Innanlandsflugvöllur

Nú hefur nýr samgönguráðherra tekið við völdum og rökræður um Innanlandsflugvöllinn byrjaðar aftur,þetta er málefni sem kemur til með að kosta þjóðina töluverðar upphæðir,hvort sem völlurinn verður áfram eða færður.Ef hann verður áfram þá getur hann ekki verið í þeirri ómynd sem hann er í núna,og sú aðstaða sem boðin er uppá fyrir farþega er til skammar,þetta verður að laga og það strax, ég hef heyrt að vélar sem eiga að lenda verða að sveima í loftinu í smá tíma vegna þess að ekki er pláss nema fyrir viss marga farþega inni í flugstöðvabyggingunni. Ég er gjörsamlega á móti því að fara með flugvöllinn til Keflavíkur,af hverju eigum við Reykvíkingar að færa suðurnesjum á silfurfati alla þá þjónustu sem er í kringum Reykjarvíkurflugvöll, þ.e. rútuakstur,leigubílar,hótel,veitingar,verslun, starfsfólk sem vinnur við flugrekstur , eins og t.d.viðhald,innritun,bókun,hleðslu svo eitthvað sé nefnt,höfum við Reykvíkingar svona yfirleitt efni á því að færa þessa atvinnu til Keflavíkur,þetta telur þúsundir starfa.Nei,við eigum að halda vellinum áfram í Reykjavík.
mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Mikið er ég sammála þér varðandi Reykjavíkurflugvöll á sínum stað. Ég tek undir öll atvinnutækifæri sem fylgja flugvellinum það er um að ræða 10- 12000 störf fyrir utan allt annað sem fylgir honum.

Enda þarf flugvöllur að vera nálægt sjúkrahúsum. Ef slys ber að höndum ég tala ekki um náttúruhamfarir á þessum leiðum, sem menn tala að færa flugvöllinn til.

Enda var mikil umræða um flugvöllinn á landsfundi Sjálfstæðimanna þar var ég og aðrir landfundafulltrúar í meiri hluta. Að hann eigi að vera á sínum stað. Ég tel þetta mál vera aðalmálið fyrir næstu Borgarstjórnarkosningar.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þarna erum við sko sammála Flugvöllur fer ekkert burt/bara lagfæra hlutina og byggja Umferðamiðstöð og flugstöð um leið)Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 7.6.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það þar að lagfæra hann til að hann geti verið áfram á sama stað. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég spyr hvað þarf að laga hann ? Ég get ekki annað enn verið sammála fyrrverandi og núverandi Samgönguráðherra að flugvöllurinn muni vera á þessum stað að ég held um ókomna tíð flugvöllur á þessum stað er mjög þýðingar mikill fyrir okkur sem búum í Reykjavík. og ég tala ekki um þá sem búa á landsbyggðinni.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2007 kl. 21:08

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Jóhann,ég er sammála að flugvöllurinn á að vera þar em hann er en það þarf að laga flugbrautirnarog væntanlega bæta við flugbraut en ég á sérstaklega við aðstöðu þegar ég tala um að laga,ég vil láta færa aðstöðuna nær Öskjuhlíð og gera þar glæsilega flugmiðstöð.En flugvöllurinn á að vera á sínum stað og ég er sammála þér Jóhann að hann er gríðalega mikilvægur fyrir sjúkraflug og auðvitað fyrir landsbyggðina.Hann á ekki að fara til Keflavíkur ég endurtek það . Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Jóhann,ég er sammála að flugvöllurinn á að vera þar sem hann er en það þarf að laga  flugvöllinn sjálfann  og væntanlega bæta við flugbraut en ég á sérstaklega við aðstöðu þegar ég tala um að laga,ég vil láta færa aðstöðuna nær Öskjuhlíð og gera þar glæsilega flugmiðstöð.En flugvöllurinn á að vera á sínum stað og ég er sammála þér Jóhann að hann er grýðalega mikilvægur fyrir sjúkraflug og auðvitað fyrir landsbyggðina.Hann á ekki að fara til Keflavíkur ég endurtek það . Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég er sammála þér það má laga flugvöllinn það er ekki málið til að gera hann betri það er af hinu góða. Enn það þarf líka að laga aðstöðu fyrir farþega eins og Halli bendir réttilega á.

Enn það virkar skrítið í þessari umræðu að arkitektar og byggingarverktakar vilja flugvöllinn burtu það eru líka frjálshyggju menn innan sjálfstæðismanna og hópur Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna eins og Björn Inga Hrafnsson sem eru á sömu skoðun.

 Þetta er fólkið sem styður braskara til góðra verka. Það vildi svo vel til í vikunni þegar Samgönguráðherra sagði að flugvöllurinn yrði á sama stað. Viti menn hverjir voru fljótastir að koma úr felum.

Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B Eggertsson og Sjálfstæðismenn sem eru í felum sem þora ekki að koma undir nafni og segja sína skoðun. Enn það mun koma þegar þeir gefa veiðileyfi á sér.

Eitt skulu þessir borgarfulltrúar hafa á hreinu þeir eru í vinnu hjá okkur borgarbúum og eiga að vinna samkvæmt vilja borgarbúa.

Það þarf að kynna fyrir borgarbúum kosti og galla fyrir utan atvinnumissi, tekjumissi. síðan allan kostnað sem kostar að byggja þetta upp sem myndi auka skuldastöðu Reykjavíkurborgar. það vilja borgarbúar ekki.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Jóhann,

Ég vil láta laga aðstöðuna,það er númer eitt til þess að flugvöllurinn geti verið áfram í Vatnsmýrinni,þú veist það Jóhann að það er sama í hvaða flokki er það eru allstaðar til braskarar,vissulega þar að kynna fyrir borgarbúum galla og kosti þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni en þora Sjálfstæðismenn að taka af skarið,mér fannst Vilhjálmur vera farinn að mýkjast í þessu máli eftir kosningarnar,ég vona að hann taka af skarið og ákveði í eitt skipti fyrir öll að flugvöllurinn verði áfram. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband