Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.Hvað með járnbrautastöðvar í stórborgum erlendis ?

Töluvert hefur verið skrifað um flugvölinn í Vatnsmýrinni undanfarna daga í Morgunblaðið,og hefur margt gott komið fram í þessum greinum.Ég er ein af þeim sem vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni,ég gest ekki skilið þá afstöðu þeirra sem vill hann burt að landið sé með því betra sem finnst í bænum til bygginga,og að þar eigi að koma upp íbúðabyggð.Þeir sem vilja láta flytja flugvöllinn segja að hvergi í heiminum finnist flugvöllur inni í miðri borg.

Það getur verið að flugvöllur finnist ekki mjög víða,en það er annað sem ekki hefur verið rætt um í þessari umræðu,það eru allar járnbrautalestar-stöðvarnar sem eru staðsettar í miðjum borgum og oft fleiri en ein.Hvað eiga borgarbúar í viðkomandi borgum að segja,eiga þeir að fara frammá að járnbrautastöðvarnar verði fluttar útfyrir borgarmörkin,ég er hrædd um að það myndi ekki ganga upp,því lestarnar er samgönguleið fyrir milljónir manna,eins og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er samgönguleið fyrir stóran fjölda landsmanna.Við höfum hingað til viljað bera okkur saman við stóru löndin úti í heimi,eigum við ekki að gera það sama núna þegar rætt er um flutning flugvallarins.

Ég skil heldur ekki þá afstöðu fólks þegar það segir að flugvöllurinn eigi að fara til Keflavíkur,skilur fólk ekki hve mikil áhrif það mundi hafa á atvinnuvegi sem tengjast fluginu hér í Reykjavík,ég er á móti því að færa Suðurnesjamönnum flugvöllin og allt sem því tengist á silfurfati.

 

Gare de l'Est, Paris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Sammála þér María, flugvöllinn áfram þarna sem hann er. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir þeim sem vilja hann burt og það er að byggja þarna háhýsi. Þar með yrði hverfið með gömlu húsunum og gamli Skerjó líka að fara. Við þurfum ekki alltaf að gera allt eins og aðrar þjóðir.

Steinunn Þórisdóttir, 14.4.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sammála ykkur,flugvöllurinn á ekki að fara.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.4.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þvi að flugvöllurinn verði þarna ´/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.4.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll  María.

þetta er engin spurning flugvöllurinn verður á sínum stað. þetta mál hefur verið svo lengi í umræðunni að ég er orðinn leiður á þessu. Ég veit til þess að ákveðnir menn vilja hann burtu. Stutt er í kosningar og þeir sem hafa verið mest uppi að fara með flugvöllinn burtu eru ornir ansi hræddir um sína stöðu sem betur fer. Að lokum ég held að þetta mál verði ofarlega á baugi í næstu kosningum. Það mun verða þjóðin sem mun skera út um þessi mál í næstu kosningum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.4.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband