Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Olé,Ólé,Olé !!!

Vildi vera í Madríd núna,þar er þjóðhátíð í dag, og þessa dags verður minnst lengi vel.Ég veit að allt er að verða vitlaust þar,bílar með flauturnar í gangi barir opnir lengur, Madrídbúar hafa flykkst út á götur til að fagna,sannkölluð hátíðar stemmning.Til hamingju Spánverjar þið áttuð skilið að sigra,liðið hefur ekki tapað einum leik og spilað frábærlega vel. Ég hef gaman að vera hálfgerður Spánverji í dag.
mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætlaði að lenda í París en fór óvart til Madridar...

Það er eins gott að greiða þessu fólki vel,bæði flugmönnum og flugumferðastjórum,þeir eru með líf okkar  í höndunum,sem ferðumst með flugvélum.Tækin er orðin ansi mikil þegar flugstjórar og flugmenn geta báðir verið sofandi með rúmlega 100 manns um borð.En sem betur fer virðist vera hægt að stilla stýribúnað vélanna,flugmenn verða að passa sig að sofna ekki of oft,því þeir gætu átt á hættu að missa vinnuna,og vélmenni koma í staðin,hvað gerum við þá ?
mbl.is Sofandi flugmenn fóru framhjá áfangastaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á þá.

Þar höfðu þeir ekkert nema erfiðið upp úr krafsinu,þetta var aldeilis mátulegt á þá.
mbl.is Reyndu að ræna autt bankaútibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef Obama hefði verið hvítur ?

Hefði Obama unnið ef hann hefði verið hvítur,þetta er spurning sem margir velta sér upp úr núna þessa dagana,því oft heyrðist  að tími væri kominn á að svartur settist í forsetastólinn,nægir það að tíminn sé kominn.Það er bara spurning hvað hefði gerst ef spænskumælandi innflytjandi eða Kínverskur innflytjandi hefði gefið kost á sér,þeir hefðu fengið atkvæði þessara minnihluta hópa,en nægi það.Spurningin er nú hvort Obama komi til með að hafa nóg fylgi á bak við sig,þrátt fyrir yfirlýsingar Hillary Clinton.


mbl.is Obama hrósar Hillary Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörku ræða og kvenskörungur.

Frú Clinton játaði sig sigraða og hvatti sína stuðningsmenn til að styðja við bakið á Obama.Það var unun að hlusta á ræðu hennar.Í hjó að því að Bandaríkjamenn væru ekki tilbúnir fyrir kvenforseta,en hún sagði ennfremur að kvenforseti ætti eftir að sitja í embætti,hver veit nema það verði hún eftir nokkur ár ?

 


mbl.is Clinton lýsir yfir stuðningi við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðin á enda,skynsamleg ákvörðun.

Þá hefur borgarstjórnarflokkurinn tekið ákvörðun,og ég tel að sú ákvörðun hafi verið rétt og á réttum tíma,það er búið að bíða með þessa tilkynningu of lengi.Vilhjálmur er reyndar réttilega kosinn til að vera í forsvari,en hann vill örugglega það besta fyrir flokkinn,og vegna þess víkur hann sæti fyrir Hönnu Birnu.Með komu nýs borgarstjóra efnis vonum við að það komi  meira jafnvægi í borgarstjórnar flokkinn og þau fái að vinna að sínum verkefnum í friði.Ég óska Hönnu Birnu til hamingju.


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband