Ég vaknaði í nótt um kl 04:30 við gífulegan hávaða fyrir utan húsið hjá mér,ég var fljót út í glugga því ég hélt að það væri verið að ráðast inn í kyrrstæða bíla,nei ekki aldeilis.Það sem ég sá voru tveir ungir drengir á milli 15-16 ára gamlir á fullu að brjóta glerið í strætóskýlinu sem stendur fyrir utan húsið hjá mér,þeim tókst allavega að brjóta tvö gler.Ég var fljót í símann og lét vita af þessu.
Það sem ég spyr sjálfa mig,hvað eru unglingar á þessum aldri að gera um kl 04:30 aðfaranótt þriðjudags,ættu þeir ekki að vera heima hjá sér sofandi ? Þurfa þeir ekki að mæta í skólann á morgnana? Hvernig er með foreldrana vita þeir ekki hvað börnin þeirra eru að gera og fylgjast þeir ekki með því hvort unglingurinn þeirra séu heima í rúminu sínu ?
Þegar unglingur er staðinn að verki við slíka skemmdarstarfsemi,þá finnst mér að það ætti að setja þá í vinnugalla frá borginni helst merkta ÉG BRAUT GLERIÐ,og láta þá hreinsa upp eftir sig í návist allra.Ég veit ekki hvort þessi aðferð dugi til að fá unglinga sem haga sér svona til að hugsa og skammast sín,en það mætti reyna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.11.2007 | 13:02 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
ragjo
-
gretaulfs
-
harhar33
-
kolbrunb
-
gurrihar
-
jp
-
ekg
-
toshiki
-
bjorkv
-
ingabesta
-
otti
-
leifurl
-
haukurn
-
reykas
-
nonniblogg
-
stebbifr
-
juliusvalsson
-
binni29
-
mosi
-
krissa9951
-
kristjanma
-
saethorhelgi
-
thordursteinngudmunds
-
malacai
-
annaragna
-
skinogskurir
-
blues
-
gattin
-
brandarar
-
elinora
-
lucas
-
kokkurinn
-
handtoskuserian
-
jonaa
-
ketilas08
-
ottarfelix
-
sir
-
pandora
-
vefritid
Athugasemdir
Þessir unglingar eiga verulega bágt. Hvað er til ráða? Það veit ég ekki. Það er erfitt að grípa í taumana þegar börn eru orðin svona stór án þess að hafa fengið uppeldi -
.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 14:04
Það er erfitt að eiga við svona unglinga,en eins og Guðmundur segir og ég kom inn á þá ætti að koma á fót FANGAVINNU, ég er á mót því að koma unglingum fyrir á upptökuheimilum eða í fangelsi,þeir og þau koma helmingi verri frá svona stöðum.Bara láta þá vinna og borga fyrir sínar skemmdir.
María Anna P Kristjánsdóttir, 27.11.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.