Hér er verið að setja plástur yfir sárið !

Nú er ég aldeilis hissa,á nú að fjölga bílastæðum á meðan húsnæðið sem innanlandaflug býr við er til háborinnar skammar.Ég held að það sé bara til að ýfa upp sárið og setja plástur yfir.

Mín óskastaða væri að færa húsnæðið fyrir innanlandsflug yfir þeim megin sem Hótel Loftleiðir er og byggja nýja samgöngumiðstöð,það er nóg pláss á því svæði.Háskólinn í Reykjavík er byrjadaður að byggja á þessu svæði og af hverju ekki að bæta við samgöngumiðstöð.

Innanlandsflugvöllur þjónar ekki bara landsbyggðinni,frá þessum flugvelli fara flug til Grænlands og Færeyja.Þegar ég var barn þá var utanlandsflug farið frá Reykjavíkur flugvelli,og þá fannst mér allt í sambandi við flugið og flugvöllinn svaka flott.Ég er nú ekki ein af þeim sem nota innanlandsflug mikið en ég fór í vor til Færeyja,ég var ekkert lítið hissa þegar ég sá að flugstöðvarbyggingin sem ég sá í hyllingum sem barn hafði nær ekkert breyst og það eru nokkuð mörg ár síðan,byggingin er barn sína tíma og í velferðaþjóðfélagi sem þessu er varla hægt að bjóða uppá slíka aðstöðu.Ég skora á borgarstjórann að taka til höndunum og byggja nýja flugstöðvabyggingu hinu megin við flugvöllinn.


mbl.is Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er rétt hjá þér María,þetta er skömm,en það á að byggja þessa  umferðamiðstöð og flugstöð ,þarna Lofteiðamegin,að eg held og best veit/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.11.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég tek undir með þér María á ekki orð yfir þessu og hvernig er staðið að þessu málum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.11.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Alt lug hefur stóraukist þarna, ekki má gleyma litlu millilandaþotunm, sem fljúga orðið daglega til viðskiptalandanna.  Með allri virðingu fyrir stórviðskiptamönnum landsins, en flugvöllurinn er að verða eins og strætisvagnaleið gamla tímans. Ég verð töluvert vör við það þar sem við búum umdir beinni línu þegar lent er á Rvíkurflugvelli. Einhver ákvörðun verður að koma með þessa nýtingu vallarins og svæðisins í kring. Þettaer eitthvað svo hallærislegt þarna.

Sólveig Hannesdóttir, 12.11.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband