Ég er kölluð aturhald,hvernig er með lyfin eiga þau líka að seljast i matvöruverslunum?

Þetta er þriðja grein mín sem ég skrifa um þetta mál,ég er kölluð afturhald vegna skoðana minna,mér líkar það vel vegna þess að þá veit ég að ég fylgi ekki straumnum,enda hef ég aldrei gert það.

Nú spyr ég,hvernig er með lyf eiga þau ekki líka að seljast innan um matvöruna.Ef ég þarf á höfuðverkjatöflum þá þarf ég að keyra í næstu lyfjaverslun,þetta er ekki boðlegt, ég vil kaupa wc-rúllur kjöt og lyf allt í einum pakka,Lyf verða ekki misnotuð þó þau séu seld í matvöruverslunum.Þetta eru þau rök sem þeir nota sem vilja fá áfengi inn í matvöruverslanir.Nei lyf verða væntanlega ekki seld innan um matvöruna,einfaldlega vegna þess að það þarf að gæta þess að það séu sérfræðingar sem selja okkur lyfin,ekkert óeðlilegt við það.

Hingað til hefur ekki verið létt að fá mannskap í verslanir,því vil ég ráðleggja ykkur sem viljið kaupa áfengi með matnum ykkar að læra þau tungumál sem töluð eru á afgreiðslukössum í stórmörkuðum,með þessari athugasemd vil ég ekki setja út á starfsfólkið,ég vil einfaldlega benda á að þjónustan verður ekki sú sama og hún er í dag.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einmitt!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2007 kl. 12:49

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Að vera kallaður afturhald eða íhald er ekki endilega löstur/Framfarir eru svona ,kapp er best með forsjá,segir máltækið,svo auðvitað má fólk hafa sínar skoðanir,og það höfum við öll,bara Sjálfstæðar er það ekki /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég veit það Halli minn,en afturhald er einhver sem vill ekki fylgjast með nýungum,í þessu máli hef ég mínar eigin Sjálfstæðar skoðanir,ég get ekki fylgt meiri hluta Sjálfstæðra skoðana í þessu.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.10.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband