Hræðilegur atburður hafur gerst í Algarve á suður Portúgal, 3 ára gömul stúlka Madeleine McCann hvarf úr íbúð sinni þar sem hún svaf ásamt 2 ára tvíburabræðrum sínum. Sem betur fer er þetta atburður sem gerist mjög sjaldan,en gerist samt sem sýnir sig. Það sem gerir mig alveg orðlausa er hverning vel menntaðir foreldrar læknar bæði tvö, geta gert svona mistök að skilja börnin þrjú eftir alein i íbúðinni,það er yfirleitt hægt að fá barnapössun í gegnum ferðaskrifstofurnar.Á svona sólarlandastaði safnast saman allkonar fólk frá öllum löndum portúgalir,spánverjar englendingar o.fl. og þá er ég ekki að tala um ferðamenn, heldur hina sem sjá lífið svo auðvelt, ,þeir sem ekki vilja vinna hina hefðbundnu vinnu frá 09.00-17.00, þeir sjá sól alla daga, matur ódýr,bjór og vín í hverju horni og hvað fatnað varðar þá þarf ekki mikið af dýrum fatnaði,þeir vinna einn og einn dag til að fá smá pening og þess á milli betla þeir, þetta fóllk er stundum til í að gera hvað sem er,og hvað það er það vitum við ekki. Svo eru það hinir sem lifa í lúxús, flottar villur flottir bílar og spara ekkert við sig í mat, þeir safna að sér vesalingum sem vilja lifa auðveldu lífi,láta þá stela fyrir sig t.d. flottum bílum og keyra þá til Evrópu og selja dýrum dómi,og hvað vitum við hvað annað þeir láta stela fyrir sig. Þetta er einhverskonar skipulögð rússnesk mafía, og þeir eru búnir að koma sér fyrir á mjög mörgum vinsælum ferðamannastöðum bæði á Spáni og í Portúgal,ég bara vona að Madeleine litla hafi ekki lent í höndunum á svona mönnum og finnist fljótt, því engir foreldrar né barnið eiga skilið að þurfa að ganga í gegnur svona sálarangist.Ég hef tengst Portúgal og Spán síðastliðin 30 ár og þekki vel til þessa landa,ég ferðast mikið um á bíl og þarf vissulega mikið að stoppa hvort sem er á bensínstöðum eða matsölustöðum,ég hef alla tíð verið mjög vör um mig og mína fjölskyldu þegar ég sé til stórra vöruflutningabíla, ég hef smá ráð fyrir þá sem ferðast um á bílum. LÍTIÐ EKKI AF BÖRNUM YKKAR ÞEGAR VÖRUFLUTNINGABÍLAR ERU NÁLÆGT, ÞVÍ ÞAÐ ER MJÖG AUÐVELT AÐ KIPPA BARNI UPP Í SVONA BÍLA OG AKA Í BURT,þeir fara um alla Evrópu. Í flestum tilfellum eru þetta bara venjulegt fólk að gera vinnu sína en maður veit aldrei hvað leynist í þessum stóru trukkum. Einhvern veginn slunginn sleppur.
Stjórnmál og samfélag | 7.5.2007 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dægurmál | 3.5.2007 | 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Ráðherrar á reiðhjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.5.2007 | 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Soffía prinsessa fæddist fyrir nokkrum dögum á Spáni, þetta er annað barn Felipe og Leticia ,fyrir eiga þau eina dóttir, hann sjálfur er yngsta barn konungshjónana hann á tvær systur, og er hann ríkiserfinginn,embættið gengur í karllegg, nú er spurning, hvað verður gert á Spáni, verða lögunum breytt, ég reyndar held að það verði gert en ekki fyrr en Felipe verður orðinn konunugur eftir nokkur ár. Ástæðan er sú að heyrst hefur að elsta systir Felipe Elena hefur gert tilkall til krúnunnar, og verður því mjög erfitt að breyta lögunum áður en hann tekur við konungstitlinum af föður sínum.
Dægurmál | 1.5.2007 | 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 1.5.2007 | 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessa dag er minnst á Spáni og víða sem sorgardagur,þegar Ítalskar hersveitir og þýskar jöfnuðu Guernica bæinn nær við jörðu. í dag er sagt að enn heyrist í hríðskotabyssunum sem dundu á bænum,og þeir sem hafa áhuga á dulrænum málum hafa rannsakað þessi hljóð sem þar heyrast. En hvað varðar borgarastyrjöldina sem Spánn þurfti að ganga í gegnum,þá var hún hræðileg upplifun fyrir Spönsku þjóðina.Fjölskyldum var tvístrað,bræður börðust þeir voru ekki spurðir með hverjum þeir vildu berjast, nei þeim var skipt upp í lið.Listar gengu um í þorpum með nöfnum þeirra sem átti að taka af lífi,krikjgarðar bera þess enn merki þar sem aftökurnar fór þar fram, veggirnir eru hlaðnir byssuskotum. Fjölskyldur höfðu ekki mat fyrir sig og sína,mæður gengu stundum 90-100 km með yngst barnið til að faðirinn fengið að líta það augum,þetta gerðist fyrir 70 árum. Í dag eru lönd sem enn eru að ganga í gegnum þessar hörmungar,að það skuli ekki vera hægt að koma í veg fyrir þetta árið 2007,það er líka sorglegt.
![]() |
Sjötíu ár liðin frá árásinni á Guernica |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég legg til að skylda alla þá sem eru að læra að aka í dag að prufa þessi tæki sem eru til sýnis í Forvarnarhúsi Sjóvá,þar sem hægt er að kynnast þeirri hættu þegar ekið er undir áhrifum áfengis og hraðakstri, ég held að það yrði ansi lærdómsríkt.
![]() |
Umferðaröryggi á heimsvísu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

![]() |
Viðurlög við umferðarlagabrotum hert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég las grein í einu dagblaði að hægt væri að kjósa til alþingiskosninga á KLÖRU BAR sem allir eiga að þekkja á Kanaríeyjum. Að mörgu leyti finnst mér þetta gott mál en ekki að öllu leyti,hugmyndin á bak við þetta er góð .Þetta hjálpar þeim sem vilja kjósa og eru staddir erlendis,þ.e.a.s. þeir sem eru í hópferðum og eru kanski 300-400 manns á staðnum,ef ekki væri hægt að kjósa hjá Klöru þá þyrftu þeir eftilvill að leita uppi konsúl sem er oft í öðrum bæjarhluta eða í annarri borg, svo þurfa þeir sem hafa kosið að senda sín atkvæði sjálfir með pósti. Ég þekki þetta sjálf að eigin raun, ég bjó í Montpellier í Frakklandi í 2 ár,seinna árið voru alþingiskosningar og þurfti ég að fara um 200 km til að geta kosið, sem ég gerði að sjálfsögðu ekki,þar töpuðust 2 atkvæði míns og mannsins míns.Ég er ekki beint hrifin af því að þeir sem vilja kjósa á Kanarí þurfi að kjósa á bar,aðrir möguleikar ættu að vera til staðar,í raun er ég alveg hissa á utanríkisráðuneytinu að sjá ekki um að koma fyrir kosningaskrifstofum á þessum stöðum þar sem flestir íslendingar eru á sólarlandaströnd, það er ekki víst að Valgerður utanríkisráðherra geri sér grein fyrir því að á þessum tíma árs eru um 1200-1500 manns jafnvel meira, að spóka sig í sólinni. Ég er alveg viss um að það er hægt að koma þessu í framkvæmd með hjálp ferðaskrifstofana,og þá einum starfsmanni til að sjá um að kosningin fari löglega fram, og þetta ætti ekki að kosta mjög mikið því skrifstofan þarf aðeins að vera opin í 2-3 vikur. Ég legg til að þeir sem eiga að sjá um þessi mál taki þetta til athugunar, og þá núna strax fyrir þessar kosningar það er enn tími.
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2007 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ekki hægt að lýsa þeirri sorg, að horf á hús frá 19 öld í Austurstæti og Lækjargötu brenna til kaldra kola,í Austurstræti 20 var verslun til húsa þegar ég var stelpa og man ég eftir því að þegar viðskiptavinur borgaði þá voru peningarnir settir í hólk og sendir í röri upp á næstu hæð, síða kom afgangurinn til baka sömu leið. Ósjálfrátt fer maður að rifja upp svona gamlar minningar þegar maður horfir upp á þessi gömlu hús brenna,einnig fer maður að hugsa, hvað verður nú, eiga eftir að rísa glerhús á þessum stað eins og eru að rísa um alla borg. Slökkvuliðið er búið að standa sig eins og hetjur og eiga þeir þökk fyrir það,við þessar erfiðu aðstæður.
![]() |
Slökkviliðsstjóri boðar til fréttamannafundar; byrjað að rífa Austurstræti 22 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.4.2007 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
ragjo
-
gretaulfs
-
harhar33
-
kolbrunb
-
gurrihar
-
jp
-
ekg
-
toshiki
-
bjorkv
-
ingabesta
-
otti
-
leifurl
-
haukurn
-
reykas
-
nonniblogg
-
stebbifr
-
juliusvalsson
-
binni29
-
mosi
-
krissa9951
-
kristjanma
-
saethorhelgi
-
thordursteinngudmunds
-
malacai
-
annaragna
-
skinogskurir
-
blues
-
gattin
-
brandarar
-
elinora
-
lucas
-
kokkurinn
-
handtoskuserian
-
jonaa
-
ketilas08
-
ottarfelix
-
sir
-
pandora
-
vefritid