Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Hvað varðar sundlaug í Fossvogsdal,þá hefur hverfafélag Sjálfstæðismanna í 108 Reykjavík þ.e. Bústaðar,Fossvogs og Smáíbúðar hverfis margsinnis rætt við borgarfulltrúa í Reykjavík og Kópavogi vegna óska um sundlaug.það er ekki hægt öðruvísi en í samvinnu við Kópavog. Í þessu hverfi eru einir 4 skólar og er því aðeins ein sundlaug til að mæta kröfum um sundkennslu í skólunum og hún er lítil 12 m,laug í Breiðagerðisskóla.
Hægt er að fara allt til 1993-1994 þá var Guðmundur Jónsson formaður hverfafélagsins síðan hann hætti hafa verið tveir aðrir formenn formenn,núverandi formaður Jóna Lárusdóttir hefur verið í umræðuhóp ásamt öðrum fulltrúum úr hverfinu og hafa þau fundað mjög nýlega um þetta mál.Þar sem hef setið í stjórn hverfafélagsins í ein 12 ár veit ég af þessum óskum.Við í hverfafélagi Bústaðar,Fossvogs og Smáíbúðahverfis höfum haft ágætis hugmyndir hvað varðar sundlaug og útivistasvæði í Fossvogsdal,en þær hafa ekki komist upp á yfirborðið vegna þess að við höfum ekki haft borgina nema í rúmt ár síðastliðin 15 ár.
Ef meirihluti hefur áhuga á þessu,þá er það hið besta mál.Til að koma í veg fyrir að Fossvogurinn verði fyrir stórtjóni vegna vegalagna í gegnum dalinn þá eigum við að berjast fyrir því að dalurinn verði gerður að virkilega glæsilegu útivistarsvæði,sem það er en mætti vera betra.
Hugmynd að sundlaug í Fossvogsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2007 | 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég get ekki bloggað um þetta,því mér finnst þetta vera svo viðbjóðslegt mál.Það sem þetta mál hefur sýnt mér er það hvað samvinna milli landa er nauðsynleg,þetta mál hefði ekki upplýsts ef þessi samvinna hefði ekki verið,og svona ætti samvinnan að vera í fleiri málum.Í máli Madeleine McCann hefur fólk oft verið að hnýsast í Portúgölsku lögregluna að hún þurfi hjálp frá Bretlandi er þetta ekki einmitt það sem málið snýst um samvinna á sem flestum sviðum.
Meintur barnaníðingur dæmdur í 12 daga varðhald í Thaílandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2007 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sorglegt er að vita til þess að stjórnvöld hafa ekki stórar áhyggjur þó svo að þeirra eigin börn og barnabörn fái ekki það sem þau eiga skilið,þar er góða kennslu í skólunum,góða og umhyggjusama kennara.
Við borgum töluverða skatta í þessu þjóðfélagi,og það er skilda að börnin okkar gangi í skóla frá 6 ára aldri til 16 ára,en ef ekki fást vel lærðir kennarar og vel lært almennt starfsfólk,vegna þess að launin eru léleg þá spyr maður sig,í hvað fara skattpeningarnir ?
Kennarar eru ásamt foreldrunum meðuppalendur baranna okkar,þeir eru hátt upp í jafn langan tíma a dag með börnunum okkar,þeir þekkja börnin okkar vel vita um alla þeirra kenjar og siði,og oft á tíðum hafa það verið kennarar sem benda foreldrum á ef eitthvað misferli er í þroska barnsins.Að slík störf skuli ekki vera metin í launum og borin virðing fyrir er í raun til skammar.
Af hverju ættu önnur störf að vera betur launuð en kennarastarfið,og af hverju hefur virðing á þessu starfi farið niður á við.? er það vegna þess að kennarar eru í aðeins meira fríi á sumrin en við hin,það er léleg afsökun, sumum finnst kennarar ekki vinna neitt,líka léleg afsökun.Það fer alltaf fækkandi þeim kennurum sem vilja vinna við þetta hugsjónarstarf,og þegar þeir fáu sem eftir eru segja hingað og ekki lengra þá erum við komin í slæm mál.Ég er mest hissa á því að kennarar skuli ekki vera komnir í það sem er kallað ÚTRÁS.Það er í tísku í dag.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2007 | 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er þriðja grein mín sem ég skrifa um þetta mál,ég er kölluð afturhald vegna skoðana minna,mér líkar það vel vegna þess að þá veit ég að ég fylgi ekki straumnum,enda hef ég aldrei gert það.
Nú spyr ég,hvernig er með lyf eiga þau ekki líka að seljast innan um matvöruna.Ef ég þarf á höfuðverkjatöflum þá þarf ég að keyra í næstu lyfjaverslun,þetta er ekki boðlegt, ég vil kaupa wc-rúllur kjöt og lyf allt í einum pakka,Lyf verða ekki misnotuð þó þau séu seld í matvöruverslunum.Þetta eru þau rök sem þeir nota sem vilja fá áfengi inn í matvöruverslanir.Nei lyf verða væntanlega ekki seld innan um matvöruna,einfaldlega vegna þess að það þarf að gæta þess að það séu sérfræðingar sem selja okkur lyfin,ekkert óeðlilegt við það.
Hingað til hefur ekki verið létt að fá mannskap í verslanir,því vil ég ráðleggja ykkur sem viljið kaupa áfengi með matnum ykkar að læra þau tungumál sem töluð eru á afgreiðslukössum í stórmörkuðum,með þessari athugasemd vil ég ekki setja út á starfsfólkið,ég vil einfaldlega benda á að þjónustan verður ekki sú sama og hún er í dag.
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.10.2007 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég held að það komi fáum á óvart að stórmarkaðir eru þegar komnir í startholurnar,þeir eru tilbúnir til að taka á móti bjór og léttvíni í verslanirnar.Það kæmi mér ekki á óvart þó að þessi eilífa umræða séu frá þeirra undirlagi,er það ekki fyrst og fremst í þeirra þágu að fá áfengið inn í verslanirnar.?
Ég horfði á Kastljós þar sem rætt var um þessi mál við Sigurð Kára og Þórlind,ég tók eftir því að Sigurður Kári brosti þegar Þórlindur sagði að löndin í suður Evrópu hefðu verulegar áhyggjur af áfengisneyslu landa sinna, og ætluðu jafnvel að breyta sölu fyrirkomulaginu,Sigurður Kári sýndi með þessu brosi að hann einfaldlega trúði Þórlindi ekki.En ég held að Sigurður Kári ætti að taka Þórlind alvarlega hvað þetta varðar.Ég sem almennur borgar get ég sagt ykkur að það sem Þórlindur sagði er hreinn sannleikur,því ég hef heyrt þessar umræður sjálf í sjónvarpsþætti frá einu suðrænu landi,þar sem áfengir drykkir eru seldir í stórmörkuðum.
Þýðir þetta ekki að við Íslendingar munum stíga spor afturábak ef við leyfum sölu áfengis í matvöruverslunum,á meðan lönd í suður Evrópu hugleiða að taka upp okkar sölukerfi.
Það er hægt að ræða stanslaust um þjónustu við okkur borgarana,en er þetta sú þjónusta sem við þurfum núna á þessari stundu,eru ekki mörg önnur mál sem þarf að leysa á undan.
Í startholunum með Euroshopper-bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2007 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þá er loks komin skýring af hverju við konurnar erum með lægri laun en karlar,jú við vinnum töluvert minna en þeir,samkvæmt þessari könnun.Ég ætla ekki að rengja þessa könnun,hún hlýtur að vera samviskusamlega gerð.
.Það getur verið að við konur vinnum færri tíma en karlar utan heimilisins,en ef við ættum að mæla í klt og í krónum þá vinnu sem við leggjum á okkur til að halda heimilinu,börnum og fjölskyldunni gangandi(vissulega með hjálp bóndans)þá er ég nú viss um að margir yrðu hissa.Ég hef alltaf litið á það sem forréttindi ef konan getur verið meira heima,að hún sé til staðar þegar börnin koma heim úr skóla,þetta er því miður ekki mælt í peningum.
Við konur höfum margt á könnu okkar,sem ekki er metið í virðingastiganum.Við erum með börn framtíðarinnar í okkar höndum, þau sem taka við,þau sem eiga eftir að gera svona kannanir í framtíðinni. Vonandi þegar að því kemur þá hefur hlutverk konunnar hvort sem er á vinnumarkaðinum eða á heimilinu fengið þá virðingu sem það á skilið.
Karlar vinna tíu stundum meira en konur á viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.10.2007 | 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þá er byrjað að þrefa eina ferðina enn um hvort selja eigi léttvín og bjór í matvöruverslunum,ég segi nei.Þessir nýju og ungu þingmenn virðast leggja ofuráherslu á þetta máefni,er ekki hægt að ræða eitthvað sem skiptir meira máli.Vín yfir höfuðið er vel sett þar sem það er í sérstökum verslunum,þar sem aðgát er höfð hver kaupir hinar guðlegu veigar.
Íslendingar hafa þann háttinn á að mæla okkur við hinar stóru þjóðir í einu og öllu,líka í þessu máli,ég held að við ættum þá einnig að athuga hvernig ástandið er í áfengismálum hjá þessum þjóðum sem við miðum okkur við.
Ég þekki til Spánar þar sem áfengir drykkir eru í öllum verslunum og mjög auðvelt að nálgast,en er ástandið gott,nei það er það ekki.Spánverjar hafa stórar áhyggjur af ungviði sínum vegna drykkju,unglingarnir kaupa líters flöskur af sterkum bjór,léttu víni þeir eru ekki eins mikið í sterkur drykkjum þetta kaupa þeir í þegar að helgum kemur og eru þeir að skemmta sér alla nóttina eins og hér á íslandi
.Annað sem er mikið áhyggju efni á Spáni er akstur undir áhrifum áfengis,hvað unglinga varðar þá hefur það verið í tísku í mörg ár að aka á móti umferð á stórri hraðbraut,þar eru unglingarnir að spila rússneska rúllettu, ekki með byssu í þessu tilviki heldur akandi á bíl,það eru fleiri en1 eða tveir sem hafa látið lífið á þennan hátt.Spánverjar hafa gert sérstakt átak til að laga þessi mál hjá sér.
Ef við hugsum okkur hvernig eigi að standa að sölu áfengis í matvöruverslunum,þá hugsa ég að málið muni verða erfitt fyrir þá sem reka verslanirnar.Erfitt er í dag að ráða starfsfólk,og oft á tíðum eru krakkar 14-15 ára að afgreiða í stórmörkuðum,vegna þess að ekki fást aðrir í þessi störf,og er það þetta sem við viljum,að börn afgreiði okkur með áfengi,verður eitthvað léttara að fá starfsfólk í verslanir eftir að áfengi verður selt þar?.Ég held að þingmennirnir okkar verði að koma sjáfum sér niður á jörðina,þeir þurfa að athuga hvað er að gerast fyrir utan veggja Alþingis,hjá hinum almenna borgara.
Þrefað um sölu á léttvíni og bjór á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.10.2007 | 12:39 (breytt 17.10.2007 kl. 09:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Reynsluleysi sjálfstæðismanna réði því hvernig fór" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2007 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Svo sannarlega segi ég,þetta er eitt allsherjar klúður,enginn þykist vita neitt um málið og allir eru í því að benda á hvorn annan,eins og lagið segir EKKI BENDA Á MIG....
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli næstu daga,Vinstri Grænir og Frjálslindir sjá sæng sína útbreidda,þeir ætla að kryfja málið til mergjar,það er hið besta mál svo framarlega sem það er gert á réttum grundvelli.
Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.10.2007 | 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid