Þá mega karlar vera ánægðir,við konur vinnum minna en þeir ???

Þá er loks komin skýring af hverju við konurnar erum með lægri laun en karlar,jú við vinnum töluvert minna en þeir,samkvæmt þessari könnun.Ég ætla ekki að rengja þessa könnun,hún hlýtur að vera samviskusamlega gerð.

.Það getur verið að við konur vinnum færri tíma en karlar utan heimilisins,en ef við ættum að mæla í klt og í krónum þá vinnu sem við leggjum á okkur til að halda heimilinu,börnum og fjölskyldunni gangandi(vissulega með hjálp bóndans)þá er ég nú viss um að margir yrðu hissa.Ég hef alltaf litið á það sem forréttindi ef konan getur verið meira heima,að hún sé til staðar þegar börnin koma heim úr skóla,þetta er því miður ekki mælt í peningum.

Við konur höfum margt á könnu okkar,sem ekki er metið í virðingastiganum.Við erum með börn framtíðarinnar í okkar höndum, þau sem taka við,þau sem eiga eftir að gera svona kannanir í framtíðinni. Vonandi þegar að því kemur þá hefur hlutverk konunnar hvort sem er á vinnumarkaðinum eða á heimilinu fengið þá virðingu sem það á skilið.


mbl.is Karlar vinna tíu stundum meira en konur á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Karlarnir ánægðir? Getur ekki verið að karlarnir séu að vinna þessa yfirvinnu af umhyggju fyrir fjölskyldunni? Umhyggju fyrir fjárhag fjölskyldunnar og til þess að gera eiginkonunni kleift að njóta þess sem þú kallar "forréttindi" þ.e. að vera meira heima með börnunum. Eða heldur þú að þeim þyki svona gaman að vinna yfirvinnu? Er þessi yfirvinna eitthvað sem konurnar langar líka í?

Hef séð könnun þar sem kemur fram að karlar á þrítugs- og fertugsaldri með konu og börn vinna mest yfirvinnu þannig að það virðist vera samband þar.

Jón Bragi Sigurðsson, 17.10.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jón Bragi,við erum kvitt,því karlarnir vinna yfirvinnu á vinnumarkaðinum og konurnar heima.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er nú ekki svo að heyra á öllum að karlar og konur séu kvitt miðað við þann vorkunarsöng sem femínistar syngja um hlutskipti kvenna.

Jón Bragi Sigurðsson, 17.10.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auðvitað væri ákjósanlegast að aðstæður í þjóðfélaginu væru þannig að enginn þyrfti að vinna yfirvinnu utan heimilis, en að hún skiptist jafnt á þá aðila sem heimilinu sinna.

Því miður ekki raunin á Íslandi í dag, og í fæstum ríkjum heims, grunar mig, nema kannski í best stæðu löndum Norður-Evrópu (Ísland þá undanskilið, enda byggist ríkidæmi okkar á miklu vinnuframlagi hvers einstaklings, við fáum þó mikið frí miðað við t.d. Bandaríkjamenn). 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jón Bragi,það er svo langt frá því að ég sé femínisti,þess vegna finnst mér það vera forréttindi að geta verið heima hjá börnunum,en það er vissulega ekki hægt nema með samvinnu hjóna.Ég er t.d. alveg á móti því sem kallað er kvótakeri kvenna,þ.e. að kona eigi að fá einhverja stö´ðu vegna þess að hún er kona,nei, þar á hæfni að ráða.

Gréta Björg,ég er hrædd um að það verði seint sem ekki verði að vinna yfirvinnu hér á landi,miðað við það kapphlaup sem er í þjóðfélaginu.við fáum fleiri sumarfrís daga en Bandaríkjamenn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 17:25

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gréta Björg. Þú skrifar um yfirvinnuna: "Því miður ekki raunin á Íslandi í dag, og í fæstum ríkjum heims,...". Ég held aftur á móti að vinnulag Íslendinga og yfirvinnugauf sé nánast einsdæmi og ég er ekki alveg sammála þér um þetta mikla vinnuframlag Íslendinga sem þú ert að tala um. Ef þig langar að sjá mína skoðun á málinu, kíktu þá inn á síðuna mína.

Jón Bragi Sigurðsson, 17.10.2007 kl. 20:26

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

launamunurinn er ekki alltaf skýrður með mismikilli vinnu heldur er það því miður þannig að í sumum tilfellum fá karlar hærri laun fyrir nákvæmlega sömu vinnu, þá er verið að mina grunnlaun, án yfirvinnu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 17.10.2007 kl. 23:43

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þarna kemur Sædís staðreyndir,það er þetta sem konur kvarta yfir sem er eðlilegt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband