Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Konur stíga vinstri dans.

Það kemur mér ekki á óvart að konur í Samfylkingunni og Framsókn halli höfði sínu í aðra átt. Ég átti viðtal við vinnufélaga minn í gær, við vorum að ræða ýmislegt þegar hún segir allt í einu við mig María veist þú að ég hef alltaf kosið sama flokkinn frá því að ég hef haft kosningarétt, en í dag veit ég í raun ekki hvað ég á að kjósa, hún bætti reyndar við að margar af hennar vinkonum ættu við sama vanda, þær voru óákveðnar. Hún sagðist vera óánægð með framgang mála svona yfirleitt, hverning þjóðfélagið er að breytast, of mikil stéttaskipting og púlsinn ekki nógu sterkur hvað varðar heilbrigðismál,eldriborgara og öryrkja. Hún bætti við að hún gæti ekki hugsað sér að kjósa Samfylkinguna vegna þess að sá flokkur væri fullur af kvennalistakonum (ég hef þetta bara eftir henni), hún sagði að aðeins tveir flokkar hefðu hrein stefnumál og hún ætlaði sér að velja milli þeirra tveggja og það voru Sjálfstæðistflokkurinn og Vinstri Grænir, þetta sýnir mér að þetta er umræðan í dag,hreinar línur ekki eitthvað samankrull.
mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinur

Ég hef tapað einum bloggvini, hvar er hann, þegar í kíkti á bloggið mitt í gær þá var hann horfinn sem bloggvinur, hvað hefur gerst???

175 KM hraði, sjálfseyðingar hvöt.

Ég á ekki orð, hvað er að gerast í okkar umferðamálum. Svo virðist sem unga fólkið sé nákvæmlega sama um sitt líf og líf annarra. Ég er hrædd um að við verðum að gera einhvað róttækt í þessum málum, ég er ekki viss um að nóg sé að svipta þá ökuréttindum og greiða sektir. Ég heyrði ekki fyrir löngu umræðu í útvarpi um störf fanga úti í samfélaginu, í staðin fyrir að sitja í fangelsi.Mér leist vel á þessa hugmynd og kanski væri hún ekki svo vitlaus fyrir þessa ökufanta , sem sjálfseyðingar hvötin er að eyðileggja , svo þarf væntanlega að senda þá og þau til sálfæðings.

 


mbl.is Mældist á 175 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Ekki var ég ánægð að sjá hve kostnaður við HM í sundi var tíundaður í gær í blaðinu. Ég man ekki til þess að hefa séð fréttir um aðrar íþróttagreinar þar sem kostnaðurinn var tíundað þvílíkt að það lá við að sagt væri hve mikið hver sundmaður þarf að borga fyrir sig. Ég lít svo á að íþróttir eru íþróttir og sama hver greinin er þetta er allt jafn áríðandi, þó svo að boltinn sé mjög vinsæll og gert hærra undir höfði en aðrar íþróttir sérstaklega hvað varðar fjölmiðla. Sudmennirnir okkar eru búnir að leggja mjög mikið á sig til að ná þessum árangri að komast á HM, og þeir eiga það ekki skilið að við séum að sjá eftir þessum peningum sem fer í þessa kemmnisferð. Þeir eru jú að keppa fyrir okkar hönd Íslendinga, og vonandi eigum við eftir að sjá þau oftar í stóverkefnum erlendis.Óskandi væri að íþróttir sama hve greinin er sé gert jafn undir höfði bæði hve varðar fjölmiðla og peningamál Ég vil bara óska þeim góðs gengis.Smile Grin
mbl.is HM í sundi á 2 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það slæmt.

Nú hefur bæst við einn hópur í viðbót sem þarf á sálfræðihjálp og meðferð að halda, það eru NETFÍKLAR, svo slæmt er það víst á sumum heimilum að maki velur tölvuna framm yfir eiginkonu eð eiginmann. Ég minnist texta í skemmtilegu popplagi frá Spáni sem þrjár systur syngja og allar eru þær komnar á besta aldur, innihald textans er einhvað á þá leið"ÞÆR SAKA EIGINMENN SÍNA UM AÐ HANGA ÖLLUM STUNDUM VIÐ TÖLVUNA, OG EITT KVÖLDIÐ' FÓRU ÞÆR AÐ NJÓSNA UM ÞÁ TIL AÐ VITA HVAÐ ÞEIR VÆRU AÐ GERA, OG VITI MENN ÞEIR VORU AÐ HALDA FRAMHJÁ ÞEIM MEÐ TÖLVUNNI". Í raun er þetta ekkert til að gera grín að því að börnin okkar alast upp við það að tölvur eru ómissandi hluti af þeirra tilveru.  Það er hlutverk okkar foreldranna að fylgjast vel með tölvunotkun þeirra, til þess að þau þurfi ekki seinna á lífsleiðinni að lenda á meðferðastofnun eða hjá sálfræðingi til að lækna þeirra tölvufíkn. Til ykkar einmanna húsmæður sem gelymið að sækja börnin ykkar á leikskólann, í guðanna bænum reynið að taka ykkur á , netið er bara dauður hlutur.Það sem skiptir í raun máli í þessu lífi er FJÖLSKYLDAN.
mbl.is Skilja vegna netfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brosa hringinn í skólanum

Gaman var að lesa fréttina um Öskjuhliðaskólann, sem fékk 19 fullkomnar tölvur nýustu gerð og tvo prentara að gjöf.Það var faðir stúlku sem stundar nám við Öskjuhlíðaslóla sem tók sig til og safnaði styrkjum til að kaupa þessa glæslilegu tölvur, þessi gjöf á öruggluga eftir að hjálpa nemendum við námið, þetta var höfðinglega gert hjá þessum föður, hann hefur séð þörfina og viljað allt það besta fyrir sína dóttir.

Lúxusferð.

Það var ekki gott að missa af þessari ferð, fimm milljónir hvað er það og ef maki fær að fara með, tíu milljónir. Ég býð með eftirvæntingu eftir að svon ferð verði skipulögð fyrir okkur íslendinga. En hvað með það, þetta er gott fyrir Loftleiðir að fá svona pakka.
mbl.is Flugvél Loftleiða Icelandic í 20 daga lúxusferð kringum hnöttinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband