Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þá hefur borgarstjórnarflokkurinn tekið ákvörðun,og ég tel að sú ákvörðun hafi verið rétt og á réttum tíma,það er búið að bíða með þessa tilkynningu of lengi.Vilhjálmur er reyndar réttilega kosinn til að vera í forsvari,en hann vill örugglega það besta fyrir flokkinn,og vegna þess víkur hann sæti fyrir Hönnu Birnu.Með komu nýs borgarstjóra efnis vonum við að það komi meira jafnvægi í borgarstjórnar flokkinn og þau fái að vinna að sínum verkefnum í friði.Ég óska Hönnu Birnu til hamingju.
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2008 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Obama gerði mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.5.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef svo verður raunin að Frú Clinton verði ekki útnefnd,þá má segja að nýir tímar séu að byrja ekki bara hjá Bandaríkjamönnum heldur heiminum öllum.Þetta veður mikill styrkleiki fyrir blökkumenn þar í landi,bilið á milli hvítra og blökkumanna er að styttast sem betur fer.Enda hefur maður séð að blökkumenn hafa gengt mörgum mjög mikilvægum embættum í gengum árin.En samt sem áður spyr maður sig hvort Bandaríkjaríkjamenn séu í raun tilbúnir,og ég vona svo sannarlega að hann verði ekki drepinn áður en til kosninga kemur.
Búið spil fyrir Clinton? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.5.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Töluvert hefur verið skrifað um flugvölinn í Vatnsmýrinni undanfarna daga í Morgunblaðið,og hefur margt gott komið fram í þessum greinum.Ég er ein af þeim sem vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni,ég gest ekki skilið þá afstöðu þeirra sem vill hann burt að landið sé með því betra sem finnst í bænum til bygginga,og að þar eigi að koma upp íbúðabyggð.Þeir sem vilja láta flytja flugvöllinn segja að hvergi í heiminum finnist flugvöllur inni í miðri borg.
Það getur verið að flugvöllur finnist ekki mjög víða,en það er annað sem ekki hefur verið rætt um í þessari umræðu,það eru allar járnbrautalestar-stöðvarnar sem eru staðsettar í miðjum borgum og oft fleiri en ein.Hvað eiga borgarbúar í viðkomandi borgum að segja,eiga þeir að fara frammá að járnbrautastöðvarnar verði fluttar útfyrir borgarmörkin,ég er hrædd um að það myndi ekki ganga upp,því lestarnar er samgönguleið fyrir milljónir manna,eins og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er samgönguleið fyrir stóran fjölda landsmanna.Við höfum hingað til viljað bera okkur saman við stóru löndin úti í heimi,eigum við ekki að gera það sama núna þegar rætt er um flutning flugvallarins.
Ég skil heldur ekki þá afstöðu fólks þegar það segir að flugvöllurinn eigi að fara til Keflavíkur,skilur fólk ekki hve mikil áhrif það mundi hafa á atvinnuvegi sem tengjast fluginu hér í Reykjavík,ég er á móti því að færa Suðurnesjamönnum flugvöllin og allt sem því tengist á silfurfati.
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2008 | 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig á einhver lítill karl í fjármálageiranum að ákveða að gera Ísland gjaldþrota,mikill er máttur hans.Gaman þætti mér að vera lítil fluga á vegg þegar hans háleitnu hugsanir fara af stað,það hljóta að vera mikil átök.
En án alls gamans ef þetta er ekki 1.apríl gabb þá er þetta háalvarlegt mál,að vita til þess að einhver maður úti í heimi beri svona kala til okkar landsmanna,því þetta mundi bitna fyrst og fremst á landsmönnum og sérstaklega þeim sem minnst hafa á milli handanna.
Ættum við ekki að bjóða honum til landsins og láta ÍE rannsaka kollinn á honum,sjá hvort þar sé að finna hafragraut eða kál.
Vildi gera Ís-land gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.4.2008 | 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef verið mjög óvirk í blogginu eftir áramótin,ástæðan er að faðir minn hefur verið mikið veikur og hef ég viljað vera hjá honum sínar síðustu stundir.Faðir minn Kristján Páll Sigfússon kaupmaður frá Ísafjarðardjúpi lést 14.mars og verður jarðsunginn 28.mars frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Faðir minn hefur barist við Alzheimer sjúkdóminn í nær 10 ár og hefur verið sannkölluð hetja í sínum veikindum,enda var hann allra manna hugljúfi.Það er svo sárt fyrir aðstandendur að horfa uppá sína ástvini hverfa inn í sinn eigin heim og hver stöðin í heilanum lokast hver af annarri,færnin hverfur smátt og smátt.Faðir minn var sérstaklega glaðlind persóna og átti alltaf bros fyrir alla alveg frammá síðasta dag,þetta bros,glaðlindi og hlýjan faðm mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi.
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2008 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Tölvurnar eru alltaf að taka meira og meira yfir ,hin mannlega hönd fer að verða óþörf.Flugfélögin eru ekki ein um að vilja spara mannskap,þetta byrjaði fyrir mörgum árum á bensínstöðvum þegar boðið var upp á sjálfsafgreiðslu,en á móti ódýrara bensíni.
Ef þú vilt kaupa flugmiða þá getur þú gert það í gegnum tölvuna,og fengið svo flugmiðann sendan heim í gegnum tölvuna og þú prentar seðilinn út.Viltu panta hótel út í heimi þá gerir þú það í gengnum tölvuna.Það er nánast hægt að nota tölvuna í hvaða viðskiptum sem er hér á landi og úti í heimi.Ekki er hægt að segja annað en að þetta er þægilegt.
Þeir sem bölva þessari þróun mega ekki gleyma því að með tilkomu tölvunnar breyttust vinnuhættir almennings,og þó svo að mörum finnist tölvan komi til með að taka vinnu frá fólkinu,þá mun það ekki vera alveg svo.
Ef við lítum á eina tölvu,þá þarf mann til að búa hana til,menn þurfa að selja hana og menn eru þarfir til að kenna á hana,og einnig til að vinna á hana,svo ég nefni ekki þeir sem þurfa að gera við hana.Með þessari upptalningu vil ég segja að við mennirnir erum ekki óþarfir vegna komu tölvunnar starfshættir og starfsvettvangur hafa breyst ,og fólkið með.
Flugfélög bjóða upp á netinnritun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2008 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mér finnst ekki tímabært fyrir einn né neinn að gefa kost á sér í stól borgarstjóra,sama dag og yfirlýsingin var gerð um að allt væri opið í þessum efnum.Við skulum leyfa nokkrum mánuðum að líða og sjá hvað gerist,þau þrjú geta unnið skipulega að því að komast í stólinn án mikils hávaða.Eðlilegast væri að næsta manneskja við Vilhjálm tæki við þ.e. Hanna Birna,en svo gæti farið að Vilhjálmur efldi sína stöðu og vildi sjálfur taka við stólnum,hvað þá?
Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2008 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi,þurfa börn virkilega að vinna með skólanum marga klukkutíma á viku,þá er ég ekki að setja út á þá sem vinna 10-12 tíma að meðaltali er það 1 til 2 tímar á dag, en að vinna allt uppí 5 tíma á dag er ekki eðlilegt.Er þetta vegna þess að við erum orðin ofneyslu þjóðfélag og börnin alast upp í því að eiga allt og halda sig eiga rétt á því að rástafa öllum þeim aurum sem þau vinna sér inn í tölvur og tölvuleiki.
Mikið er talað um lélega kennslu í grunnskólum landsins,ég held að við foreldrar ættum að líta okkur nær,eru börnin okkar að standa sig sem skyldi gagnvart kennurunum? Ég er ekki viss um það,því þau hafa ekki tíma til að læra heima það sem þeim er sett fyrir.
Mikið er rætt í þessu þjóðfélagi að menntun sé máttur mannsins,rétt er það og það ættum við foreldrar að hlúa að hjá börnunum okkar,og leyfa þeim að vera börn eins lengi og hægt er.Barnaárin eru mjög fá ein 15-16 ár það er ekki mikið.
Félagsmálaráðherra skoðar vinnu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2008 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég á bágt með að trúa því að karlinn sé búinn að sleppa frá sér öllum völdum,ætli hann velji sér ekki eftirmann sem hann getur haft sem strengjabrúðu,þeir gera það flestir sem halda að þeir séu ómissandi,og Kastró karlinn hefur verið einn af þeim hingað til.
Kastró segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2008 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid