Ég var að keyra Hringbrautina í gær og varð á vegi ökutækis sem ung stúlka ók,ég reyndi að koma mér í burtu frá þessum bíl hvers vegna ? jú,vegna þess að bíllinn var óökuhæfur og stúlkan ekki hæf til að sitja við stýrið.Ég vil útskýra þetta nánar,þetta var í hádeginu veðrið var ágætt,en stúlkukindin hafið ekki hreinsað sjóinn af bílnum,framrúðan hafði verið hreinsuð nóg til að sjá út, og glugginn við bílstjórasætið, en afturrúðan og aðrar hliðarrúður voru þakin snjó.
Ef þetta hefði verið í blindbil og illviðri hefði ég kannski skilið að bílinn væri þakinn snjó,en þetta sýndi að stúlkan hafði ekki nennt að hreinsa rúðurnar,bara það allra minnsta til að sjá út .Okkur ber skilda til að hreinsa vel rúður á bílum okkar,ljós og stefnuljós,þetta er ekki aðeins gert fyrir okkur,líka fyrir hina ökumennina.
Bílinn var ekki aðeins óökuhæfur vegna snjós,stúlkan var líka að tala í símann.Þegar maður sér svona atvik þá hugsar maður til lögreglunnar,þarna hefði átt að stöðva bílinn og sekta stúlkuna fyrir að tala í síma og aka á bíl þakinn sjó á öllum rúðum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Athugasemdir
þetta er meinið i okkar umferð !!!!!!,maður sér þetta daglega,þetta er athugandi fyrir löggæsluna/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.2.2008 kl. 10:54
Þetta er alls ekki nógu gott, sammála ykkur Halla, það þarf að taka á svona löguðu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:43
Það sem ég sé oftar og oftar eru bílstjórar talandi í símann,það líkar mér alls ekki.
María Anna P Kristjánsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:54
Ekki mér heldur. Maður getur verið viss um að ef einhver bíll hægir skyndilega á sér í miðri umferðinni þá er það af því að bílstjórinn er að tala í farsíma. Og eins hef ég líka tekið eftir að fólk gefur ekki stefnuljós á meðan það talar í símann. fFyrir nú utan það að fólk er alls ekki með athyglina óskipta við aksturinn með þessu lagi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:44
Svona til fróðleiks, þá er lögreglan farin að sekta þá (sem hún nær til) sem ekki moka snjó af bílum sínum. Svo þakka ég þér María fyrir hlýjar kveðjur.
Steinunn Þórisdóttir, 1.3.2008 kl. 00:16
Góð og þörf áminning hjá þér María. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 1.3.2008 kl. 07:33
Takk fyrir athugasemdirnar.kveðja til allra.María
María Anna P Kristjánsdóttir, 1.3.2008 kl. 18:46
Ég verð að ljóstra því upp, að ég er hætt að aka á götum úti til dæmis milli 1600og 19oo. Það er orðið soldið hallærislegt, ef barnafólk og fleiri þurfa að einangra sig einhversstaðar vegna umferðarinnar.
Ég ók tildæmis fram á tvo árekstra í gær.
Sólveig Hannesdóttir, 2.3.2008 kl. 12:51
Sólveig,það er svo mikil umferð á þessum tíma,allir að koma frá vinnu og flýta sér í verslun til að kaupa í kvöldmatinn.
María Anna P Kristjánsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.