Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sárt þykir mér að vita að Danmörk sé orðið skotmark innflytjenda hóps sem trúir á Múhameð.Ég er ekki að mæla með því þegar skopmyndin var birt á sínum tíma,það var óþarfi,alveg eins og það er óþarfi af þessum trúarhóp að hafa rétt á að drepa teiknarann.Það sem teiknarinn var réttdrepinn í huga múslima ákváðu dagblöð í Danmörku að birta myndina aftur í öllum blöðum landsins.Þetta eru öfgar á báða bóga.Það hefur enginn leyfi til að drepa annan mann,án dóms og laga í viðkomandi ríki,en á hinn bóginn höfum við heldur ekki leyfi til að gera gys að trúarbrögðum annarra manna,við ættum að reyna að virða skoðanir og trú annarra.
Hitt er annað mál,að þegar innflytjandi flytur frá sínu heimalandi,þá getum við sem tökum á móti innflytjendum gert þá sjálfsögðu kröfu að þeir reyni að aðlagast því landi sem þeir setjast að í,og ekki er nóg að læra málið,innflytjendur verða að virða og meta þá siði og reglur sem viðkomandi land setur þeim .Það er ekki hægt að setjast að í einu landi, og búa sér svo til lítið eigið land,með eigin siði,reglur og tungumál,inni í því landi sem hefur tekið við þeim og gefið þeim rétt til búsetu og vinnu.Það skapar glundroða.Heimalandinu ásamt siðum má samt aldrei gleyma,og hugsa með hlýhug því það er það land sem fæddi ykkur.
Ég fór fyrir einum 20 árum til Saudí Arabíu,það var mjög gaman að heimsækja landið og kynnst þeirra venjum og siðum,en ég þurfti að klæðast kufli svo að fæturnir á mér sæjust ekki og handleggir máttu ekki sjást.Ég sá í þarlendu blaði sem var gefið út á ensku viðtal við fræga kvikmyndaleikkonu,og það var búið að hylja andlit hennar,skrítið er það ekki?
Áfram óróasamt í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.2.2008 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það veit sá eini eða tvö sem hafa grafið hana,ef hún er ekki á lífi.Ekkert er vitað um afdrif barnsins og þetta mál er hið einkennilegasta.Frá því að Madelaine hvarf hafa mörg önnur börn horfið í Portúgal og fundist,maður spyr sig hvað hefur ekki gengið upp í þessu máli ?
Foreldrarnir hafa ótrautt gefið vísbendingar um hvar hún gæti verið,rannsóknin hefur dreifst víða um lönd eins og t,d. Marokkó og Spán enda eru þetta þau lönd sem eru í mesta nágreni við Portúgal.
Mikið hefur verið rætt um vanhæfni Portúgölsku lögreglunnar,en eru Bretar eitthvað að gera betur,þeir eru ekki síður að rannsaka málið svo ég tali ekki um sérhæfða rannsóknarmenn, sem foreldrarnir réðu til að rannsaka og sögðu að þeir væru komnir það langt með málið að barnið mundi finnast fyrir jól,en hvar er hún?
Nei ég sjálf held að hún muni ekki finnast og sá eða þau sem stóðu fyrir hvarfi hennar munu komast upp með þetta.Þetta verður eitt af þessum málum sem maður mun minnast sem einkennilegur atburður.
Lögreglurannsókn á hvarfi Madeleine nær lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.2.2008 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það sem mér finnst alvarlegast í þessari frétt er sú staðreynd að í 8 ár gat eldri maður legið látinn í sófa án þess að neinn fjölskyldumeðlimur hefði áhyggjur af honum.Kannski hefur hann ekki átt afkomendur,en jafnvel þó svo væri , þá eru alltaf til eitthvert skyldmenni.
Þetta sýnir manni hve nauðsynlegt er að vitja eldra fólksins af og til,hringja til að vita hvort allt sé í lagi.Sem betur fer hafa tilfelli líkt þessu verið fá hér á landi,enda mikið fámenni hér og við erum betur meðvituð um náungann,fámennið eru forréttindi hér á landi.
Þessum tveim samleigjendum eru vorkunn,að vera svona einir í heiminum,sama hvort þeir séu lífs eða liðnir,öllum er sama.Að vera algjörlega afskiptalaus í lífinu hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti.
Lík meðleigjandans rotnandi í sófanum í átta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.2.2008 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég set spurningarmerki við þessa fullyrðingu,ég hefði haldið að pólitík snérist um málefni, en svo viðrist ekki vera.Í dagblöðum hefur mátt lesa fyrirsagnir sem telja upp þá minnihluta hópa sem styðja Obama og Clinton.Svartir og ungir styðja Obama,gyðingar og spænskumælandi styðja Clinton.
Af hverju er þetta,jú kannski vegna þess að staðan hjá demókrötum er dálítið sérstök.Þetta er í fyrsta sinn sem maður dökkur á hörund kemst þetta langt í forvali til forsetaefnis,og í fyrsta sinn sem kona gefur kost á sér til forsetakjörs.Ekki er hægt að neita því að staðan er mjög spennandi.
Eitthvað er verið að ýja að því að demókrata flokkurinn muni klofna vegna þess hve lítill munur er á frambjóðendum,ég hef enga trú á að svo verði,því ef Obama tapar þá á hann góða möguleika seinna,hann er mjög ungur og hann hefur gott forskot eftir þessa baráttu.Svo er enn möguleiki á varaforseta embættinu.
Hjá repúblikönum hefur maður lítið orðið var við frambjóðendur,McCain er jú mjög frambærilegur enda maður með mikla reynslu og hefur áður staðið í þessari baráttu.Spurningin er hvort Bandaríkjamenn séu ekki búnir að fá nóg i bili af repúblikönum,og vilji gagngerar breytingar ?
Gyðingar vilja heldur Clinton en Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2008 | 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki er hægt að segja annað en að þetta er að verða spennandi.Ég hef heyrt því fleygt að hvort sem það verður Obama eða Clinton þá munu þau tefla því sterka tafli að bjóða annað hvort þeirra til varaforseta,það yrði virkilega sterkt spil.Ég hef einnig heyrt að John McCain hafi í huga sem varaforseta efni sitt, fyrrverandi kraftajötun,kvikmyndastjörnu og ríkisstjóra,ef svo er þá mun hann að öllum líkindum vinna öruggann sigur. Demókratar eða Repúblikanar það kemur í ljós.
Clinton og Obama hnífjöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.2.2008 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stjórnmál og samfélag | 2.2.2008 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vopnahlé á milli frambjóðenda Demócrata Frú Clinton og Hr. Obama er af hinu góða og sýnir að þau eru menningarlegt fólk.En ég hef verið að velta fyrir mér hvort stuðningur við Barack Obama frá Kennedy fjölskyldunni sé honum til framdráttar.Við megum ekki gleyma því að tveir meðlimir fjölskyldunnar voru drepnir vegna sinna áherslumála í pólitík,og Kennedy fjölskyldan hefur í gegnum tíðina verið umdeild á ýmsan hátt.
Kennedy forseti var drepinn mjög snemma svo að verk hans fengu ekki að tala,Bobby bróðir hans var einnig drepinn áður en hann gat gefið kost á sér til forseta.Edward hefur verið þekktur fyrst og fremst sem kvennamaður,þó hann sé þingmaður.Aðrir meðlimir hafa fengið á sig dóma og ýmsar ádeilur, svona mætti lengi telja upp.
Vitað er að Kennedy forseti var hlynntur blökkumönnum í Bandaríkjunum,og hvort hann hafi verið drepin vegna þess er ekki vitað.En spurningin er hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir til að hleypa hálfum blökkumanni í forsetastól? Eða verður Barack Obama látinn hverfa áður en að því kemur?
Settu upp silkihanskana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.2.2008 | 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er sérlega ánægjulegt að vita að nú eigi að úthluta fjármunum í öldrunarmál,og þá sérstaklega gleðilegt að 18 milljónir til dagvistunarmála heilabilaðra,þar sem ástandið í þeim málum eru mjög slæm.
Að vera heilabilaður blekkir marga.Alzheimer sjúkdómur er blekkingar sjúkdómur og blekkir bæði fjölskyldu og aðra.Af hverju segi ég blekkingar sjúkdómur,jú það er vegna þess að sjúkdómurinn sést ekki á sjúklingnum,viðkomandi sjúklingur getur litið út eins og fullfrísk manneskja og verið í einhvern tíma stálhraust á líkama, en svo tekur allt að gefa sig.Þegar einhver vinur hittir heilabilaða manneskju þá gerir hann sér ekki grein fyrir að viðkomandi er sjúk manneskja,fyrr en byrjað er að tala við sjúklinginn,þá getur hann ekki gefið greinagóð svör,svo smátt og smátt missir hann alveg færnina að tala,síðan hverfur færnin á flestur sviðum smátt og smátt,viðkomandi sjúklingur verður algjörlega háður maka eða þeim sem stendur honum næst.
Þetta er kannski ástæðan fyrir því að ekki hefur verið fyrr lagt meiri fjármuni í byggingu dagvistaheimila og langtíma vistunarheimili.Það er vegna þess að sjúklingurinn blekkir óafvitandi,það halda margir að viðkomandi sé ekkert veikur og þurfi ekki á aðstoð að halda,en raunin er önnur,allt önnur.Góður prestur sagði í sjónvarpsviðtali um föður sinn,að sjúkdómurinn væri HIN LANGA KVEÐJUSTUND vegna þess að við erum alltaf að kveðja nýjar og nýjar stöðvar sem áður voru sjálfsagðar en hafa einfaldlega horfið frá sjúklingnum,og við verðum að læra að lifa við það.
Stykjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.1.2008 | 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég er með tárin í augunum,því ég er ein þeirra aðstandanda sem er að reyna að koma sjúkum föður mínum fyrir á sjúkrastofnun,hann hefur verið greindur með Alzheimer í 8 ár og er háaldraður.
Móðir mín hefur hjúkrað honum og sparað fyrir ríkið stórar fjárhæðir.Þegar svo er komið að ekki er lengur hægt að leggja meira á aðstandendur,þá eru allar dyr lokaðar.Ég vil taka það fram að við erum þakklát fyrir 3 hvíldarinnlagnir sem hann hefur fengið.
Hvað er hægt að gera,það vill enginn starfa við þessi störf vegna þess að þau eru illa launuð,BORGUM meira þetta eru mannúðarstörf.Mér finnst skömm að þessi þáttur skuli ekki vera skoðaður betur.Þeir sem hugsa um foreldra okkar og börnin okkar eiga að vera vel launuð,ég vona að þetta verði leiðrétt núna í þessari kjarabaráttu.
Rými standa auð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.1.2008 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bústaðarvegurinn er einn af stofnbrautunum sem tengja Breiðholt við miðbæinn,og þar af leiðandi er gífurleg umferð daginn út og daginn inn.Ég sjálf þarf að fara um Bústaðarveg þegar ég fer í vinnu sem ætti ekki að taka mig lengur en 5 mín,þar sem ég bý ekki langt frá vinnustað mínum,en ef ég gef mér ekki 20-25 mín til að komast þá kem ég hreinlega of seint slík er umferðin.
Ég geri mér grein fyrir að það er mikil umferð víðsvegar um borgina,en Bústaðarvegurinn er slæmur.Spurningin er hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að létta á umferðinni t.d. breikka veginn smávegis,það gefur reyndar ekki mikil tækifæri en smá samt.
Umferðin hér í Reykjavík jafnast á við umferð í mörgum stærri borgum erlendis ástæðan er væntanlega sú að á hverju heimili eru tveir og jafnvel þrír bílar.Vegna þess að við höfum það gott Íslendingar almennt þá viljum við einnig þægindi hvað varðar ferðamáta.Veðrið bíður ekki uppá mikla göngutúra til eða frá vinnu eða hjólreiðar,því veljum við frekar bíl.
Allar framfarir hvað varðar umferð eru af hinu góða,og ég vona að nýr meirihluti taka til í þessum málum.
Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.1.2008 | 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid