sem söng og lék á píanó gleymist í umræðunni,hann var með mjög gott lag.
Ég vona að Íslendingar eyðileggi ekki framlag okkar með lélegu myndbandi eins og gert var í fyrra.Til hamingju Íslendingar með val okkar.This is my life !!!
Kalkúnn fulltrúi Íra á Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2008 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég skil fyrirsögnina,en hún er ekki í samræmi við textann.hvað eigum við að lesa úr þessu,vill hverfafélagið að Vilhjálmur víki eða vilja þau hann sem borgarstjóra?
Við í hverfafélögunum eigum ekki að gefa út einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum þess efnis hvort Villi eigi að vera áfram eða ekki,og í raun finnst mér það vanhugsað af þessu hverfafélagi að gefa slíka yfirlýsingu.Oftar en einu sinni hefur verið áliktað í mínu hverfafélagi um eitthvað mál sem við vildum láta ræða um og síðan höfum við komið ályktuninni áleiðis á réttan stað,án yfirlýsinga í fjölmiðlum.
Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2008 | 18:33 (breytt kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2008 | 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi,þurfa börn virkilega að vinna með skólanum marga klukkutíma á viku,þá er ég ekki að setja út á þá sem vinna 10-12 tíma að meðaltali er það 1 til 2 tímar á dag, en að vinna allt uppí 5 tíma á dag er ekki eðlilegt.Er þetta vegna þess að við erum orðin ofneyslu þjóðfélag og börnin alast upp í því að eiga allt og halda sig eiga rétt á því að rástafa öllum þeim aurum sem þau vinna sér inn í tölvur og tölvuleiki.
Mikið er talað um lélega kennslu í grunnskólum landsins,ég held að við foreldrar ættum að líta okkur nær,eru börnin okkar að standa sig sem skyldi gagnvart kennurunum? Ég er ekki viss um það,því þau hafa ekki tíma til að læra heima það sem þeim er sett fyrir.
Mikið er rætt í þessu þjóðfélagi að menntun sé máttur mannsins,rétt er það og það ættum við foreldrar að hlúa að hjá börnunum okkar,og leyfa þeim að vera börn eins lengi og hægt er.Barnaárin eru mjög fá ein 15-16 ár það er ekki mikið.
Félagsmálaráðherra skoðar vinnu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2008 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég á bágt með að trúa því að karlinn sé búinn að sleppa frá sér öllum völdum,ætli hann velji sér ekki eftirmann sem hann getur haft sem strengjabrúðu,þeir gera það flestir sem halda að þeir séu ómissandi,og Kastró karlinn hefur verið einn af þeim hingað til.
Kastró segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2008 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sárt þykir mér að vita að Danmörk sé orðið skotmark innflytjenda hóps sem trúir á Múhameð.Ég er ekki að mæla með því þegar skopmyndin var birt á sínum tíma,það var óþarfi,alveg eins og það er óþarfi af þessum trúarhóp að hafa rétt á að drepa teiknarann.Það sem teiknarinn var réttdrepinn í huga múslima ákváðu dagblöð í Danmörku að birta myndina aftur í öllum blöðum landsins.Þetta eru öfgar á báða bóga.Það hefur enginn leyfi til að drepa annan mann,án dóms og laga í viðkomandi ríki,en á hinn bóginn höfum við heldur ekki leyfi til að gera gys að trúarbrögðum annarra manna,við ættum að reyna að virða skoðanir og trú annarra.
Hitt er annað mál,að þegar innflytjandi flytur frá sínu heimalandi,þá getum við sem tökum á móti innflytjendum gert þá sjálfsögðu kröfu að þeir reyni að aðlagast því landi sem þeir setjast að í,og ekki er nóg að læra málið,innflytjendur verða að virða og meta þá siði og reglur sem viðkomandi land setur þeim .Það er ekki hægt að setjast að í einu landi, og búa sér svo til lítið eigið land,með eigin siði,reglur og tungumál,inni í því landi sem hefur tekið við þeim og gefið þeim rétt til búsetu og vinnu.Það skapar glundroða.Heimalandinu ásamt siðum má samt aldrei gleyma,og hugsa með hlýhug því það er það land sem fæddi ykkur.
Ég fór fyrir einum 20 árum til Saudí Arabíu,það var mjög gaman að heimsækja landið og kynnst þeirra venjum og siðum,en ég þurfti að klæðast kufli svo að fæturnir á mér sæjust ekki og handleggir máttu ekki sjást.Ég sá í þarlendu blaði sem var gefið út á ensku viðtal við fræga kvikmyndaleikkonu,og það var búið að hylja andlit hennar,skrítið er það ekki?
Áfram óróasamt í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.2.2008 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það sýnir sig að betra er að vera heiðarlegur en óheiðarlegur og ómerkilegur.Maðurinn verður hundeltur af fyrrverandi eiginkonu þar til hann finnst í alsælu með hjákonunni, suður í höfum.Hann fór með allt sparifé hans og eiginkonunnar,svakalega hlýtur að vera gott fyrir eiginkonuna að vera laus við svona ómerkilegan eiginmann,en hún verður að finna hann svo hún geti gefið honum makleg málagjöld.Þegar hún er búin að því þá mun hún lifa í alsælu það sem eftir er.
Týndur maður finnst í kvikmynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.2.2008 | 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það veit sá eini eða tvö sem hafa grafið hana,ef hún er ekki á lífi.Ekkert er vitað um afdrif barnsins og þetta mál er hið einkennilegasta.Frá því að Madelaine hvarf hafa mörg önnur börn horfið í Portúgal og fundist,maður spyr sig hvað hefur ekki gengið upp í þessu máli ?
Foreldrarnir hafa ótrautt gefið vísbendingar um hvar hún gæti verið,rannsóknin hefur dreifst víða um lönd eins og t,d. Marokkó og Spán enda eru þetta þau lönd sem eru í mesta nágreni við Portúgal.
Mikið hefur verið rætt um vanhæfni Portúgölsku lögreglunnar,en eru Bretar eitthvað að gera betur,þeir eru ekki síður að rannsaka málið svo ég tali ekki um sérhæfða rannsóknarmenn, sem foreldrarnir réðu til að rannsaka og sögðu að þeir væru komnir það langt með málið að barnið mundi finnast fyrir jól,en hvar er hún?
Nei ég sjálf held að hún muni ekki finnast og sá eða þau sem stóðu fyrir hvarfi hennar munu komast upp með þetta.Þetta verður eitt af þessum málum sem maður mun minnast sem einkennilegur atburður.
Lögreglurannsókn á hvarfi Madeleine nær lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.2.2008 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid