Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

ETA samtökin eru ekkert annað en glæpamenn..

Það er ótrúlegt hvað nokkur hrunduð manns geta gert mikinn usla,ETA samtökin samanstendur af nokkrum hundruð manns beggja megin við landamærin þ.e.a.s. Í Baskahéraðinu Spánarmegin og Frakklandsmegin.Baskahéraðið er margra milljóna hérað,þar búa baskar sem eru bara venjulegt fólk og kæra sig ekkert um að vera annað en Spánverjar,enda hefur það sýnt sig að í hvert skipti sem Batasuna samtökin hafa tekið þátt í kosningum þá hafa þeir fallið eins og skopparakringla niður fjallshlíð.

Baksra eru orðnir þreyttir á herferð og glæpastarfsemi ETA manna,þeir þykjast vera að vinna að lýðræði Baksahéraðs,en þeir eru bara hreinir og beinir glæpamenn.Ég er búin að fylgjast með aðferðum þeirra í meira en 30 ár,og þvílíkur viðbjóður.Þeir stunda mannrán og krefjast lausnargjalds,þannig standa þeir undir vopnakaupum.Þeir ræna saklausum borgarfulltrúum og ef ekki er farið eftir kröfum þeirra þá er viðkomandi bókstaflega tekinn af lífi.

Ég man eftir einu tilfelli fyrir 10-15 árum,þar sem ungur piltur var tekinn af ETA samtökunum,og þar sem ekki var farið strax eftir kröfum þeirra þá var sýnt í sjónvarpinu aftaka hans,hann lá á hnjánum úti í skógi með hendur bundnar fyrir aftan bak og bundið fyrir augu hans,síðan stóð hettubúinn ETA maður með skammbyssu og skaut hann í hnakkann,það var hræðilegt,svona eru ETA menn sem þykjast vera að berjast fyrir lýðræði.Ég vona bara að Spánverjum takist í eitt skipti fyrir öll að berja niður samtök ETA. 


mbl.is Zapatero segir Spánverja reiðubúna undir baráttu við ETA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru McCann börnin ekki ein í íbúðinni ?

Portúgalska lögreglan segjast hafa nægar sannanir fyrir því að Madeleine McCann og tvíburarnir hafi ekki verið einu börnin í íbúðinni þetta örlagaríka kvöld,samkvæmt lögreglunni voru þau 7,og voru þetta börn þeirra sem borðuðu með McCann hjónunum.McCann hjónin og vinir þeirra hafa alltaf sagt að hver og einn hefði farið inn í sínar íbúðir til að líta eftir börnunum,en þeim kemur ekki alveg saman.Samkvæmt þessu voru þau öll saman í íbúð McCann hjónanna.

.Einn af vinunum Russell O´Brien hvarf frá borðinu um 25 mín.hann sagðist hafa afarið að athuga með sína eigin dóttir í íbúðinni þeirra,en barnið var veikt samkvæmt honum,barnið kastaði upp og segist hann hafa beðið móttökuna í Oceano Clubb um ný sængurlök,en þau kannast ekkert við slíka beiðni8hvernig eiga þau að muna það).Jane Tanner vonkona O´Brien segist hafa séð mann bera stúlkubarn út úr McCann  íbúðinni kl 21.15 þetta er dálítið grunsamlegt,hafði hún engar áhyggjur af þessu,vitandi af börnunum einum

.Önnur vitni segja að Jane Tanner hafi ekki verið í nágreninu á þessum tíma.Þetta mál lagast ekkert,verður sífellt öfugsnúnara og öfugsnúnara.Sjá slóð í Elmundo sem er á spænsku en klikkið á The Times sem er á ensku:

http://www.elmundo.es/elmundo/2007/10/09/internacional/1191954470.html


Látum ekki andúð okkar bitna á þeim sem eru saklausir !!!

Þó svo að hópur Litháa fari um rænandi og ruplandi,þá vona ég að við látum ekki saklausa Litháa sem búa hér á landi og ganga til sinnar vinnu, finna fyrir andúð vegna fárra sem ekki eru æskilegir hér.Ég veit því miður um tilfelli  Litháar sem búa hér á landi  og vilja helst ekki segja hvaðan þeir koma vegna þess óorðs sem nokkrir einstaklingar hafa komið á landið þeirra,þetta er ekki réttlátt,hér er fullt af Litháum sem eiga sínar fjölskyldur og vinna sína vinnu,ef við setjum okkur í spor þessa fólks þá getur það ekki verið gott að þora ekki að segja ég er Lithái.Allir eiga rétt að vera stoltur af sínu þjóðerni,hvort sem viðkomandi hefur flust úr landi eða ekki.Gott væri að hafa í huga málsháttinn sem segir eitthvað á þessa leið : AÐGÁT SKAL HAFT Í NÆRVERU SÁLAR.Woundering
mbl.is Gæsluvarðhald yfir níu Litháum rennur út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útkoma úr könnun um það hvort Ólafur Ragnar eigi að vera áfram á forsetastóli.

Útkoma úr könnun sem ég gerði er nokkuð athyglisverð.Ég spurði hvort Ólafur Ragnar Grímsson ætti að halda áfram sem forseti landsins.Það voru 34 sem svöruðu:

já sögðu 47.1%,  nei sögðu 14.7% ,alls ekki 14.7%,viljum konu sem forseta 14.7% og alveg sama 8%

Er þetta ekki smá sýnishorn af vilja þjóðarinnar? Ef einhver vill breyta útkomu þessarar könnunar þá er hún enn til staðar og möguleiki að taka þátt.Wink

 


Hugleiðing um haustið..

icel160s

Ég vaknaði eldsnemma í morgun kl 05:00,til að fara með son minn á sundæfingu,morguninn var kyrrlátur,stjörnuskreyttur himininn með einni sem skein mjög skært.Það heyrðust engin hljóð,aðeins kyrrð morgunsins.Eftir að hafa ekið með hann niður í sundlaugar stóðst ég ekki freistinguna og ók smávegis um bæinn til að njóta mannekla hans á meðan aðrir voru sofandi.Haustið er í allri sinni dýrð,aðeins farið að kólna og laufin byrjuð að falla.Litir haustsins er með því fallegra sem ég sé,enda förum við hjónin reglulega eitthvað , til að njóta litaflóru haustsins,t.d. á Þingvöll.Fljótlega skiptir um skúrir,veturinn kemur í allri sinni dýrð,kuldinn hellist yfir okkur hann smýgur inn,þótt við klæðum okkur vel ekkert dugar,myrkrið kemur smátt og smátt og fellur misvel í fólk,samskipti verða erfiðari.Erfitt verður að komast á milli staða,það verður að skafa nær daglega af bílunum og fyrir þá sem velja hjólið þa´verður notkun þess nær ógjörlegt. Þegar desember nálgast ,byrjum við að sjá ljós út um allt,jú við viljum lýsa upp þann heim sem við lifum í þ.e.skammdegið,ljós í öllu gluggum,það birtir til.Eins og dagurinn er í dag þá er þess virði að njóta hans að fullu,því þeir verða kannski ekki margir svona fallegir.JoyfulKissing

 


N eitthvað til að brosa yfir,enda dagurinn stórkostlegur...

12 Er ég ekki sætur.?14 Þetta er mitt séreinkenni,eitt brúnt og eitt blátt.29Mér er ekki gefið vatn daglega,þetta er besta leiðin.2Hvað ert þú?21Ég þarf alltaf að fela mig,þetta ættu fleiri að gera ekki satt,?Kissing


Smá bros fyrir kvöldið...

batdog Ég er ofurhundur,hvað haldið þið.a_smile_foryouSætir bræður eða hvað? Það er alltaf gott að geta gert smá grín öðru hvoru,jafnvel þó það sé á kostnað dýrana.LoL Grin

Hvað er hægt að gera annað en að vera duglegur !!!

Íslendingar eru jú duglegir,flestir í tveim til þrem vinnum,hvað getum við gert annað.Stór hluti þjóðarinnar lifir ekki af þessum launum sem þeir fá,og hvað er hægt að gera í stöðunni, jú vinna stanslausa aukavinnu,vera minna heima hjá börnunum og koma þeim fyrir á dagheimilum og síðan hjá ættingjum og vinum,ég hef áður sagt í bloggi hjá mér að fjölskyldan hefur breyst að því leiti að foreldrar eru með börnunum á morgnana til að koma þeim á dagheimilið og síðan á kvöldin til að koma þeim í háttinn.Þjóðfélagið hefur mikið breyst að undaförnu,mikil stéttaskipting,margir sem hafa það gott en aðrir sem hafa það virkilega gott,það er svo kallað þotulið, síðan kemur hópur af fólki sem verður að vinna myrkranna á milli,allir vilja hafa það gott segir í einhverju laginu.Þetta er sennilega ein af ástæðum þess að við þykjum duglegust af öllum löndum Evrópu.Er þetta ekki bara blekking,að vera svona ofboðslega dugleg,er það ekki bara knýjandi þörf ?GetLost
mbl.is Íslendingar duglegastir Evrópuþjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slilgreining á orðinu ÍÞRÓTT,skrifað vegna frétta af íþróttum almennt.

Íþrótt leikni,fimi snilld,list,kerfisbundnar æfingar til að þjálfa líkamann (oft til að ná e-m tilsettum árangri setja met o.þ.h.)þetta er skilgreining á íþróttum í íslenskri orðabók.Núna í vikunni sá ég íþrótta fréttir í Morgunblaðinu,þetta voru 12 síður af svokölluðum íþróttafréttum,viti menn þetta voru 12 siður af BOLTAFRÉTTUM,þ.e.a.s. fótbolti,handbolti,körfubolti,og golf.Ég er kannski svo vitlaus að vita ekki alveg hvað íþróttir eru,jú ég veit ekki betur en að undir íþróttir falla:frjálsar íþróttir,júdó,skylmingar,fimleikar, sund og margt annað.Þetta er orðið dálítið    þreytandi ,þó svo að bolta íþróttir séu mjög vinsælar þá er til fólk sem hefur áhuga á öðrum íþróttum líka.Ég hef áhuga á sundi,það var stórmót um síðustu helgi sem sundfélagið Ægir hélt,það var varla nefnt á nafn.Ég legg til að breyta orðinu á íþrótta fréttum í BOLTAÍÞRÓTTIR  OG AÐRAR ÍÞRÓTTIR.Whistling Wink

Hverning er hægt að búast við öðru.

Ég býst aldrei við einingu innan stjórnmálaflokka sem er samansafn úr mörgum flokkum.Það segir sig sjálft,þarna safnast saman fólk úr mismunandi flokkum og með mismunandi stjórnmálaskoðanir.Það er ekki nóg að fara úr einum flokki í annan,hver og einn verður að vera samkvæmur sjálfum sér og standa og falla með sínar skoðanir,hvort sem hann eða hún fær þingsæti eða ráðherra stól.Það er allt of algengt að stjórnmálamenn og konur fari í fýlu og skipta um flokk ef allt gengur ekki upp eins og þau höfðu ætlað sér stjórnmál eru svona þið sem veljið að sinna stjórnmálum vitið þetta einn dagur gleði og annar tár,hvar er hugsjónin er hún horfin fyrir bý.Pinch
mbl.is Frjálslyndir í ólgusjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband