Merkilegt viðtal við Ólöfu Pétursdóttir !

Ég sá mjög merkilegt viðtal við baráttukonuna Ólöfu Pétursdóttir,sem Jón Ársæll tók rétt áður en hún lést.Ég þekkti Ólöfu ekkert ,en ég dáist af þeim baráttustyrk sem hún hafði,það er margt sem við sem erum heilbrigð getum lært af svona konu eins og Ólöf var.Innri styrkur hennar var mjög mikill, og hún gafst ekki upp. Hún málaði yndislegar fallegar myndir með munninum,og hún leitaði leiða til að  gera líf sitt betra og annarra.Með því að vilja hjálpa sjálfri  sér þá skilur hún eftir mikla hjálp handa öðrum sem eru í  sömu aðstöðu og hún var.Takk fyrir að fá að deila með henni þessum síðustu stundum og baráttu.

Ég sendi fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.


Fatastærð 8-10 fyrir konur,óraunsætt.

Ég vil ekki mæla með fitu né offitu,en það segir sig sjálft þegar við erum orðin fullorðin þá getum við ekki verið í sömu þyng eins og við vorum í þegar við vorum unglingar.Beinagrindur hafa hingað til ekki þótt  fallegar né sexí.Konur og menn sem eru með smávegis utan á sér er hið besta mál, það er ekkert ljótt við það.En við verðum vissulega að gæta hóf í mat og drykkju og passa uppá að hafa passlega hreyfingu. 

Ofdýrkun á of grönnum sýningarstúlkum er stórhættulegt fyrir ímynd unglingsstúlkna og pilta.Á meðan unglingar eru að vaxa úr grasi er sjálfsmynd þeirra ekki fullmótuð,og á meðan það er verið að hamra sífellt á fegurð og glæskileika einhvers ákveðins hóps þá er hinn hópurinn óánægður með sjálfan sig,og yfirleitt að ástæðulausu.

En svo er líka annað mál og það er matarræði okkar,það hjálpar örugglega ekki alltaf til.Ég er sannfærð um að meira er borðað af ruslfæði en gert var fyrir einum 30 árum.Skyndibitastaðir voru varla til á þeim tíma,svo ekki var farið að kaupa pizzu eð McDonalds.

Ég man eftir því þegar ég var unglingur að vinna í matvöruverslun föður míns,þá fékk ég mér sælgæti og kók,ég lét kókið duga mér allan daginn,ég fékk mér sopa og sopa yfir daginn og þetta var stærri flaskan af glerflöskunum,en í dag þamba ég meira kók en ég gerði í þá daga,svona hefur tíminn breyst.

 

 


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamáti gagnrýndur,af hverju??

Ekki ætla ég að gagnrýna ferðamáta forsætisráðherra og hans fylgdarlið,við vitum það öll að ekki er beint flug til Búkarest,og með því að taka einkaþotu þá sparast tími,sem nú til dags er mjög dýrmætur og einnig peningar þar sem hópurinn þurfti ekki að millilenda á neinum stað.Beint flug er það besta í stöðunni.
mbl.is Ferðamáti gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær allir hættir að blogga og tjá sig um McCann málið .

Skrítið hvernig þetta furðulegasta glæpamál í langan tíma hefur þróast,það er eins og það hafi gleymst hjá almenningi,og það er að verða 1 ár síðan litla  stúlkan hvarf og enn er ekkert vitað hvað varð af henni.Mörg börn hafa horfið  í Portúgal og fundist  aftur, en Madelaine finnst ekki  og  hennar mál virðist verða flóknara og flóknara eftir því  sem líður á tímann.

Nú ætla Portúgalska lögreglan aftur að yfirheyra vini McCann hjónanna,það er örugglega margar upplýsingar sem leynast þar."Það er aðeins eitt sem er verra en að illa sé um mann talað,og það er að ekki sé um mann talað"Oscar Wilde. Mér datt þetta spakmæli í hug þar sem málið er við það að gleymast.

 


mbl.is Gögn í máli Madeleine gerð opinber?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fermdist 1.apríl fyrir !!! mörgum árum.

Ég mundi það allt í einu í morgun að ég fermdist 1.apríl fyrir ???? mörgum árum,vonandi var það ekki allt í plati,ég er vonandi fermd,ég held það hljóti að vera,kannski ekki.Ef það var allt í plati hvað á ég að gera í dag,láta ferma  mig aftur, gömlu konuna.

