Ég er búin að vera í smá fíi, ég skrapp til Madridar höfuðborg Spánar,þar naut ég lífsins, fór ekki á nein söfn í þetta sinn, en naut þess að borða góðan mat og skoða mannlífið sem er glæsilegt og oft mjög skrautlegt. Ég var á útiveitingastað í einu úthverfi Madrídborgar þar sé ég mann í hörku samræðum við sjálfan sig,þetta var vel til hafður maður en vel valltur enda búinn að innbyrða mikið af víni og bjór.Það var svo gaman að fylgjast með honum því hans samræður voru ekki aðeins í orðum, heldur notaði hann hendurnar og í raun allann líkamann,mér fannst á tímabili eins og hann væri að leika einleik í leikhúsi,svo fékk hann sér sopa inn á milli,þetta var aðalega bjór sem hann drakk, og þegar hann var búin með flöskurnar þá raðaði hann þeim upp eins og hann væri að stilla upp fallegum styttum.Það síðasta sem ég sá til þessa manns var þegar hann strunsaði yfir götuna og að næsta gosbrunni og settist þar niður því næst lét hann hendina renna niður í brunninn og dró upp þungann plastpoka,og viti menn í þessum plastpoka voru bjórdósir, og hann opnaði auðvita eina og fékk sér sopa, segið svo að fólk geti ekki bjargað sér. Þessi litli einleikur minnir mig á það þegar ég var í París á mínum yngi árum þá vorum við tvær vinkonur sem bjuggum í einu herbergi uppi á hanabjálka,við höfðum ekki neinn ískáp, en björguðum okkur með því að setja drykkina og ávextina og það sem þurfti í net og létum netið hanga fyrir utan gluggann,þetta var að vetri til og alltaf vorum við með góða kælingu á því sem við þurftum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Athugasemdir
Við fáum góðan mann með Guðlaugi Þór, hann er hörku duglegur, og til hamingju með nyju stjórnina.
María Anna P Kristjánsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.