Þar sem ég vinn með ferðamönnum,þá gefur það auga leið að ég tala mikið við þá um daginn og veginn og álit þeirra á Íslandi.Lítið nefna þeir stóriðjur og eyðileggingu á landslagi,en það sem virkilega liggur þeim á hjarta er dýrtíðin hér,og þá sérstaklega hvað varðar mat.
Þeir koma móðir,másandi og æstir eftir eina kvöldmáltíð sennilega síðustu kvöldmátíðina á Íslandi því eftir þetta taka samlokur við.
Ferðamennirnir eiga bara ekki orð,þeir segja við mig að þeir hafi borgað nær 8000.- kr fyrir einn rétt og eitt glas af víni stundum er þetta dýrara.Þetta held ég að fari mjög svo fyrir brjóstið á ferðamönnunum okkar,það vantar ekki að þeir eru hrifnir af landinu segja það stórbrotið.Þjónustan mjög góð og gisting líka en dýrtíðin gerir það að verkum að þeir hugsa sig tvisvar um,þegar þeir eru spurðir hvort þeir muni koma aftur.
Þetta er nokkuð sem við verðum að taka til athugunar ef við viljum vera samkeppnishæf á alþjóða markið hvað verðar ferðamenn.
Ísland fellur um sjö sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Athugasemdir
Í gegnum árin hef ég unnið á veitingahúsum og hugsa oft til þess þegar ferðafólk er að panta af matseðli og borga þvílíka upphæð fyrir mat og drykk.Svo eru líka þeir sem koma í hópum og fá sérstaka rétti og drykki með og það kostar líka mikið.Ef við værum að borga svona mikið í útlöndum þá færi fólk í færri ferðir.Við hjónin vorumá Spáni í viku í febrúar borðuðum á hverju kvöldi á góðum stöðum og borguðum ca. 50 evrur fyrir okkur bæði það er ekki dýrt og við hefðum getað haft það ódýrara.
Guðjón H Finnbogason, 4.3.2008 kl. 15:55
Ég held að það þurfi fleiri veitingastaði sem bjóða uppá venjulegan heimilismat,sem er þá ódýrari en það sem boðið er uppá í dag.
Þú hlýtur þekkja þetta vel Guðjón þar sem þú ert í þessum bransa.
María Anna P Kristjánsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:54
Ísland er fokdýrt en það verður þó að segjast, þar sem þú nefnir Spán, að það ágæta land hækkar nú bara og hækkar. Ótrúlegt hve verðlagið hefur hækkað mikið núna á síðustu 5 árum hérna á Spáni. Sumir hlutir eru orðnir jafnvel dýrari heldur á Íslandi. Ég man fyrir upptöku evrunar þá var allt ca. helmingi ódýrara. Þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt þá borgaði ég t.d. 235€ fyrir rafmagn í 2 mánuði.
En nota bene, launin haldast ennþá jafnlá.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.3.2008 kl. 06:55
Við verðum að koma upp einhverjum matsölustöðum, þar sem ferðamenn þurfa ekki að greiða fyrir einhverja uppsnobbaða þjónustu, sem þeir kæra sig alls ekkert um. Ég vil endilega trúa því að ferðamenn í okkar landi eru ekki hingað komnir til að láta einhverja snúast í kringum sig í einhverri tilgerð. Bjóðum upp á eitthvað eðlilegt, etthvað svona naturelt án þess að vera myglað..............................
Sólveig Hannesdóttir, 6.3.2008 kl. 23:39
Ég var með nokkra breta á ferðalagi og gistum við á sveitahóteli. gamlan breta langaði í bjór og fór á barinn og borgaði 800 kr fyrir stóran. Horfði á glasið smá stund og spurði þjóninn er ég búinn að borga fyrir kvöldið?
Axel Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 22:58
Sólveig,það er alveg rétt hjá þér ferðamennirnir okkar yfir höfuðið vilja ekki uppsnobbaða matsölustaði,bara góðan mat, Sægreifinn er mjög vinsæll.
Axel,800 kr fyrir eitt kvöld er kannski dálítið ýkt en ég sé tárin fyrir mér á þessum Breta.
María Anna P Kristjánsdóttir, 9.3.2008 kl. 10:05
Jú auðvitað er ástæða fyrir þessu,það er um 30-40 5 allt dýrara hérna en erlendis/erum við ekki sjálf alltaf að kvarta/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 10.3.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.