Ég man að ég var voða fín í ljósbláum kjól sérsaumuðum,og ég vildi greiða mér sjálf með spöng í hári, ekki blóm eins og tíðkaðist þá,og ég fermdist í Hallgrímskirkju eins og hún var pínulítil.Dagurinn var fínn og ég held að ég láti allar vangaveltur um fermingu eða ekki fermingu 1.apríl lönd og leið.Joyful


Þetta er svo hlægilegt,getur ekki verið annað en 1.apríl gabb !

Hvernig á einhver lítill karl í fjármálageiranum að ákveða að gera Ísland gjaldþrota,mikill er máttur hans.Gaman þætti mér að vera lítil fluga á vegg þegar hans háleitnu hugsanir fara af stað,það hljóta að vera mikil átök.

En án alls gamans ef þetta er ekki 1.apríl gabb þá er þetta háalvarlegt mál,að vita til þess að einhver maður  úti í heimi beri svona kala til okkar landsmanna,því þetta mundi bitna fyrst og fremst á landsmönnum og sérstaklega þeim sem minnst hafa á milli handanna.

Ættum við ekki að bjóða honum til landsins og láta ÍE rannsaka kollinn á honum,sjá hvort þar sé að finna hafragraut eða kál.


mbl.is Vildi gera Ís-land gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haltu mér slepptu mér,kona í karlslíki.

Ekki er nú öll vitleysan eins,hvað ætlar hann,hún, að segja barninu kannski ekki neitt,eða elskan, ég var einu sinni kona og vildi verða karlmaður og lét breyta mér, en vildi ekki alvega sleppa því að vera kona,ég vildi vera bæði kona og karl.Þetta er kannski framtíðin.


mbl.is Þungaður karlmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef ekki bloggað í langan tíma en mun koma aftur eftir rúma viku.

Ég hef verið mjög óvirk í blogginu eftir áramótin,ástæðan er að faðir minn hefur verið mikið veikur og hef ég viljað vera hjá honum sínar síðustu stundir.Faðir minn Kristján Páll Sigfússon kaupmaður frá Ísafjarðardjúpi lést 14.mars og verður jarðsunginn 28.mars frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Faðir minn hefur barist við Alzheimer sjúkdóminn í nær 10 ár og hefur verið sannkölluð hetja í sínum veikindum,enda var hann allra manna hugljúfi.Það er svo sárt fyrir aðstandendur að horfa uppá sína ástvini hverfa inn í sinn eigin heim og hver stöðin í heilanum lokast hver af annarri,færnin hverfur smátt og smátt.Faðir minn var sérstaklega glaðlind persóna og átti alltaf bros fyrir alla alveg frammá síðasta dag,þetta bros,glaðlindi og hlýjan faðm mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi.HeartPicture 531


Hin mannlega hönd óþörf...eða hvað?

Tölvurnar eru alltaf að taka meira og meira yfir ,hin mannlega hönd fer að verða óþörf.Flugfélögin eru ekki ein um að vilja spara mannskap,þetta byrjaði fyrir mörgum árum á bensínstöðvum þegar boðið var upp á sjálfsafgreiðslu,en á móti ódýrara bensíni.

Ef þú vilt kaupa flugmiða þá getur þú gert það í gegnum tölvuna,og fengið svo flugmiðann sendan heim í gegnum tölvuna og þú prentar seðilinn út.Viltu panta hótel út í heimi þá gerir þú það í gengnum tölvuna.Það er nánast hægt að nota tölvuna í hvaða viðskiptum sem er hér á landi og úti í heimi.Ekki er hægt að segja annað en að þetta er þægilegt.

Þeir sem bölva þessari þróun mega ekki gleyma því að með tilkomu tölvunnar breyttust vinnuhættir almennings,og þó svo að mörum finnist tölvan komi til með að taka vinnu frá fólkinu,þá mun það ekki vera alveg svo.

Ef við lítum á eina tölvu,þá þarf mann til að búa hana til,menn þurfa að selja hana og menn eru þarfir til að kenna á hana,og einnig til að vinna á hana,svo ég nefni ekki þeir sem þurfa að gera við hana.Með þessari upptalningu vil ég segja að við mennirnir erum ekki óþarfir vegna komu tölvunnar starfshættir og starfsvettvangur hafa breyst ,og fólkið með.

 


mbl.is Flugfélög bjóða upp á netinnritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að bjóða sambýliskonunni ?

Ég vona að við Íslendingar gleymum ekki að Bobby Fischer átti vinkonu og sambýliskonu til margra ára,hvort sem þau hafa verið gift eða ekki þá vona ég að henni sé sýnd sú virðing að bjóða henni þegar Bobby Fischer er minnst,hvort sem það er minningar skákmót eða minningarathöfn,það er að minnsta sem við getum gert fyrir Bobby Fischer.
mbl.is Spasskí kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband