Færsluflokkur: Lífstíll
Ég veit varla hvað er að vera klukkaður,en hún Ragnhildur Jónsdóttir vinkona mín klukkaði mig um helgina og ég skal standa mína plikt.
Er venjuleg Reykjavíkurmær,ættuð frá Ísafjarðardjúpi og Eyrarbakka.
STÖRF:Hef ekki unnið mörg störf um ævina,aðeins þrjú.Ég var innanbúða í verslun foreldra minna frá því að ég man eftir mér öllum stundum.
Ég starfaði sem fararstjóri um 18-20 ára skeið erlendis á Spáni og Portúgal,þ.e. Costa Del Sol,Benidorm,Mallorca og Algarve í Portúgal,þá var ég í eina 4-5 mánuði í einu , ég hef kynnst þessum löndum mjög vel og sögu þeirra og stórborgum,því að vera farastjóri er ekki bara að taka á móti Íslendingunum,það þarf að fara með þá í skoðunarferðir,eins og t.d. tveggja daga ferð til Lissabon,Sevilla og Cordoba og líka styttri ferðir,en þetta var mjög skemmtilegt starf ég gæti skrifað heila bók um ýmislegt sem kom fyrir.
Nú starfa ég fyrir Flugleiðahótel,er vaktstjóri í gestamóttöku Hótels Loftleiða og hef starfað þar í nær 20 ár,mjög skemmtilegt starf og fjölbreytilegt.Þar nýtist mín tungumálakunnátta ég tala fyrir utan íslensku,spænsku, ensku, frönsku og skandinavísku.
HJÚSKAPASTAÐA: Er gift og á einn son,sem æfir sund hjá Sundfélaginu Ægir,og er á síðasta ári í grunnskóla.
BÚSETA: Fyrir utan Íslands.þ.e. Reykjavík þá hef ég búið 2 ár í Torremolinos Costa Del Sol,2 vetur við nám í Granada á Spáni og 2 vetur við nám í Montpellier í Frakklandi og 1 ár í Albufeira Portugal.
LESTUR: Hef rosalega gaman af því að lesa,er að þræla mér í gegnum Blóð Krists og Gralið Helga það er búið að taka heilan vetur og heilt sumar.Ég haf mjög gaman af spennusögum eins og t.d. eftir Arnald Indriðason ég hef lesið allar hans bækur,einnig Menkell,og nú er ég nýbúin að uppgötva James Patterson ég er að klára bók númer tvö eftir hann.
SJÓNVARP: Bara allt sem er gott,t.d. Silfur Egils,fréttir,spennuþættir,spurningaþættir.
ÚTIVERA:Ég skal nú viðurkenna það að ég er nú enginn sérstakur íþróttafíkill,ég fer í göngutúra og nýfarin að æfa sundleikfimi sem ég er mjög ánægð með.
MATUR:Ég hef mjög einfaldan smekk í mat,ítölsk kjúklingasúpa sem ég bý til,spænsk tortilla og paella,lambalæri þetta er allt matur sem ég er hrifin af.Og lakkrís ég er veik fyrir honum.
Ég er mjög róleg og ég tel yfirveguð manneskja,kann ekki að segja brandara og er svo jarðbundin að það þyrfti að lyfta mér upp með lyftara frá jörðu til að fara t.d. í fallhlíf eða í fjallaklifur svo eitthvað sé nefnt.Ég hef gaman af pólitík,enda hef ég starfað með einum flokknum í mörg ár.
Ég held ég láti þetta nægja,ég ætla að klukka einhverja,ég klukkaði Toshiki Toma,Önnu Kristjásdóttir og Þrym Sveinsson
Kær kveðja til ykkar sem lesið þetta
María Anna
Lífstíll | 15.9.2008 | 12:05 (breytt kl. 20:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Saving Iceland,ég bara vissi alls ekki að samtökin vildu bjaga landinu,frá hverju gjaldþroti eða hryðjuverkum? við Íslendingar verðum sjálf að sjá um okkar náttúru,og bera virðingu fyrir henni á allan hátt.
Saving Iceland tekur niður búðir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 11.8.2008 | 09:46 (breytt kl. 09:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleymdu barninu í fríhöfninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 5.8.2008 | 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Setti nýfætt barn sitt í frysti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 28.5.2008 | 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef leitað er vel þá er enginn hörgull á þessari þjónustu hér á landi,því miður.Og það sem verst er, að innan um þessa flóru má finna allar tegundir af konum sem reyna að drýgja tekjur sínar á (auðveldan hátt) eða miklar tekjur á stuttum tíma.Flóran er sennilega margvísleg stúlkur í lyfjanotkun,stúlkur í framhaldsnámi og íslenskar húmæður.
Til Íslands til að veita kynlífsþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 10.5.2008 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er enginn vafi að hann er geðveikur,en af hverju var ekki búið að sjá það fyrr.Hann verður ekki geðveikur bara núna vegna þess að hann á yfir sér dóm, þeir sem umgangast hann hljóta að hafa séð að hann er snargeggjaður ,það hefði átt að vera búið að loka hann inni í loftlausu herbergi með engum gluggum fyrir 50 áum síðan.
Hann er svo mikill viðbjóður,að ég man ekki eftir að haf lesið um slíkt mál áður.Hann leyfir sé að reyna að komast upp með það að sleppa við fangelsisvist,allt sem hann gerði var úthugsað.Bréfin sem áttu að hafa komið frá Elísabet dóttir hans sendi hann frá hinum og þessum bæjum og borgum,hann keyrði langar leiðir til að setja bréf í póst til að hylja yfir þessa viðbjóðslegu athöfn sína.
Hugsið hvað hann er búinn að gera,loka dótturina inni í loftlausum kjallara ásamt börnunum í tugi ára,hún fór ekki út úr húsi,notaði hana kynferðislega,átti með henni 7 börn,og eitt dó og hann brenndi líkið.Stúlkan var kynlífsþræll föður síns,börnin hennar eru líka systkini hennar,og hann er faðir og afi barnanna.Allt sem hann gerði var þaulhugsað,hann er einfaldlega geðveikur harðstjóri og á að fá sömu meðferð og hann beitti sjálfur.
Segir Fritzl ósakhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 5.5.2008 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég rakst á smá klausu í Morgunblaðiðnu 18.apríl á blaðsíðu 16, en fasteignir á Spáni.Þar er spurt er sólarlandadraumurinn búinn?
Talað er um að nú bendi allt til þess að í fyllingu tímans mun spænsk stjórnvöld hrifsa til sín bótalaust eigur þeirra sem hafa keypt húseign á sólarströnd.Sá sem kemur með þessa frétt vill meina að spænsk stjórnvöld ætli að efna til laga sem segir að strendur Spánar sé öll í ríkiseign,og þeir sem þar hafa byggt megi nota húsin til æviloka,en ekki selja þau né láta þau renna til afkomenda.
Ég verð nú að segja að þessi skrif eru með eindæmum óábyrg.Á mínu heimili er fylgst með fréttum frá Spáni á hverjum degi jafnt í dagblöðum sem og sjónvarpi og fleiri en einni stöð,og ekki vantar á skilning tungumálsins,við höfum hvorki heyrt né séð frétt um þetta efni,enda segir það sig sjálft að þó svo að Spænsk stjórnvöld vilji hægja á byggingu við strendurnar þá koma þeir ekki til með að hrifsa til sín eignir fólks.
Ég veit líka að allir þeir sem kaupa fasteign á Spáni verða að þinglýsa eigninni,og með pappíra uppá þinglýsingu í höndunum þá getur enginn gert eignir upptækar nema þá að viðkomandi skuldi því meira í henni.
Ég legg til að áður en svona klausum er komið fyrir í blöðum þá sé búið að kanna sannleiks gildi þess.
Lífstíll | 21.4.2008 | 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég segi nei,við megum ekki láta þá Pólverja sem hér eru á landi líða fyrir nokkra samlanda þeirra sem eru glæpagengi.Hingað til höfum við talað um Pólverja sem gott og duglegt fólk,hefur það eitthvað breyst,ég held ekki.
Ekki er gott að dæma heila þjóð fyrir mistök nokkra,hvort sem það eru Pólverjar eða aðrir.Fólk er eins misjafn og það er margt, og þjóðerni skiptir þar engu máli.
Svo vill nú til að í húsið hjá mér eru nýflutt ung pólsk fjölskylda,ég fór að ræða við þau og spurði hvaðan þau væru,það var seint um svör og lá við á ég sæi eftir að spyrja þau um þjóðerni ,þau horfðu á mig og svöruðu með mjög lágum tóni að þau væru frá Póllandi.Þetta sýndi mér hve umfjöllun í blöðum getur haft áhrif á þá útlendinga sem hér búa.Ég vil bara segja með þessu að:
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
„Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 16.4.2008 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég vil ekki mæla með fitu né offitu,en það segir sig sjálft þegar við erum orðin fullorðin þá getum við ekki verið í sömu þyng eins og við vorum í þegar við vorum unglingar.Beinagrindur hafa hingað til ekki þótt fallegar né sexí.Konur og menn sem eru með smávegis utan á sér er hið besta mál, það er ekkert ljótt við það.En við verðum vissulega að gæta hóf í mat og drykkju og passa uppá að hafa passlega hreyfingu.
Ofdýrkun á of grönnum sýningarstúlkum er stórhættulegt fyrir ímynd unglingsstúlkna og pilta.Á meðan unglingar eru að vaxa úr grasi er sjálfsmynd þeirra ekki fullmótuð,og á meðan það er verið að hamra sífellt á fegurð og glæskileika einhvers ákveðins hóps þá er hinn hópurinn óánægður með sjálfan sig,og yfirleitt að ástæðulausu.
En svo er líka annað mál og það er matarræði okkar,það hjálpar örugglega ekki alltaf til.Ég er sannfærð um að meira er borðað af ruslfæði en gert var fyrir einum 30 árum.Skyndibitastaðir voru varla til á þeim tíma,svo ekki var farið að kaupa pizzu eð McDonalds.
Ég man eftir því þegar ég var unglingur að vinna í matvöruverslun föður míns,þá fékk ég mér sælgæti og kók,ég lét kókið duga mér allan daginn,ég fékk mér sopa og sopa yfir daginn og þetta var stærri flaskan af glerflöskunum,en í dag þamba ég meira kók en ég gerði í þá daga,svona hefur tíminn breyst.
Offitufaraldur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 6.4.2008 | 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég var að keyra Hringbrautina í gær og varð á vegi ökutækis sem ung stúlka ók,ég reyndi að koma mér í burtu frá þessum bíl hvers vegna ? jú,vegna þess að bíllinn var óökuhæfur og stúlkan ekki hæf til að sitja við stýrið.Ég vil útskýra þetta nánar,þetta var í hádeginu veðrið var ágætt,en stúlkukindin hafið ekki hreinsað sjóinn af bílnum,framrúðan hafði verið hreinsuð nóg til að sjá út, og glugginn við bílstjórasætið, en afturrúðan og aðrar hliðarrúður voru þakin snjó.
Ef þetta hefði verið í blindbil og illviðri hefði ég kannski skilið að bílinn væri þakinn snjó,en þetta sýndi að stúlkan hafði ekki nennt að hreinsa rúðurnar,bara það allra minnsta til að sjá út .Okkur ber skilda til að hreinsa vel rúður á bílum okkar,ljós og stefnuljós,þetta er ekki aðeins gert fyrir okkur,líka fyrir hina ökumennina.
Bílinn var ekki aðeins óökuhæfur vegna snjós,stúlkan var líka að tala í símann.Þegar maður sér svona atvik þá hugsar maður til lögreglunnar,þarna hefði átt að stöðva bílinn og sekta stúlkuna fyrir að tala í síma og aka á bíl þakinn sjó á öllum rúðum.
Lífstíll | 29.2.2008 | 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid